Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.07.2009, Qupperneq 10
10 29. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR FJÖLDI SKRÁÐRA AFBROTA HJÁ LÖGREGLU HraðakstursbrotÁfengislagabrot Fíkniefnabrot Ölvun við akstur Innbrot Afbrot fyrstu sex mánuði hvers árs: 2009200820072006 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 2009200820072006 20.000 15.000 10.000 Eignaspjöll Þjófnaðarbrot -60% -40% -20% 0% 20% 40% 60% 80% Þj óf na ða rb ro t In nb ro t Ei gn as pj öl l H ra ða ks tu rs br ot Áf en gi sl ag ab ro t Ö lv un v ið a ks tu r Fí kn ie fn ab ro t +66,9% +48,9% +29,5% -53,7% -28,6% -29,8% +13,4% Þróun afbrota milli áranna 2006 til 2009: LÖGREGLUMÁL Skortur á umferðar- eftirliti lögreglu getur haft slæm áhrif á íslenska umferðarmenn- ingu, segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur. Hann segir skiljanlegt að frumkvæðisvinna lögreglu verði útundan í erfiðu árferði, en sú breyting verði að ganga til baka sem fyrst. Umtalsverð aukning hefur verið á afbrotum sem almenningur til- kynnir til lögreglu á síðustu árum, en á sama tíma fækkar brotum sem uppgötvast með frumkvæðis- vinnu lögreglu, til dæmis með umferðareftirliti. Þetta má lesa úr samantekt Fréttablaðsins á upplýsingum um afbrotatíðni frá Ríkislögreglu- stjóra. Miðað er við samanlagðan fjölda afbrota á fyrstu sex mán- uðum hvers árs til að tölurnar séu samanburðarhæfar við fyrstu sex mánuði ársins í ár. „Það getur verið áhyggjuefni ef umferðarlagabrotin eru látin sitja á hakanum, það skilar sér út í sam- félagið þegar ökumenn átta sig á að lögreglan er ekki jafn mikið á vaktinni og hún hefur verið,“ segir Helgi. Slíkt tekur þó tíma, jafnvel nokkur ár, og því segir Helgi að vissu leyti skiljanlegt að lögregl- an bregðist við þegar þröngt sé í búi með því að draga úr eftirliti með hraðakstri, ölvunarakstri og öðrum umferðarlagabrotum. Helgi segir fækkun á skráðum ölvunarakstursbrotum ekki vís- bendingu um að ökumenn aki síður undir áhrifum. Þetta sé þvert á móti skýrt dæmi um að lögregla hafi ekki tíma og mannskap til að sinna eftirlitinu jafn vel og áður. „Þetta er dæmi um áherslu- breytingu sem lögreglan verður að gera í ljósi aðstæðna,“ segir Helgi. Fækkun lögreglumanna og fjölgun verkefna hafi augljóslega áhrif. Þjófnuðum, innbrotum og eigna- spjöllum hefur fjölgað á undan- förnum árum. Það getur haft nokkurs konar samlegðaráhrif við fjárskortinn, og valdið því að lögregla hefur enn minni tíma til að sinna frumkvæðisvinnu, enda áhersla á að forgangsraða málum eftir mikilvægi. Fíkniefnabrotum hefur fækk- að nokkuð og segir Helgi líklegt að ástæðan sé blanda af fjárskorti og því að stærri mál sem upp hafi komið taki tíma frá frumkvæðis- vinnu. Einnig geti verið um áherslu- breytingu að ræða hjá lögreglu, þannig að meiri áhersla sé lögð á að stöðva innflutning og dreifingu á fíkniefnum, en minni áhersla á að handtaka fíkniefnaneytendur, segir Helgi. brjann@frettabladid.is Dregið úr frumkvæðisvinnu Sífellt færri brot sem krefjast frumkvæðis eru skráð í bækur lögreglu. Minni áhersla er lögð á umferðar- eftirlit og smærri fíkniefnamál í ljósi aðstæðna segir afbrotafræðingur. Má ekki verða viðvarandi ástand. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500 Öll helstu merkin í tjöldum: TNF, High Peak, Mountain Equipment og Fjallräven. ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 46 85 2 07 /0 9 Tjaldaúrvalið er í Tjaldalandi SUÐURLAN DSBRAUT SUÐURLAN DSBRAUT GNOÐAR VOGUR GLÆSIBÆ R T B R 1 T B R 2 ÁL F H E IM A R Tjaldaland Uppsett tjöld til sýnis alla virka daga frá kl. 10-17. LÆKKAÐ VERÐ LÆKKAÐ VERÐ High Peak Ancona 5 Rúmgott 5 manna fjölskyldutjald. Vatnsvörn 3.000 mm. Yfirlímdir saumar. Dúkur í fortjaldi. 2 inngangar. Hæð 200 cm. Verð 52.990 kr. LÆKKAÐ VERÐ:36.990 kr. High Peak Como 4 Tvískipt innratjald með fortjaldi á milli. Stöðugt í vindi. