Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 38
22 12. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR Nicole Richie situr ekki auðum hönd- um þessa dagana. Hún setti nýverið á markað skartgripa- línu og hefur nú tekið að sér að hanna óléttufatn- að fyrir merkið A pea in the pod, en Richie er ófrísk og á von á öðru barni sínu í september. „Ég reyndi því að hanna fötin þannig að konum finnist gaman að vera í þeim á meðan þær eru ófrískar,“ sagði Richie. Hannar óléttuföt Platan Blue Lagoon Soundtrack 2 með plötusnúðinum Margeiri kemur í verslanir á föstudaginn. Fyrsta platan í seríunni, sem kom út 2006, hefur selst í rúmlega 5.000 eintökum. Alls eru sextán lög af fjölbreyttum toga á nýju plötunni. Hljómsveitirnar Air og Bat for Lashes eiga þar lög, auk þess sem Hauk- ur Morthens og Erla Þorsteinsdóttir syngja lagið Þrek og tár frá árinu 1958. Einnig er á plötunni glæný Gluteus Maximus Rework- útgáfa af laginu Hafið með Hjálmum. Óvenjulegt er að plata með samsettri tón- list seljist í þúsundum eintaka hér á landi en fyrsta Bláa lóns-platan er undantekningin á því. „Mér skilst að þetta sé góður árang- ur hjá svona tónlist því þetta er ekki beint poppaðasta tónlistin í bransanum,“ segir Margeir, sem fékk hugmyndina að plöt- unni þegar hann var að spila í Bláa lóninu. Spurður um ástæðurnar fyrir velgengn- inni segist hann búa yfir sérstakri töfrafor- múlu til að búa til svona plötu. „Eins og allt sem maður gerir snýst þetta um að vera trúr sjálfum sér og setja smá tilfinningu í verk- ið. Þú laumar inn perlum sem hafa kannski gleymst og einhverju sem hefur ekki heyrst annars staðar. Og svo klippir þú út öll saxóf- ónsóló,“ segir hann og hlær. „Þetta á að vera þægileg tónlist með smá broddi. Það er heill iðnaður úti í heimi þar sem menn búa til tón- list inn á svona diska og ég hef fengið veður af þessu í gegnum þessa vinnu mína. Haf- andi hlustað á alla þessa diska, þótt þeir séu gífurlega vinsælir og ágætir til síns brúks, er eins og það vanti einhverja sál í þá. Þetta er svo augljós fjöldaframleiðsla og það er nokkuð sem ég vil forðast.“ Útgáfutónleikar verða haldnir í Bláa lón- inu á laugardaginn á milli 14 og 16. „Þeir sem hafa mætt í Bláa lónið á svona uppák- omur vita að það er atburður sem maður má ekki missa af. Það eru einhverjir töfrar sem myndast þegar fólk er ofan í lóninu og tón- listargjörningur fer fram,“ segir Margeir og bætir við að allir séu velkomnir á tónleik- ana, jafnt fjölskyldufólk sem aðrir. freyr@frettabladid.is Býr yfir töfraformúlunni MARGEIR INGÓLFSSON Platan Blue Lagoon Soundtrack 2 með Margeiri kemur í verslanir á föstudaginn. NICOLE RICHIE > SEST Á SKÓLABEKK Leikkonan Ashley Judd, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Kiss the Girls, mun hefja meistaranám í al- mennri stjórnsýslu við hinn virta Cambridge-háskóla í haust. Leikkonan hefur lítið leikið síðastliðin ár en þess í stað einbeitt sér að mann- úðarstarfi. Fyrir er Judd með gráðu í frönsku frá Háskólan- um í Kentucky. folk@frettabladid.is Ný heimildarmynd eftir Bjarna Gríms og Frosta Jón Runólfsson um för hljómsveit- arinnar Hjálma til Jamaíka verður frumsýnd föstudag- inn 21. ágúst kl. 21 í Austur- bæ. Eftir sýningu myndarinn- ar leika Hjálmar lög af plötu sem er væntanleg í septemb- er. Með þeim á tónleikunum kemur fram Cat Coore, söngv- ari hljómsveitarinnar Third World, sem stjórnaði upptök- um á plötunni á Jamaíka, auk þess sem fleiri þarlendir tón- listarmenn eru væntanleg- ir. Einnig stígur með þeim á svið brasssveit Samúels J. Samúelssonar. „Ég held að þetta verði svolítið skemmti- legt. Við leggjum alla vega allt í þetta,“ segir Kiddi í Hjálm- um. Hann segir að heimild- armyndin, sem heitir Hærra ég og þú, sé æðislega góð. „Ég vissi ekki hverju ég átti von á því maður veit aldrei með svona myndir en hún kom mér mjög á óvart.“ Myndin var tekin upp í maí á þessu ári á meðan Hjálmar dvöldu á Jamaíka við upptök- ur í hljóðverunum Tuff Gong og Harry J. í höfuðborginni Kingston. Myndin veitir inn- sýn í hljóðversvinnu hljóm- sveitarinnar auk þess sem skemmtilegri mynd er brugð- ið upp af Jamaíka og fólkinu sem landið byggir. Platan, sem Hjálmar tóku einnig upp í Hljóðrita í Hafn- arfirði, nefnist IV. Hún inni- heldur tíu lög en heimildar- myndin fylgir jafnframt með í pakkanum. Platan kemur einnig út á vínyl, rétt eins og raunin verður með síðustu þrjár plötur sveitarinnar. Miðaverð á frumsýningu heimildarmyndarinnar og tón- leikana er 2.900 krónur. - fb Hjálmar sýna heimildarmynd HJÁLMAR Hljómsveitin Hjálmar frumsýnir heimildarmyndina Hærra ég og þú í Austurbæ 21. ágúst.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.