Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 34
 12. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is WILLIAM BLAKE LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1827. „Sannleikur sem er sagður af illum ásetningi er verri en allar lygar.“ Blake var enskt skáld, list- málari og bókagerðar- maður. Foreldrar hans voru utankirkjufólk og Blake varð ungur fyrir miklum áhrifum frá Biblí- unni. Þá hélt hann því fram frá unga aldri að hann sæi sýnir. Þennan dag árið 1957 voru stöðumælar tekn- ir í notkun í Reykja- vík. Þá voru settir upp 274 mælar og við flest- ar götur var gjaldið ein króna fyrir fimmtán mínútur og tvær fyrir hálftíma, sem var há- markstími í miðborg- inni. Þar sem voru bíla- stæðatorg, eins og við Kirkjutorg, við Hótel Ís- land í Austurstræti og á horni Tjarnargötu og Kirkjustrætis, var gjaldið helmingi lægra og hægt að greiða fyrir allt að tvo tíma í einu. Carl C. Magee fann upp fyrsta stöðumælinn og var sá fyrsti settur upp í heima- borg hans Okla- homa hinn 16. júlí árið 1935. Fyrstu stöðumælarnir voru með pen- ingarauf og sveif til að setja klukk- una í gang ásamt vísi sem sýndi hversu mikið var eftir af þeim tíma sem bíllinn mátti vera í stæð- inu. Slíkir mælar voru notaðir nán- ast óbreyttir í fjörutíu ár en rafrænir stöðumælar með stafrænum skjá komu fram á sjónarsviðið um miðj- an níunda áratuginn. ÞETTA GERÐIST 12. ÁGÚST ÁRIÐ 1957 Stöðumælar teknir í notkun „Ég hef haft í nógu að snú- ast undanfarin ár enda í tvö- földu námi,“ segir Dodda Maggý, en hún hefur nýlokið mastersnámi í myndlist við Konunglegu dönsku listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn ásamt nýju námi á masters- stigi sem ber heitið Nordic Sound Art. „Það er samstarfsverk- efni á milli listaháskólanna í Kaupmannahöfn, Malmö, Ósló og Þrándheimi en við vorum níu nemendur sem ferðuðumst á milli þessara skóla og sérhæfðum okkur í hljóðlist. Þrátt fyrir mikinn þeyting er þetta frábært nám sem veitir bæði faglega og tæknilega þekkingu auk þess sem við fengum tækifæri til að kynnast fjölda fólks í fag- inu,“ segir Dodda Maggý en hún er fyrsti Íslendingurinn sem lýkur þessu námi. Hún hefur verið búsett í Malmö í Svíþjóð undanfarin ár en er nýkomin aftur til landsins. Dodda Maggý tvinnar menntunina saman í verk- um sinum en hún vinnur að mestu með vídeó, hljóð og tónlist. „Ég reyni að skapa einhvers konar andrúmsloft eða tilfinningu og bý til eins konar sögur sem eru þó mjög opnar fyrir túlkun áhorfand- ans.“ Útskriftarverkefni Doddu Maggýar voru eðli málsins samkvæmt tvö. „Útskriftar- verkefnið mitt frá Nordic Sound Art heitir Lucy en verkefnið frá Konunglegu dönsku listaakademíunni í Kaupmannahöfn I’m not here. Hið fyrrnefnda er hljóð- og vídeóverk en hið síðarnefnda hljóðlaust vídeó- verk.“ L i s t s k ö p u n D o d d u Maggýar hefur farið víða en hún hefur tekið þátt í fjölda myndlistarsýninga víðs vegar um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi, Skotlandi, Nýja-Sjálandi, Hong Kong, Danmörku, Svíþjóð, Nor- egi, Finnlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Eistlandi, Lettlandi og á Íslandi. Sýn- ingin Rotate, sem er á vegum Vane-gallerísins sem Dodda Maggý hefur unnið með und- anfarin ár, stendur nú sem hæst í Contemporary Art Society í London en þar er að finna verk eftir hana og sextán aðra listamenn. Sýn- ingunni lýkur hinn 25. sept- ember. vera@frettabladid.is DODDA MAGGÝ: MEÐ MASTERSGRÁÐU Í MYNDLIST OG Í NORDIC SOUND ART Vídeó og hljóð HEFUR SÉRHÆFT SIG Í HLJÓÐLIST Dodda Maggý er fyrsti Íslendingur- inn sem útskrifast frá Nordic Sound Art. MYND/PJETUR Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Guðmundur Marinósson Hrísmóum 1, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudag- inn 10. