Fréttablaðið - 29.07.2009, Side 8

Fréttablaðið - 29.07.2009, Side 8
8 29. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR PENINGAMÁL Líklegast er að fyr- irgreiðsla frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum (AGS) frestist fram til loka ágúst. Taka á málefni Íslands fyrir hjá AGS næsta mánudag, 3. ágúst. Stjórnarliðar segja ástæðu frestunarinnar vera að ekki hafi náðst að klára Icesave-málið, sem ekki verður rætt fyrr en í fyrsta lagi 4. ágúst. Aðrar heimildir Fréttablaðsins herma að ástæð- an sé líklega sú að ekki sé búið að ljúka endurfjármögnun bankanna, sem ljúka átti í febrúar. Eftir fund AGS 3. ágúst fer sjóðurinn í hlé til ágústloka. En setur AGS það skilyrði að Icesave-málinu verði lokið? „Það liggur í loftinu að Icesave er aðal- hindrunin í veginum og þá verða menn bara að horfast í augu við það,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra. Samkomulag náðist milli Íslands og AGS í nóvember um 2,1 milljarðs dollara lán til Íslands, sem er um 265 milljarðar króna. Fyrsti hluti lánsins var greidd- ur út í nóvember og átti afgang- urinn að greiðast í átta afborgun- um á þriggja mánaða fresti. Engar greiðslur hafa borist frá því í nóv- ember en fyrirgreiðslur, sem og endurskoðun áætlunar AGS og Íslands, áttu að vera í febrúar og maí en hefur verið frestað tvisv- ar. „Eins og stendur þá vonum við enn að fyrirgreiðslan geti átt sér stað. Eitt er hins vegar víst að allt er klárt af hálfu íslenskra stjórn- valda og það höfum við fengið staðfest hjá AGS. Það er þá eitt- hvað annað en það sem snertir íslensk stjórnvöld sem kæmi í veg fyrir málið,“ segir Steingrímur. Drátturinn sem yrði ef ekki væri hægt að ljúka þessu á mánudag er bagalegur, að mati Steingríms því AGS fari í frí til loka ágúst. Guðbjartur Hannesson, for- maður fjárlaganefndar, segir nefndina vinna að Icesave-samn- ingnum óháð samvinnu við AGS. „Við gerðum okkur grein fyrir að 3. ágúst væri umsagnardagur en ákváðum að taka okkur þann tíma sem við þurfum í þetta,“ segir Guðbjartur. Tryggvi Þór Herbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks og full- trúi í efnahags- og skattanefnd, segir það skipta litlu hvað peninga varðar ef áætluninni seinkar. Þeir peningar myndu ekki kippa öllu í liðinn. „Þetta er hins vegar baga- legt upp á orðspor og annað slíkt að þetta dragist í sífellu,“ segir Tryggvi. Ekki náðist í Franek Rozwad- owski, fulltrúa AGS á Íslandi, við vinnslu fréttarinnar í gær. vidir@frettabladid.is SENDINEFND AGS Heildarlánveiting AGS til Íslands nemur 2,1 milljarðs dollara. Í nóv- ember voru greiddar 827 milljónir dala og átti afgangurinn að greiðast í átta jöfnum greiðslum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Hvaða tveir góðkunnir út- varps- og sjónvarpsmenn hafa ráðið sig til starfa hjá útvarps- stöðinni Kaninn? 2. Eftir hvern er bókin Aftur til kreppuhagfræði sem nýlega var gefin út á íslensku? 3. Í hvaða landi Evrópusam- bandsins er mest atvinnuleysi? SVÖR ERU Á SÍÐU 26 ÍÞRÓTTIR „Ef ég á að segja alveg eins og er þá bjuggumst við allt eins við svona góðum árangri, því íslensku keppendurnir eru mjög sterkir,“ segir Jón Þór Þorleifsson, stjórn- armaður í Íþróttafélaginu Styrmi, sem þessa dagana tekur þátt í Out- games-leikunum í Kaupmannahöfn. Fyrstu tveir keppnisdagar mótsins hafa skilað félögum Styrmis fernum gullverðlaunum og einum silfur- verðlaunum í sundi, auk þess sem knattspyrnulið félagsins er komið upp úr riðli sínum í mótinu. Out- games-leikarnir hafa verið nefnd- ir Ólympíuleikar samkynhneigðs íþróttafólks. Í ár taka yfir 5.500 full- trúar frá 95 löndum þátt í mótinu. Að sögn Jóns Þórs ríkir góð stemn- ing meðal íslensku keppendanna. „Opnunarhátíðin á laugardaginn, þar sem allir keppendurnir gengu eftir sýningarpalli, var rosaleg. Þá kom sér vel að hafa fylgst með sjón- varpsþáttunum „America‘s Next Top Model,“ þar sem slík list er kennd í þaula. Einnig kemur áhugi kepp- endanna á þáttunum „How to Look Good Naked“ sér vel, því við erum svo fáklædd hérna í lauginni,“ segir Jón Þór, sem keppir fyrir sundlið Styrmis. Leikarnir standa fram á laugar- dag. „Þeim lýkur með því að hald- ið verður upp á Gay Pride-daginn í Danmörku. Þeir voru að monta sig af því að það kæmu líklega 15.000 manns á hátíðina. Við hlóg- um nú bara að því, enda vön því að um 60.000 manns sæki hátíðina á Íslandi,“ segir Jón Þór Þorleifsson. - kg Samkynhneigðir Íslendingar byrja vel á Outgames í Kaupmannahöfn: Fjögur gull fyrstu tvo dagana ÁRANGUR Þau Hafdís Erla Hafsteins- dóttir, sem hlaut gullverðlaun í 200 metra bringu-, skrið- og fjórsundi, og Jón Örvar Gestsson, sem vann til silfur- verðlauna í 200 metra bringusundi, voru ánægð með árangurinn. MYND/JÓN ÞÓR ÞORLEIFSSON PERSÓNUVERND Fiskistofa ætti ekki að hvetja til þess á heima- síðu stofnunarinnar að almenn- ingur sendi nafnlausar ábend- ingar um meint brot á reglum. Þetta er niðurstaða Persónu- verndar vegna fyrirspurnar Fiskistofu. Á vefsíðum Fjármálaeftirlits- ins, Samkeppnisstofnunar og skattrannsóknarstjóra ríkisins er almenningur hvattur til að senda ábendingar um meint lögbrot, undir nafni eða nafn- laust. Fiskistofa íhugaði að fara sömu leið, en Persónuvernd segir að slíkt eigi að heyra til algerra undantekninga. Stofnunin ætti að notast við aðrar aðferðir. - bj Ekki nafnlausar ábendingar: Fiskistofa fari aðrar leiðir BANDARÍKIN Barack Obama, for- seti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Sepp Blatter, forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA), í Hvíta húsinu í Washing- ton. Á fund- inum hvatti Obama Blatt- er til að beita sér fyrir því að heimsmeistara- keppnin í knatt- spyrnu (HM) árið 2018 verði haldin í Banda- ríkjunum. Blatter færði Obama tvo fótbolta sem notað- ir voru nýverið í Álfukeppninni svokölluðu. Að fundinum loknum sagði Obama að dætur hans yrðu eflaust ánægðar með boltana, en þær æfa báðar knattspyrnu. Blatter sagði að Obama hefði haldið öðrum boltanum þrisvar sinnum á lofti og svo skallað hann til sín. Ellefu lönd hafa lýst yfir áhuga á að halda HM 2018. - kg Forseti FIFA í Hvíta húsinu: Obama vill HM vestur um haf BARACK OBAMA STJÓRNSÝSLA Gjalddagar nefskatts Ríkisútvarpsins, sem er 17.200 krónur, verða nú þrír í stað eins. Verða þeir 1. ágúst, 1. október og 1. nóvember. Gjalddagi lögaðila verður aðeins einn, 1. nóvember. Þetta var samþykkt sem lög frá Alþingi á föstudag. Upphaflegi gjalddaginn átti að vera 1. ágúst næstkomandi. Fjölgun gjalddaga var gert „í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna og í þágu greiðenda gjaldsins“, eins og segir í athugasemdum við frumvarpið. