Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 10
10 12. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR WWW.SVAR.IS SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 ALLAR TECAIR FARTÖLVUTÖSK UR Á 30% AFSLÆTT I SKÓLATILBOÐ! 119.900 ACER AS PIRE 553 6 Öflug fartö lva með st órum og b jörtum 15. 6“ skjá. Þæg ilegt lyklab orð með ta lnaborði o g nýjasta ky nslóð sner timúsar. Ö flugur tveg gja kjarna örg jörvi, 3GB vinnslumi nni, 250GB harður dis kur og ATi Radeon 3 200 skjáko rt. FARTÖLVUB AKPOKI FYLGIR FRÍ TT MEÐ! NÁTTÚRA Stórir ísjakar mynduðu á dögunum mikla stíflu við útfallið undir brúnni yfir Jökulsá á Breiðamerkur sandi. Um tíma var talið að jakarnir gætu skemmt brúna. Jökulsárlón er eitt merki- legasta fyrirbærið í íslenskri nátt- úru og hefur gríðarlegt aðdráttar- afl fyrir ferðamenn. Stíflan brast endanlega í gær. Stíflan myndaðist við útfallið úr Jökulsárlóni þegar stórir jakar fest- ust á grjótþröskuldi undir brúnni og röðuðust þar upp margir saman. Vatnið komst þó í rennum sitt hvoru megin við stífluna en mjög stór jaki fór undir miðja brúna og var ekki nema einum og hálfum til tveim metrum frá brúargólfi. Á vef Vega- gerðarinnar er atvikið metið svo að hætta hafi verið á að jakarnir skemmdu brúna. Grjótþröskuldi var komið fyrir innan við brúna í þeim tilgangi að stórir jakar strandi þar fyrir innan og haldist í lóninu. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að stórir jakar skemmi brúna. Árið 2006 var bætt í þröskuldinn en samkvæmt nýjum mælingum hefur hann lækkað um fjóra metra á þrem- ur árum. Nú er stórstreymt og því komast stórir jakar yfir þröskuld- inn og undir brúna. Árið 1993 var ákveðið að leggja fé í rannsóknir á því hvernig tryggja mætti vegasamband á hringvegin- um. Strandlínan hafði þá færst inn um 8,5 metra á ári að meðaltali og talið raunhæft að brúin, sem var tekin í notkun árið 1967, gæti orðið náttúruöflunum að bráð. Jökulsárlónið er nú orðið um átján ferkílómetrar að stærð og fer stækkandi af því að Breiðamerk- urjökull hopar stöðugt. Mælingar á þykkt jökulsins hafa leitt í ljós að hann liggur í lægð sem er undir sjávarmáli á um tuttugu kílómetra vegalengd til norðurs. Fer dýpi vax- andi innan við núverandi jökulrönd og nær mest rúmlega 280 metra undir sjávarmál. Á vegaáætlun fyrir árið 2009 var eyrnamerkt fé til að styrkja grjótþröskuldinn en vegna efna- hagsástandsins eru þær áætlanir í uppnámi, að því segir á vef Vega- gerðarinnar. svavar@frettabladid.is Klakastífla ógnaði brúnni yfir Jökulsá Framburður ísjaka stíflaði á dögunum útrennsli Jökulsár á Breiðamerkursandi og var um stund talið að brúin gæti skemmst. Vegna kreppu verður líklega hætt við nauðsynlegar framkvæmdir við brúna. KLAKASTÍFLA Jakarnir sem stífluðu árfarveginn við brúna eru gríðarstórir og vega hundruð tonna. Þegar myndin var tekin var farið að losna um stífluna. MYND/VEGAGERÐIN-SVEINN ÞÓRÐARSON ÞÝSKALAND, AP Dómstóll í München í Þýskalandi dæmdi í gær Josef Schöngraber, níræðan fyrrver- andi foringja í þýska hernum, í lífstíðarfang- elsi fyrir stríðs- glæpi. Sannað þótti að hann hefði í júní 1944 látið loka ellefu óbreytta ítalska borgara inni í hlöðu og sprengt hana í loft upp til að hefna fyrir árás andspyrnumanna. Aðeins einn af þeim sem lokaðir voru inni í hlöðunni komst lífs af, og bar hann vitni gegn Schöngraber. Lögmaður Schöngrabers sagði í gær dóminum verða umsvifalaust áfrýjað. - bj Níræður í lífstíðarfangelsi: Lét sprengja fólk í loft upp JOSEF SCHÖNGRABER EFNAHAGSMÁL „Við lítum svo á að það sé kominn tími til að við Íslendingar, sem erum sérfræð- ingar í að rífast innbyrðis, rísi upp úr pólitískum hjólförum og sýni að við erum ein þjóð sem stendur saman þegar skórinn kreppir,“ segir Jóhannes Þ. Skúla- son, meðlimur í hinum svokallaða InDefence-hópi. Hópurinn boðar