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Guðmundsdóttir Gísli Blöndal Guðrún Guðmundsdóttir Rúnar Helgi Vignisson Christian Marinó, Arnar Már, Guðmundur Ragnar, Ísak Einar og Þorri Geir. Elskuleg móðir mín og systir okkar, Unnur Ketilsdóttir frá Ísafirði, Kleppsvegi 120, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. ágúst kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á FAAS eða Minningarsjóð Skjóls. Auður Bjarnadóttir Ása Ketilsdóttir Dóra Ketilsdóttir Guðmundur Ketilsson og fjölskyldur. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, afi og langafi, Guðmundur Magnússon byggingameistari, Akranesi, er lést á Sjúkrahúsi Akraness 31. júlí, verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju 14. ágúst kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Oddfellowstúkurnar á Akranesi eða Sjúkrahús Akraness. Ástríður Þ. Þórðardóttir Emil Þór Guðmundsson Guðbjörg Kristjánsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Gunnar Sigurðsson Ingibjörg Guðmundsdóttir Jón B. G. Jónsson Þórey G. Guðmundsdóttir Leifur Eiríksson Sigríður Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Trausti Adolf Ólason Ásholti 2a, Hauganesi, lést að heimili sínu laugardaginn 8. ágúst. Útförin fer fram í Stærri-Árskógskirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 16.00. Þorvaldur Traustason Arnleif Gunnarsdóttir Víkingur Traustason Harpa Pálsdóttir Hermann Traustason Gerður Þorvaldsdóttir Örn Traustason Berglind Sigurðarsóttir Anna Traustadóttir Kristinn Sigfússon Sigríður Traustadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför Hauks Júlíussonar Klapparhlíð 1, Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- þjónustunnar Karitas, Helga H. Helgasyni lækni og öllu starfsfólki 11-B og 11-E á Landspítalanum við Hringbraut. Lára I. Ágústsdóttir Ingibjörg Hauksdóttir Sverrir Ólafsson Þór Hauksson Guðný María Jónsdóttir Ásgerður Hauksdóttir Þorsteinn Bjarnason og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, Þórarinn Ingibergur Ólafsson Iðavöllum 4, Grindavík, andaðist að dvalarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þriðjudaginn 4. ágúst. Útförin verður frá Grindavíkurkirkju næstkomandi föstudag klukkan 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Grindavíkurkirkju njóta þess. Guðveig Sigurlaug Sigurðardóttir Sævar B. Þórarinsson Edda Axelsdóttir Helga Þórarinsdóttir Hjörtur Gíslason Ingibjörg Þórarinsdóttir Bartley Svala Þórarinsdóttir Heller Thomas Heller afa- og langafabörn. Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, Jökull Ólafsson lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. júlí. Útförin fer fram í Digraneskirkju fimmtudaginn 13. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda Jóhann Ólafur Jökulsson Þorbjörg Jóna Guttormsdóttir Guðný Unnur Jökulsdóttir Helgi Pétursson Sonja Jóhannsdóttir Logi Jóhannsson Ágúst Benóný Helgason Atli Stefán Helgason Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Unnars Erlings Björgólfssonar Barðastöðum 7, áður til heimilis á Eskifirði. Jónína Jónsdóttir Helga Kristín Unnarsdóttir Oddur Sigurðsson Heiður Unnarsdóttir Bjarki Unnarsson Dröfn Þórisdóttir Björk Unnarsdóttir Bogi Nils Bogason og afabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Steinar Þórólfsson frá Hraunkoti, til heimilis að Skarðshlíð 38f, Akureyri, lést laugardaginn 8. ágúst á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. ágúst kl. 10.30. Halldóra Vilhelmsdóttir Sigurður Vilhelm Steinarsson Ágústa Kristín Bjarnadóttir Þóra Björg Steinarsdóttir Davíð Kristinsson Jón Gunnar Steinarsson Kristín Skjaldardóttir Kristján Geir Steinarsson Eydís Linda Kristinsdóttir Sigrún María Steinarsdóttir Elmar Arnarson Hermann Ingi Steinarsson og barnabörn. MOSAIK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.