Fréttablaðið - 29.07.2009, Page 34
22 29. júlí 2009 MIÐVIKUDAGUR
sport@frettabladid.is
Handknattleikskappinn Einar Hólmgeirsson hjá Grosswallstadt í
Þýskalandi hefur undanfarið verið frá vegna meiðsla á hné en hann
fór fyrir skömmu í sína aðra aðgerð á tólf vikum og í þetta skiptið
hjá öðrum lækni en þeim sem fyrr skar. Einar er vongóður um að fá
nú loks bót meina sinna eftir að fyrri aðgerðin skilaði litlum bata.
„Þetta gekk bara ágætlega núna, vona ég. Það eru tólf vikur síðan
ég var skorinn upp síðast og endurhæfingin gekk erfiðlega eftir
þá aðgerð og því var ég skorinn upp aftur núna. Ég var ekki
ánægður með síðasta lækninn og fór því á annan spítala
í þetta skiptið og þeir opnuðu hnéð á mér þar. Þetta
leit víst ekkert alltof vel út og hnéð var illa bólgið og
frekar djúpar brjóskskemmdir í því og allt bendir til
þess að sá sem skar mig fyrst upp hafi gert tóma
vitleysu bara. Hinir læknarnir hreinsuðu hins vegar
vel til í hnéskelinni og lærleggnum og reyndu að ná
bólgunum úr þessu. Ég var líka búinn að fá mikið
af sprautum í hnéð og hafði spilað aðeins á þessu
og það hefur eflaust ekki hjálpað til. Þeir gáfu mér
annars vonir um góðan bata,“ segir Einar vongóður.
Einar gat vegna hnémeiðslanna ekki gefið kost á sér í
síðustu landsleiki Íslands í undankeppni EM og segir að
sama skapi ómögulegt að sjá í spilunum hvort hann
verði kominn aftur í sitt besta stand fyrir lokakeppn-
ina í Austurríki í byrjun næsta árs.
„Nú tekur við tólf vikna pása að nýju á meðan
hnéð er að ná sér og síðan kemst ég
vonandi á fullt í endurhæfingunni. Ef
allt gengur að óskum þá ætti ég að geta
byrjað að spila eftir fjórtán vikur. Ég verð
hins vegar að vera rólegur og gefa hnénu
tíma þar sem þetta var orðið svo illa farið.
Það væri gott ef ég gæti byrjað að spila í nóv-
ember og væri þá kominn á fulla ferð í desember
eða janúar. Ég þarf annars að einbeita mér að því að
spila vel með Grosswallstadt áður en ég spái í íslenska
landsliðið og EM. Það er enn langur tími til stefnu og
maður verður að vera jákvæður í þessu og duglegur í
endurhæfingunni.“
EINAR HÓLMGEIRSSON: ER VONGÓÐUR EFTIR AÐ HAFA GENGIST UNDIR AÐRA HNÉAÐGERÐINA Á SKÖMMUM TÍMA
Fyrri læknirinn hefur greinilega gert tóma vitleysu
Ódýrar golfferðir
til Spánar
með Express ferðum
Golfferðir
Oliva Nova
Lúxushótel
119.800 kr.
7 nætur
Ótakmarkað golf
Hotel Villaitana
Lúxushótel
137.300 kr.
7 nætur með hálfu fæði
7 hringir
Nánari upplýsingar á www.expressferdir.is,
í símum 550 0692 og 664 0631
eða í tölvupósti, info@expressferdir.is
Pepsi-deild kvenna
KR-Afturelding/Fjölnir 3-0
1-0 Lilja Dögg Valþórsd.(9.), 2-0 Sonja Björk
Jóhannsd. (35.), 3-0 Dagmar M. Gunnarsd. (88.)
1. deild karla
ÍR-Þór 1-0
1-0 Árni Freyr Guðnason (25).
KA-Leiknir R. 0-2
0-1 Helgi Pjetur Jóhannsson (41.), 0-2 Kristján
Páll Jónsson (55.)..
Haukar-Afturelding 3-0
Víkingur R.-Selfoss 1-2
0-1 Jón Guðbrandsson (54.), 1-1 Daníel Hjaltason
(79.), 1-2 Agnar Bragi Magnússon (86.).
