Fréttablaðið - 29.07.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 29.07.2009, Síða 18
 29. JÚLÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● verslunarmannahelgin Margir leggja land undir fót um helgina. Haft var sam- band við skipuleggjendur nokkurra hátíða og kannað hversu mörgum búist væri við, hvernig gæslu verður háttað og umferðareftirliti á landinu. „Umferðareftirlitið verður með hefðbundnum hætti nema reynt verður að auka það frá embætt- inu okkar,“ segir Jónína Sigurðar- dóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. „Sérstök áhersla er lögð á Suðurlandsveg- inn og Vesturlandsveginn. Svo fer það eftir því hvert straumurinn liggur.“ Birgi Guðjónssyni, formanni Þjóðhátíðarnefndar, sýnist hátíð- in ætla að stefna í eina stærstu Þjóðhátíð sem haldin hefur verið í Eyjum og ástæðuna rekur hann til þess að hátíðin er að festa sig í sessi í hugum fólks. „Margir koma ár eftir ár. Ég held við séum á réttri leið með hátíðina sjálfa og við Vest- mannaeyingar erum tilbúnir til að taka á móti fullt af fólki.“ Aðspurður segir Birgir að gæslan verði betri en í fyrra. „Við fjölgum í gæslunni. Fólk verður öruggara og þá fer betur um það. Við erum alltaf að reyna að bæta hátíðina,“ útskýrir hann. „Helsti kosturinn við hátíðina okkar er að við rukkum ekki inn á svæðið sjálft. Við höfum því ekki beina tölu á hátíðargestum,“ segir Höskuldur Sæmundsson, einn af skipuleggjendum Neistaflugs í Neskaupstað, spurður um fjölda áætlaðra gesta á hátíðinni. Höskuldur segir að erfitt sé að segja til um það hvort fjöldi gesta aukist í ár. „Við höfum fundið fyrir því á Austfjörðum að meiri ferðamannastraumur er í ár en við höfum fengið fyrirspurnir alls staðar af landinu. Við erum bjart- sýn og jákvæð.“ Spurður út í gæslu yfir hátíðardagana segir Höskuld- ur: „Björgunarsveit staðarins og íþróttafélögin koma að þessu að einhverju leyti. Hér verður líka sjúkragæsla og næturvöktun.“ Margrét Blöndal, verkefnastjóri Einnar með öllu á Akureyri, segir erfitt að áætla fjölda gesta á há- tíðinni. „Við höfum eiginlega bara ekki hugmynd um það. Við ætlum að gera eins og í fyrra að telja bros en ekki fólk. Við leggjum upp með að allir sem hér eru og hing- að koma njóti þess,“ segir Margrét sem á von á brottfluttum Akureyr- ingum á Eina með öllu. Margrét segir að gæsla hátíðar- innar sé mjög hefðbundin. „Marg- ar helgar er alveg óskaplega margt fólk hér. Við erum orðin flink í að taka á móti tíu til tólf þúsund manns án þess að allt fari á hvolf. Við verðum með sjúkraflutninga- menn sem fara um og eiga magn- yl í vasanum og plástur á bágtið. Allir sem að þessu koma dansa í takt.“ - mmf Telja brosin á Akureyri Birgir Guðjónsson segir að fjölgað verði í gæslunni í Vestmannaeyjum svo fólki finnist það öruggara. HVERJIR VERÐA HVAR? HRAFNA IDOLSTJARNA: „Ég ætla að vera á Neistaflugi í Neskaupstað með hljómsveitinni sem heitir enn sem komið er bara Hrafna og hljómsveit. Í henni eru strákar frá Neskaupstað og það hefur verið nóg að gera hjá okkur að undanförnu við æfingar. Ég bý á Teigarhorni við Djúpavog og keyri á milli. Er svona tvo tíma hvora leið og syng í bílnum og æfi mig.“ MAGNI ÁSGEIRSSON: „Við í hljóm- sveitinni Á móti sól ætlum að vera á Flúðum á fimmtudags- og föstudags- kvöld og skella okkur svo að Kirkju- bæjarklaustri á laugardag þannig að við verðum eitthvað að rúnta um Suðurlandið. Síðustu átta ár höfum við verið í Eyjum um þessa helgi og nú ætlum við að kanna hvort þetta sé verslunarmannahelgi eða Þjóðhátíð.“ INGÓLFUR ÞÓRARINSSON: „Ég verð með Veðurguðunum að spila í Eyjum á föstudagskvöldið. Svo fara nokkrir úr grúppunni í ferðalag en ég verð eftir í Eyjum og held áfram að vera hress þar og skemmta mér.“ BJÖRGVIN FRANS: „Ég verð á þremur stöðum um helgina. Eyjum á laugardag, Sólheimum í Grímsnesi á sunnudag og á sunnudagskvöldið í Vatnaskógi. Við Jói G. úr Stundinni okkar verðum með atriði sem við prufukeyrðum í vor og gafst vel.“ EYÞÓR INGI: „Ég verð svolítið á flakki. Verð á Kaffi Akureyri á fimmtudeginum með trúbastemn- ingu ásamt Andra Ívarssyni gítarleik- ara. Svo verð ég ásamt hljómsveit- inni Appoló frá Ísafirði á Neistaflugi í Neskaupstað á föstudagskvöldið. Á laugardeginum verð ég á torginu á Akureyri og á sunnudeginum með Stuðmönnum í Fjölskyldu-og húsdýragarðinum og líka með Deep Purple coverbandi á Jack Live-hátíð- inni við Dillon.“ Ekki er rukkað inn á svæðið hjá Neistaflugi í Neskaupstað. MYND/ÚR EINKASAFNI Á síðasta ári var níunda áratugs stemn- ing á Akureyri en nú verður það ABBA. MYND/ÞÓRHALLUR PEDROMYNDIR Ekki er nauðsynlegt að æða um langan veg til að gera sér dagamun um verslunarmannahelgina. Sveinn Sigurbergsson, kaupmaður í Fjarð- arkaupum í Hafnarfirði, gerir sér grein fyrir því. „Hugmyndin er að vera heima við en fara í styttri ferð- ir,“ segir hann og upplýsir að mik- ill golfáhugi sé í fjölskyldunni. „Við erum fjögur sem spilum og stefnum að því að skreppa á Öndverðarnes- völlinn í Grímsnesi,“ segir hann. Verslunin Fjarðarkaup er lokuð um verslunarmannahelgina, ein af fáum stórmörkuðum. „Við gefum starfsfólkinu að sjálfsögðu frí á löglegum frídegi verslunarmanna,“ segir Sveinn. „Undanfarin ár höfum við líka gefið frí á laugardeginum. Það hefur mælst vel fyrir og við- skiptavinir okkar skilja það vel.“ - gun Sveinn ætlar að njóta verslunarfrísins með fjölskyldunni á golfvellinum. Fríhelgin fer í fjölskyldusport FR ÉT TA BL A Ð IÐ /V A LL I

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.