Fréttablaðið - 12.08.2009, Page 18
12. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR2
„Þegar keyrt er með aftaníhengi
eins og hestakerrur, fellihýsi eða
hjólhýsi niður brekkur þá reynir
óhjákvæmilega á hemla ökutæk-
isins ef menn skipta ekki niður í
lágu gírana. Þá getur álagið orðið
of mikið og bremsurnar yfirhitn-
að,“ segir Hróbjartur og útskýr-
ir það ferli nánar. „Það kemur
gljái á bremsuborðana og við-
námið þverr hratt þannig að allt í
einu er bíllinn orðinn bremsulaus.
Þetta gerist einkum ef bremsur
á aftaníhenginu eru ekki í lagi.“
Hann segir hættuna ekki sísta ef
um sjálfskipta bíla er að ræða.
„Margir halda að þeir eigi alltaf
að keyra í D á sjálfskiptum bílum
en það er gírkassi á þeim og við
vissar aðstæður þarf að skipta
handvirkt í lágu gírana til að láta
þá halda við. Þessu áttar fólk sig
ekki alltaf á.“
Hróbjartur segir aftanívagna
stundum selda grandalausu fólki
sem veit ekki hvað það er að kaupa
enda sé misjafnt hvort felli- og
hjólhýsi séu með bremsum. „Lengi
vel komu hingað vagnar sem eng-
inn almennilegur hemlabúnaður
var á og þeir eru enn í umferð en í
seinni tíð hefur búnaðurinn orðið
vandaðri,“ segir hann.
Á þessu ári urðu allir ferðavagn-
ar bæði skráningar- og skoðunar-
skyldir. Hróbjartur telur það af
hinu góða. „Fram að þessu hefur
ekki verið skylda að færa þessi
tæki til skoðunar og þess vegna
hefur því ekki alltaf verið fylgt
nógu vel eftir að þau séu í lagi,“
segir hann. gun@frettabladid.is
Bremsur geta yfirhitnað
Hemlabúnaður bifreiða getur orðið óvirkur þegar ekið er niður langar brekkur ef álagið á hann verður of
mikið. Hróbjartur Ágústsson, bifvélavirki og leiðbeinandi í meiraprófnámskeiðum, lýsir því.
„Á leið niður brekkur þarf að skipta í lágu gírana til að láta þá halda við,“ segir Hró-
bjartur og skellir olíu á vélina sem hann er að laga. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BLÁA LÓNIÐ á auknum vinsældum að
fagna meðal Íslendinga. Heimsóknum þeirra
í júlí fjölgaði um 26 prósent miðað við sama
mánuð í fyrra.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki