Fréttablaðið - 29.07.2009, Síða 6

Fréttablaðið - 29.07.2009, Síða 6
6 29. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR UTANRÍKISMÁL „Það er ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að leggja Varnarmálastofnun niður í núverandi mynd og gert er ráð fyrir því að sú ákvörðun komi til fullnustu á næsta ári,“ segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra. Árni Þór Sigurðsson, formaður utan- ríkismálanefndar, sagði í Fréttablaðinu í gær að stofnunin ætti að hætta um áramót og hann vildi leggja loftrýmisgæsluna niður. Össur segist engar athugasemdir gera við skoðanir Árna Þórs og hann hafi fullt frelsi til að viðra þær. „Varðandi skoðanir hans á loftrým- isgæslu þá hefur engin ákvörðun verið tekin um það í ríkisstjórn að hætta við hana. Menn hafa eink- um haft horn í síðu hennar vegna kostnaðar, en okkur hefur tekist að ná honum niður.“ Ráðherra vísar í Stolten- berg-skýrsluna, þar sem lagðar eru fram hugmynd- ir um að Norðurlöndin sjái í sameiningu um loftrýmisgæsluna. Hann sjái fyrir sér að gerð verði tilraun með það. Þangað til það verði að veruleika hafi hann verið fylgjandi því að verulegir þættir í starfsemi Varnarmálastofnunar verði sam- einaðir Landhelgisgæslunni. Össur segir að ekki sé komin dagsetning á það hvenær stofnunin verður lögð niður, en það verði á næsta ári. Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnar- málastofnunar, sagði í viðtali við RÚV í gær- morgun að hún teldi ekki koma til greina að hætta loftrýmisgæslunni, hún tilheyrði því að vera í Nató. Þá furðaði hún sig á ummæl- um Árna Þórs um að leggja ætti stofnunina niður. Þegar Fréttablaðið náði tali af Ellisif síðdegis sagði hún að hún tjáði sig ekki um málið. Varnarmálastofnun heyrir undir utan- ríkisráðuneytið. Þegar ummæli Ellisifjar voru borin undir Össur sagði hann: „Mér finnst það óviðeig- andi að embættismenn lýsi furðu sinni á skoðunum stjórnmálamanna, hvar í flokki sem þeir standa.“ Spurður hvort hann hefði komið þeirri skoðun sinni á framfæri við Ellisif sagði hann: „No comment.“ Ríkisendurskoðun hefur tekið til rann- sóknar kaup Varnarmálastofnunar á tæki og búnaði fyrir um 40 milljónir, án útboðs. Ellisif segist fagna því að málið sé til rann- sóknar. Samkvæmt lögum séu þessi kaup undanþegin útboðsskyldu. „Við erum mjög ánægð með þessa úttekt og höfum unnið allt eftir bókinni.“ Össur vildi ekki tjá sig um rannsóknina. kolbeinn@frettabladid.is Auglýsingasími – Mest lesið KÍNA, AP Hu Jintao, forseti Kína, tjáði sig í gær í fyrsta sinn opin- berlega um átökin í Xinjiang-hér- aði í Kína, þar sem Úígúrum lenti saman við Han-Kínverja. „Fólk af öllu þjóðerni á að bera virðingu hvað fyrir öðru,“ sagði forsetinn á ferðalagi sínu um Yunnan-hérað í gær. „Leyf- um blómi þjóðerniseiningar að blómstra skært og fagurlega.“ Ekki vék hann reyndar beint að átökunum í Xinjiang með þess- um skáldlegu orðum, en ekki fór á milli mála hvað hann átti við. Kínversk yfirvöld hafa viður- kennt að nærri 200 manns hafi lát- ist og meira en 1.700 slasast í átök- unum, sem eru þau verstu í Kína svo áratugum skiptir. Stjórnvöld segja flesta hinna látnu vera Han-Kínverja, en Úígúr- ar segjast sannfærðir um að miklu fleiri úr þeirra hópi hafi látið lífið vegna harkalegra aðgerða hers og lögreglu í framhaldi af átökun- um. Síðan átökin hófust fyrir meira en þremur vikum hefur að mestu verið síma- og netsambandslaust, en takmarkað samband komst á sums staðar í héraðinu nú í vik- unni. Úígúrar, íslömsk þjóð af tyrk- neskum uppruna, hafa öldum saman búið í héraðinu en síðan það var innlimað í Kína árið 1949 hafa Kínverjar streymt þangað og eru nú álíka margir og Úígúrar. - gb Forseti Kína tjáir sig í fyrsta sinn opinberlega um átökin í Xinjang-héraði: Hvetur fólk til að vera til friðs Á JARÐSKJÁLFTASLÓÐUM Hu Jintao, forseti Kína, leggur áherslu á að gefa þá ímynd af sér að hann láti sér annt um þjóð sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Gæslan í loftrýmiseftirlitið Utanríkisráðherra segir að Varnarmálastofnun verði lögð niður í núverandi mynd á næsta ári. Hann vill sameina hluta hennar Landhelgisgæslunni. Ríkisendurskoðun rannsakar innkaup stofnunarinnar. ELLISIF TINNA VÍÐISDÓTTIR FRANSKIR HERMENN Í KEFLAVÍK Utanríkisráðherra segir að stefna ríkisstjórnarinnar sé að Varnarmálastofnun verði lögð niður í núverandi mynd á næsta ári. Hvort loftrýmisgæslu verði sinnt áfram sé ekki búið að ákveða. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR UMHVERFISMÁL „Við áttum ekki von á öðru en að þessi skýrsla yrði neikvæð,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, um skýrslu Skipulagsstofnunar vegna fyrir- hugaðrar stækkunar Reykjanes- virkjunar, sem er í eigu HS Orku, sem Fréttablaðið greindi frá á mánudag. Í skýrslunni er sagt að samlegð- aráhrif þeirrar virkjunar sem er fyrir og fyrirhugaðrar stækk- unar gætu haft neikvæð áhrif á gróður, landslag og hraun. Júlíus segir HS Orku ætla að vinna úr þessu. Enn sé á áætlun að hefja framkvæmdir í haust. Skipulagsstofnun leggur til í skýrslunni, að ef leyfi fáist frá Orkustofnun um stækkun virkj- unarinnar, þurfi að setja skil- yrði um að séð verði um vöktun á áhrifum á kríu, gróður og líf- ríki sjávar. „Við komum til með að vinna með leyfis - veitendum og v ið mu nu m hefja viðræð- ur við Orku- stofnun á næst- unni ,“ segir Júlíus spurður um hvort fylgt verði fyrir- m ælu m u m vöktun. Reykjanesvirkjun hefur haft neikvæð áhrif á ferðaþjónust- una á Suðurnesjum, samkvæmt skýrslunni, til dæmis vegna lok- unar hverasvæða. Hægt væri að laga þetta með því að opna hvera- svæðin aftur. En kemur til greina að HS Orka geri það? „Það þarf að gera nýjan veg til að hægt sé að opna en það má ekk- ert gera nema fá leyfi frá skipu- lagsyfirvöldum,“ segir Júlíus. - vsp Forstjóri HS Orku ætlar að vinna með leyfisveitendum: Framkvæmdir enn á dagskrá í haust JÚLÍUS JÓNSSON Mér finnst það óviðeigandi að embættismenn lýsi furðu sinni á skoðunum stjórn- málamanna, hvar í flokki sem þeir standa. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON UTANRÍKISRÁÐHERRA BRETLAND Ný kvikmynd sem ein- ungis kostaði 70 dali, eða um átta þúsund krónur, í framleiðslu er á leið í kvikmyndahús í Bretlandi. Kvikmyndin, sem ber heitið Colin, fjallar um uppvakninga. Leikstjóri myndarinnar, hinn þrítugi Marc Price, segir að kostnaðurinn hafi verið fólginn í kaupum á kaffi, tei og nokkr- um spólum. Price notfærði sér samskiptasíðuna Facebook til að auglýsa eftir leikurum í myndina sem voru tilbúnir að gefa vinnu sína. Alls tók gerð myndarinnar átján mánuði og starfaði Price á tímanum sem leigubílstjóri. - bþa Er á leið í kvikmyndahús: Kvikmyndin kostaði 70 dali í framleiðslu UPPVAKNINGUR Í EFTIRFÖR Eflaust hefur gerð uppvakningsins á þessari mynd kostað meira en sú fjárhæð sem var notuð til gerðar á kvikmyndinni Colin sem nú er sýnd í breskum kvik- myndahúsum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP EFNAHAGSMÁL Vinnuhópur á vegum rannsóknarnefndar sem fjallar um siðferðismál í aðdrag- anda hrunsins hefur boðað rit- stjóra íslensku dagblaðanna á sinn fund til að ræða umfjöllun fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. „Við erum að skoða aðdrag- anda hrunsins í stærra samhengi og velta fyrir okkur hlutverki fjölmiðla í lýðræðissamfélagi,“ segir Vilhjálmur Árnason, for- maður hópsins. Þegar hefur verið rætt við ein- hverja ritstjóra, en aðrir eru enn eftir, segir Vilhjálmur. Að auki hefur hópurinn rætt við frétta- stjóra Ríkissjónvarpsins. - bj Siðfræðingar tala við ritstjóra: Skoða hlutverk fjölmiðlanna STJÓRNMÁL „Það kemur mér ekk- ert á óvart að það sé sjónarmið hans að það sé ekki brýnt mál að fara í þessar viðræður,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður VG eftir ríkisstjórnarfund í gær, um ummæli Jóns Bjarnasonar, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráð- herra, um að fresta skuli aðildar- viðræðum að ESB. „Jón hefur sagt það skýrt að hann mun sem ráðherra vinna af fagmennsku og gæta hagsmuna sinna málaflokka,“ segir Stein- grímur og segir þessi ummæli engu breyta, Jón muni rækja sínar embættisskyldur af sam- viskusemi. - vsp Steingrímur J. Sigfússon: Orð Jóns koma ekki á óvart Grunaðir um hryðjuverk Sjö Bandaríkjamenn hafa verið hand- teknir í Norður-Karólínuríki grunaðir um undirbúning að hryðjuverkum. Þeir hafa verið ákærðir fyrir samsæri um ýmiss konar árásir erlendis og stuðning við hryðjuverkamenn. BANDARÍKIN Hefur þú keyrt undir áhrifum áfengis? Já 53% Nei 47% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú í ferðalag um verslun- armannahelgina? Segðu skoðun þína á Vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.