til samstöðu- fundar á Austurvelli klukkan 17 á morgun, fimmtudag. Jóhannes tekur fram að ekki sé um mót- mæli að ræða, og því sé óþarfi að taka potta og sleifar með. Jóhannes segir hópinn treysta þingmönnum til að taka réttar ákvarðanir í Icesave-málinu. Fundinum sé því öðru fremur ætlað að sýna umheiminum að Íslendingar vilji sanngjarna lausn á málinu og sætti sig ekki við þá afarkosti sem þeim séu settir. Á fundinum verða fluttar stutt- ar ræður og búast má við því að landsþekktir tónlistarmenn troði upp, segir Jóhannes. Hann segir erlenda fjölmiðla hafa boðað komu sína, og því ríði á að sýna samstöðu með því að mæta. Segja má að fundurinn sé liður í kynningarstarfi sem InDefence- hópurinn hefur skipulagt, og verður fréttum af fundinum fylgt eftir með greinaskrifum um stöðu Íslands og Icesave-málið í erlend- um fjölmiðlum, segir Jóhannes. - bj InDefence boðar til samstöðufundar á Austurvelli: Íslenska þjóðin rísi úr pólitísku hjólförunum DANMÖRK Tveir þýskir ferðamenn drukknuðu í sjónum undan ströndinni vestur af Ringköbing um hádegisbil í gær. Um var að ræða feðgin, unga konu og föður hennar. Eftir að konan lenti í sterkum straumi reyndi faðir hennar að hjálpa henni. Þau drukknuðu hins vegar bæði. Unnusti konunnar reyndi að koma þeim báðum til bjargar, en tókst ekki. Hann liggur nú á sjúkrahúsi. Aðeins tvær vikur eru síðan enn annar Þjóðverji drukknaði við danska strönd að fjölskyldu sinni aðsjáandi. - þeb Harmleikur á danskri strönd: Þýsk feðgin drukknuðu PARÍS, AP Sómalískir mannræn- ingjar slepptu í gær fjórum evr- ópskum hjálparstarfsmönnum og tveimur kenískum flugmönn- um þeir höfðu haldið í níu mán- uði. Frönsk hjálparsamtök stað- festu að fólkið hefði verið látið laust, og það væri við góða heilsu. Tveir hjálparstarfsmann- anna voru Frakkar, einn Belgi og einn Búlgari. Þeim var rænt með vopna- valdi þegar bílalest, sem var á leið til Keníu, var veitt fyrir- sát í nóvember. Mannrán eru tíð í Sómalíu, þar sem stjórnleysi hefur ríkt síðustu ár. - bj Hjálparstarfsmönnum sleppt úr haldi mannræningja: Voru níu mánuði í gíslingu VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið hefur lagt tíu milljóna króna stjórn- valdssekt á Nýsi hf. fyrir ítrek- uð brot á lögum um verðbréfavið- skipti. Um er að ræða þrjú brot sem framin voru á fyrri hluta árs 2008. Fyrsta brotið var í janúar 2008, þegar Kauphöllin staðfesti verðbréfalýsingu Nýsis vegna víx- ils. Í lýsingunni var ekki greint frá því að endurfjármagna þyrfti skammtímaskuldir félagsins, þótt það hefði legið fyrir. Það er brot gegn ákvæðinu um upplýsingar í lýsingu. Laust eftir miðjan mars féllu skuldabréf Nýsis í gjalddaga, en félagið greindi Kauphöllinni ekki frá þessu fyrr en þremur mánuð- um síðar. Það er brot gegn ákvæði um upplýsingaskyldu. Þriðja brotið var framið 1. apríl, þegar Nýsir náði samkomulagi við kröfuhafa um greiðslufrest, en birti ekki opinberlega um það upp- lýsingar. Það brýtur gegn ákvæði um viðbótarupplýsingar. Það var mat Fjármálaeftirlits- ins að brotin væru alvarleg og sýndu fram á ítrekaðan brota- vilja. Í því ljósi var ekki talið rétt að ljúka málinu með sátt. Nýsir var alþjóðlegt þekking- ar- og fjárfestingarfélag frá árinu 1991 og var meðal annars annar eigenda Portusar, sem sá um byggingu Tónlistarhússins. Félag- ið var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrra og er nú í ríkiseigu. - sh Nýsir sektað fyrir ítrekuð brot á lögum um verðbréfaviðskipti: FME sektar Nýsi hf. um tíu milljónir TÓNLISTARHÚSIÐ Nýsir var annar eigenda Portusar, sem sá um að reisa Tónlistarhúsið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BARACK OBAMA Bandaríkjaforsetinn Barack Obama heilsaði upp á fólk eftir að hann hélt tölu um heilbrigðiskerfið í menntaskóla í Portsmouth í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.