ÍA-Fjarðabyggð 3-1
STAÐA EFSTU LIÐA Í DEILDINNI
Selfoss 14 10 2 2 27-15 32
Haukar 14 7 4 3 27-17 25
HK 14 7 2 5 25-20 23
Fjarðabyggð 14 7 2 5 25-22 23
Víkingur 14 6 3 5 26-21 21
KA 14 5 5 4 18-14 20
ÍR 14 6 1 7 26-32 19
ÚRSLITIN Í GÆR
FÓTBOLTI Haraldur Freyr Guð-
mundsson mun leika með Kefla-
vík út tímabilið en hann skrifaði
undir samning við félagið í gær.
Hann er enn einn Keflvíkingur-
inn sem snýr heim. Hólmar Örn
Rúnarsson, Hörður Sveinsson
og Jóhann Birnir Guðmundsson
komu aftur í fyrra og þeir Hauk-
ur Ingi Guðnason og Guðmundur
Steinarsson á þessu tímabili.
Haraldur hefur æft með Kefla-
vík síðan samningi hans við
Apollon Limassol á Kýpur var
rift. Haraldur lék síðast með
Keflavík 2004 en hélt síðan til
Noregs í atvinnumennsku áður en
hann hélt til Kýpur.
Það er klásúla í samningi Har-
aldar við Keflavík þess efnis að
finni hann ekki erlent lið eftir
sumarið muni hann leika áfram
með félaginu á næsta ári.
- egm
Haraldur Freyr til Keflavíkur:
Heima er best
AFTUR Í KEFLAVÍK Haraldur í leik með
Keflavík 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
> Komast strákarnir í úrslitaleikinn?
Íslenska 19 ára landsliðið í handbolta stendur sig
frábærlega á HM í Túnis en liðið er komið alla leið í
undanúrslitin þar sem liðið mætir heimamönnum
í dag. „Þetta er búið að vera flott mót og við erum
búnir að bæta okkur í hverjum leik,“ sagði Einar
Andri Einarsson, annar þjálfara 19 ára landsliðsins.
„Liðið hefur fína breidd og þetta
er rosalega þéttur og samstilltur
hópur,“ segir Einar en leikurinn á
móti Túnis hefst klukkan 19.00 á
morgun að íslenskum tíma. „Þetta
er bara jafn og spennandi leikur
sem getur farið hvernig sem er.
Við þurfum á öllu okkar að halda
til þess að klára það,“ sagði Einar.
FÓTBOLTI Gunnar Oddsson stýrði
æfingu hjá Þrótti í gær en það gæti
svo farið að það hafi verið hans síð-
asta æfing með liðið.
„Það er óbreytt ástand,” sagði
Gunnar Oddsson, þjálfari Þróttar,
þegar Vísir náði í hann í gær.
„Næsta skref hjá mér er bara
æfing. Það er hefðbundin æfing
daginn eftir leik,” sagði Gunn-
ar sem sagði að tíminn þyrfti að
leiða í ljós hvort staða mála myndi
breytast.
Þróttur er á botni Pepsi-deildar-
innar og hefur tapað síðustu tveim-
ur leikjum sínum með markatöl-
unni 1-5. Gunnar sagðist vera að
íhuga sína framtíð hjá félaginu
eftir tapleikinn á móti KR.
Stjórn Þróttar fundaði um fram-
tíð Gunnars í gær en Gunnar sjálf-
ur tók ekki þátt í þeim fundi. Ekki
náðist í forráðamenn Þróttar í gær
til þess að fá að vita niðurstöðu
fundarins.
Næsti leikur Þróttar er mið-
vikudaginn 5. ágúst gegn Fjölni en
næstu tveir leikir liðsins eru ein-
mitt á móti liðunum sem eru næst
þeim í töflunni, Fjölni og Grinda-
vík. Þróttur er fjórum stigum á
eftir þessum liðum. - óój / egm
Enn óvissa í kringum þjálfaramálin hjá Þrótturum:
Síðasta æfingin í gær?
ÆFÐU Á VALBJARNARVELLINUM Gunnar Oddsson stýrði æfingu hjá Þrótti en líkur eru
á því að þetta hafi hugsanlega verið síðasta æfingin hans með liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SJÖ STIGA FORSKOT Guðmundur Þór-
arinsson og félagar eru í góðri stöðu á
toppi 1. deild karla. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið-
ið er á leiðinni á EM í Finnlandi
í næsta mánuði og allar bestu
knattspyrnukonur landsins hafa
lagt mikið á sig við að undirbúa
sig sem best fyrir fyrsta stórmót
hjá A-landsliði Íslands í fótbolta.