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs gætu aukist um níu milljónir króna vegna aukins kostnaðar við innheimtu. - vsp Gjalddagar nefskatts þrír: Um níu milljón- um dýrara EFNAHAGSMÁL Alls nemur álagning tekjuskatts og útsvars 221,3 millj- örðum króna árið 2008 og hækkar um 3,6 prósent á milli ára. Heild- arfjöldi framteljanda jókst um eitt prósent sem er mun minni fjölg- un en undanfarin ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu. Álagður fjármagnstekjuskattur dróst saman um tuttugu prósent á milli ára þrátt fyrir að þeir sem greiða fjármagnstekjuskatt séu nær tvöfalt fleiri. Samkvæmt til- kynningu ráðuneytisins segir að helsta ástæða fjölgunarinnar sé sú að fjármálastofnunum sé gert skylt að senda upplýsingar óum- beðið til skattyfirvalda. Mikill samdráttur hefur orðið í greiðslu fjármagnstekna vegna sölu á hlutabréfum. Tekjur námu 58 prósent af öllum fjármagns- tekjum árið 2007 en eru nú tólf prósent. Mesta breytingin á fram- töldum tekjum er af innstæðum í bönkum en þær eru nú 39 pró- sent af fjármagnstekjum en voru tíu prósent. Útsvar til sveitarfé- laga nam alls 108,7 milljörðum króna og hækkar um 6,7 prósent frá fyrra ári. Í ár verður innheimt í fyrsta skipti útvarpsgjald sem nemur 17.200 krónum á hvern einstakling. Tekjur ríkisins af gjaldinu nema 3,2 milljörðum króna og er gjaldið lagt á 187.000 einstaklinga á aldr- inum 16 til 69 ára. - bþa Álagður fjármagnstekjuskattur dróst saman þrátt fyrir fjölgun greiðenda: Álagning tekjuskatts hækkar SKATTTEKJUR RÍKISINS AUKAST Í ár er í fyrsta skipti innheimt útvarpsgjald að upphæð 17.200 krónum á hvern framteljanda. Gjaldið skilar um 3,2 milljörðum í ríkiskassann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BANDARÍKIN, AP Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkja- þings samþykkti í gær tilnefn- ingu Baracks Obama forseta á Soniu Sotom- ayor í Hæsta- rétt Bandaríkj- anna. Þar með fer málið til afgreiðslu í öldungadeild þingsins, sem þarf að stað- festa tilnefn- inguna áður en Sotomayor getur tekið við embætti hæstaréttar- dómara. Dómsmálanefndin var klofin í afstöðu sinni. Sex af sjö repúblik- önum greiddu atkvæði gegn henni á móti þrettán demókrötum. Sotomayor verður fyrsta konan af rómönskum uppruna sem tekur sæti í æðsta dómstól Bandaríkj- anna. - gb Nefndin féllst á Sotomayor: Málið fer nú til öldungadeildar LINDSEY GRAHAM STJÓRNSÝSLA Álagningarseðl- ar verða aðgengilegir á vefnum skattur.is frá klukkan fjögur í dag. Álagningarseðlarnir verða svo bornir út á morgun til þeirra sem ekki afþökkuðu það. Með örfáum undantekningum verða inneign- ir lagðar inn á bankareikninga, eða greiddar út með ávísunum, á föstudag. Til að nálgast álagning- arseðil þarf að hafa kennitölu og veflykil. Óska má eftir veflykli á skattur.is. - þeb Ríkisskattstjóri: Álagningarseðl- ar birtir í dag Lán frá AGS dregst líklega til loka ágúst Fjármálaráðherra segir Icesave aðalhindrunina fyrir því að fyrirgreiðsla fáist frá AGS á mánudag. Ef ekki tekst að afgreiða mál Íslands þá frestast afgreiðslan til loka ágúst. Þingmaður segir frestunina bagalega fyrir orðspor landsins. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON TRYGGVI ÞÓR HER- BERTSSON Mikil aðsókn í líkamsrækt Yfir hundrað manns keyptu sér árskort í líkamsrækt daginn sem líkamsræktarstöð var opnuð á Hellu í síðustu viku. Enn fleiri hafa svo keypt kort síðan þá. Um 700 íbúar eru á Hellu. SUÐURLAND VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.