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 190 cm. Verð 29.990 kr. LÆKKAÐ VERÐ:19.990 kr. Einnig fáanlegt 6 manna, lækkað verð 27.990 kr. High Peak Nevada Sígilt 3 manna kúlutjald með fortjaldi. Vatnsvörn 2.000 mm. Yfirlímdir saumar. Hæð 120 cm. Verð 16.990 kr. LÆKKAÐ VERÐ:11.890 kr. HENDUR Í HÆTTU Baráttufólk fyrir rétt- indum barna lýstu megnri óánægju sinni á því sem þarna fer fram, þótt skólayfirvöld og foreldrar í bænum Villupuram á Indlandi hafi skipulagt þessa „sýningu hugrekkis“, þar sem ekið er á mótorhjóli yfir hendur barna. NORDICPHOTOS/AFP NÝJA-SJÁLAND, AP Dómstóll á Nýja- Sjálandi taldi ekki ástæðu til að taka mark á málsvörn konu, sem var handtekin fyrir ölvun við akstur nýverið. Hún sagðist hafa verið að ná sér af svínaflensu þegar lögregl- an hafði afskipti af akstri hennar. Hún viðurkenndi að hafa drukk- ið þrjú glös af víni, en sagði þau hafa haft meiri áhrif á sig vegna svínaflensunnar en efni stæðu annars til. Dómarinn tók ekki mark á þessu og dæmdi henni 360 dala sekt og hálfs árs sviptingu öku- leyfis. - gb Ölvaður ökumaður: Kenndi svína- flensunni um SVEITARSTJÓRNARMÁL Málin hafa orðið enn snúnari á Álftanesi eftir að Margrét Jónsdóttir, bæj- arstjóri Á-lista, sagði sig úr Á- listanum í gær þar sem hún taldi forsendur fyrir áframhaldandi samstarfi brostnar. Hafi hún lengi deilt á vinnubrögð Sigurðar Magnússonar, bæjarstjóra fyrir Á-lista. Fréttablaðið sagði frá því í gær að viðræður væru milli þriggja bæjarfulltrúa D-lista og jafn- margra frá Á-lista um myndun nýs meirihluta. Það myndi skilja einn mann, Kristján Sveinbjörns- son, sem var bæjarfulltrúi fyrir Á-lista, eftir í minnihluta. Nú er svo komið á daginn að Á-listinn er þrískiptur. D-listinn hefur því í hendi sér að mynda meirihluta- samstarf þar sem Á-listinn þver- tekur fyrir samstarf við Kristján og Margrét gerir slíkt hið sama. „Við erum að reyna að þreifa fyrir okkur í þessum málum. Þessi staða er auðvitað óviðun- andi þar sem bæjarstjórinn er umboðslaus. Íbúanna vegna má þetta ekki vera í einhverju limb- ói,“ segir Guðmundur G. Gunn- arsson, oddviti D-lista í bæjar- stjórn Álftaness. Hann segir D-lista hafa rætt við Margréti um hugsanlegt sam- starf en það muni allt ráðast á næstu dögum. Gunnar vill halda bæjarstjórnarfund í dag til að koma umboðslausum bæjarstjór- anum frá. - vsp Á-listinn á Álftanesi er orðinn þrískiptur og erfitt er að mynda meirihluta: Bæjarstjórinn er umboðslaus GUÐMUNDUR G. GUNNARSSON Bæjarstjórinn segir að staða mála sé óviðunandi. MATVÆLI Ora ákvað í gær að inn- kalla kjötbollur í brúnni sósu í 850 gramma dósum í varúðar- skyni vegna hugsanlegs fram- leiðslugalla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Í tilkynningunni eru þeir sem hafa í fórum sínum stærri dós- ina af Ora-kjötbollum í brúnni sósu beðnir um að skila henni til næstu verslunar við fyrsta tæki- færi. - kg Hugsanlegur framleiðslugalli: Ora-kjötbollur innkallaðar SAMFÉLAGSMÁL Alls var 4,1 milljarður greiddur til lífeyris- þega umfram rétt viðkomandi til greiðslna árið 2008. Þeir sem fengu ofgreitt verða krafðir um endurgreiðslu. Þetta kemur fram á vef Tryggingastofnunar. Um 700 milljónir króna voru vangreiddar og eiga um 9.000 lífeyrisþegar inneign hjá Tryggingastofnun, sem greidd verður út á næstu dögum. Heildarfjöldi lífeyrisþega er tæplega 46 þúsund, þar af eru um 16 þúsund örorku- og endurhæf- ingarlífeyrisþegar og 30 þúsund ellilífeyrisþegar. - bþa Greiðslur til lífeyrisþega: Ofgreiddu 4,1 milljarð ÍTALÍA Sænskt par sem hugðist verja rómantískum kvöldstund- um á eynni Capri við strendur Ítalíu endaði í iðnaðarhverfinu Carpi vegna einfaldrar stafsetn- ingarvillu. Parið notaði GPS staðsetning- artæki til að rata um Ítalíu og þegar til stóð að halda til eyj- arinnar Capri sló parið fyrir mistök inn Carpi sem er iðnað- arhverfi í um 650 kílómetra fjar- lægð frá eyjunni. Upp komst um stafsetningarvillu parsins þegar þau spurðu á upplýsingamiðstöð ferðamanna í Carpi hvar hinn fræga Blue Grotto-helli væri að finna sem er við eyjuna Capri. Parið mun heldur ekki hafa áttað sig á því að þau þyrftu að taka bát eða fara yfir brú til að komast til eyjarinnar. - bþa Stafsetning skiptir máli: Enduðu í Carpi í stað Capri FAGURT ÚTSÝNI Engum sögum fer af fegurð iðnaðarhverfisins Carpi en ljóst er að fegurð eyjarinnar Capri er óum- deild.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.