Ein af þeim var Harpa Þorsteins-
dóttir hjá Breiðabliki en EM-
draumurinn hennar dó snögglega
á sunnudaginn þegar hún varð
fyrir því að fótbrotna í undanúr-
slitaleik VISA-bikars kvenna á
móti Fylki.
„Ég veit ekki hvort ég grét
meira út af sársauka eða tíma-
setningu. Ég var búin að stefna
á þetta mót lengi. Ég held að ég
hafi sjaldan verið í betra formi
þannig að þetta er mjög svekkj-
andi,“ segir Harpa.
„Ég er á undan í boltann og hún
tekur fótinn. Þetta var algjört slys
að sjálfsögðu því það ætlar sér
enginn að fótbrjóta neinn. Þetta
er bara boltinn,“ sagði Harpa en
Fylkisstelpan sem varð fyrir því
að fótbrjóta hana hefur þó ekki
haft samband við hana eftir atvik-
ið.
„Ég er búin að tala við lands-
liðsþjálfarann og einhverja aðila
hjá KSÍ. Margar af stelpunum
hafa líka talað við mig þannig að
ég er búin að fá flottan stuðning,“
segir Harpa sem meiddist strax á
4. mínútu leiksins og var í kjölfar-
ið flutt á sjúkrahús.
„Ég fór upp á slysadeild og þar
kom í ljós að minni súlan í leggnum
var brotin. Ökklinn var líka gliðn-
aður þannig að ég þurfti að fara í
aðgerð. Ég fór í aðgerðina um leið
og ég gat og það gekk allt mjög vel
fyrir sig. Næsta skref er að vera
með löppina upp í loft næstu sex
vikurnar. Ég á að fara aftur í rönt-
gen og endurmat í september,“
segir Harpa og bætir við:
„Ég veit voðalega lítið en ég fékk
upplýsingar frá Reyni Björnssyni
landsliðslækni um að það væru að
minnsta kosti fjórir til sex mánuð-
ir þangað til ég get farið að beita
fætinum eitthvað aftur,“ segir
Harpa.
Harpa játar að hún hafi sjald-
an verið jafnörugg með sæti sitt í
landsliðshópnum og nú enda hefur
hún spilað mjög vel með Blikum í
sumar. „Þetta eru eiginlega fyrstu
meiðslin sem ég lendi í. Tímasetn-
ingin er líka enn grátlegri í því
ljósi. Maður verður bara að hugsa
þannig að það komi annað stór-
mót eftir þetta. Ég fer bara á HM
í staðinn,“ segir Harpa með sann-
færingarkrafti og vonandi rætist
draumur hennar eitthvert annað
ár.
Erna Björk Sigurðardóttir, fyr-
irliði Breiðabliks, og félagar henn-
ar og Hörpu úr Breiðabliksliðinu
heimsóttu hana í gærkvöldi. „Þetta
er fyrst og fremst ömurlegt fyrir
hana sjálfa að missa af endinum á
tímabilinu með Breiðabliki og svo
að missa af EM með landsliðinu.
Þetta er líka mjög leiðinlegt fyrir
Breiðablik því við erum ekki með
það breiðan hóp. Þetta er mikill
missir fyrir okkur,“ segir Erna og
hún segir að Harpa hafi lagt mikið
á sig við að undirbúa sig sem best
fyrir EM.
Harpa er viss um að Blikastelp-
urnar spjari sig án hennar. „Ég
mun sýna þeim andlegan stuðning
og ég hef engar áhyggjur því ég
veit að þær klára þetta fyrir mig,“
segir Harpa að lokum.
ooj@frettabladid.is
Ætlar bara að fara á HM í staðinn
„Ég veit ekki hvort ég grét meira út af sársauka eða tímasetningu,“ sagði Blikinn Harpa Þorsteinsdóttir sem
missir af EM í Finnlandi eftir að hún fótbrotnaði í bikarleik á móti Fylki á sunnudaginn.
GÓÐ HEIMSÓKN Félagar Hörpu í Breiðabliki heimsóttu hana í gær og veittu henni
stuðning. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR