Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 28
 12. ÁGÚST 2009 MIÐVIKUDAGUR6 Atvinnuleitendur geta sótt um fjárstyrk hjá Vinnumálastofn- un til að fara í nám eða á nám- skeið. Sigurður P. Sigmunds- son segir það geta styrkt stöðu viðkomandi á atvinnumarkaði. „Við styrkjum atvinnulausa með ýmsu móti og er ein leiðin að veita þeim fjárstyrk til að geta stundað nám eða sótt námskeið að gefnu því að ákveðnar forsend- ur séu fyrir hendi og tiltekin skil- yrði uppfyllt,“ segir Sigurður P. Sigmundsson, sviðsstjóri rekstr- arsviðs Vinnumálastofnunar í Hafnarhúsinu. Hann bendir á að í fyrsta lagi sé ekki sjálfgefið að atvinnulaus- ir fái fjárstyrk. „Það verður að vera sameiginleg niðurstaða at- vinnuleitanda og ráðgjafa,“ út- skýrir hann og bætir við að þar sem markmiðið sé að auka mögu- leika viðkomandi á íslenskum at- vinnumarkaði sé aðeins horft til starfstengds náms. „Þarna er auðvitað átt við nám eða námskeið sem hæfa atvinnu- leitanda og nýtast honum í at- vinnuleit, hvort sem það teng- ist skrifstofustörfum, bókhaldi, photoshop eða öðru. Nám sem tengist eingöngu áhugamálum viðkomandi er síður inni í mynd- inni eða annað sem ekki er talið að muni styrkja hann á vinnu- markaði.“ Í öðru lagi segir Sigurður frek- ar horft til styttri námskeiða eða náms. „Þetta er hugsað til skemmri tíma, kvöld- eða helgar- námskeið falla undir það og helst er engin tilslökun í því,“ útskýrir hann og bætir við að gott framboð sé af slíkum námskeiðum. „Svo getur teygst á því, stundum upp í þrjá mánuði.“ Fjárstyrk til að stunda nám eða námskeið segir hann jafnframt eingöngu standa atvinnulausum til boða, en ekki þeim sem eru með skert vinnuhlutfall. „Enda er það fólk ekki atvinnulaust, í leit að vinnu.“ En hversu hár er styrkurinn? „Hann getur að hámarki numið 50 prósentum af námsskeiðsgjaldi en verður ekki hærri en 70.000 krón- ur á önn eða á hverjum þrettán vikum,“ segir Sigurður og bætir við að stéttarfélög styrki einn- ig atvinnuleitendur til að stunda atvinnutengt nám eða námskeið. „Svo má nú gera ráð fyrir að fólk greiði hluta af þessu sjálft.“ - rve Atvinnulausir geta sótt um námsstyrki Sigurður segir Vinnumálastofnun eingöngu styrkja þá til að stunda nám sem upp- fylla tiltekin skilyrði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Menntamenn nefnist fyrir- tæki í burðarliðnum sem mun sérhæfa sig í stuðningskennslu fyrir grunn- og framhalds- skólanema. Það verður til húsa í Menntaskólanum við Sund. Sá sem stendur á bak við það er Bjarki Gunnarsson, masters- nemi í verkfræði. „Til að byrja með verður hægt að panta einkakennslu og skrá sig á námskeið fyrir fjóra til sex,“ segir Bjarki um fyrirkomulag kennslunnar hjá Menntamönnum. „Kennarinn er í góðum tengslum við nemendur á svo litlum nám- skeiðum og þeir eru ófeimnir við að leita aðstoðar,“ segir hann og kveðst tala af reynslu. „Það er svo algengt í stórum bekkjum að kennarinn útskýri eitthvað sem aðeins helmingur nemend- anna skilur en hinir þora ekki að spyrja af ótta við að gera sig að fífli,“ útskýrir hann. Kennsl- an fer fram eftir að venjulegum skóladegi lýkur klukkan fimm og staðurinn er Menntaskólinn við Sund. Þar er þægileg og aðgengi- leg aðstaða að sögn Bjarka. Bjarki kveðst hafa stundað talsverða einkakennslu jafnframt sínu námi, einkum í stærðfræði. Þó hafi verið lítið um hana síðustu tvö árin nema hvað einn nemandi úr MR hafi beðið hann um aðstoð síðastliðið vor. „Þá fann ég hvað ég hafði sterka hvöt til að kenna og gat varla talað um annað við kærustuna mína en að mig lang- aði að stofna fyrirtæki kringum svona stuðningskennslu.“ Þess má geta að í sumar var Bjarni einn þeirra 300 sem sóttu frítt námskeið í Háskólanum í Reykjavík um stofnun fyrirtækja. Þar skiluðu um tuttugu manns inn viðskiptaáætlunum og hann hlaut fyrstu verðlaun úr þeim hópi fyrir viðskiptaáætlunina að því fyrirtæki sem hann er nú að koma á fót. Hann segir þjónustu þess standa grunn- og menntaskóla- nemum til boða en einnig muni einhver námskeið kennd á há- skólastigi, þá aðal lega í raun- greinum enda sé hann búinn að fá nokkra kennara til liðs við sig í þeim greinum og einnig frönsku, spænsku og dönsku. „Svo er ég að leita að fleirum í hópinn, til dæmis kennara í íslensku og þýsku.“ Nú vinnur Bjarki meðal ann- ars að því að setja upp heimasíðu Menntamanna www.study.is sem á að verða komin í gagnið innan fárra daga. - gun Hef sterka hvöt til að kenna Bjarki fékk fyrstu verðlaun fyrir viðskiptaáætlun sína að fyrirtækinu Menntamönn- um sem hann er að stofna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Stærstu tíðindin hjá okkur eru að við stefnum á að opna erlenda deild. Markmiðið er að hún fari í gang um áramótin,“ segir Böðvar Bjarki Pétursson, stjórnarformað- ur Kvikmyndaskóla Íslands. „Það einkennilega við þessa kreppu er að Ísland hefur verið auglýst óskaplega vel úti í heimi. Það hefur gert það að verkum að við höfum fengið fjölda fyrirspurna alls stað- ar að úr heiminum.“ Vegna erlendra fyrirspurna setti Kvikmyndaskólinn af stað markaðsátak og opnaði heimasíð- una www.icelandicfilmschool.is. „Hún er opin núna. Við auglýstum líka á Facebook í nokkra daga og fengum tugi fyrirspurna,“ útskýr- ir Böðvar. Að sögn hans verður deildin uppbyggð eins og sú íslenska og mun starfa við hlið hennar. „Hún verður hér á Íslandi hjá okkur. Við ætlum okkur að flytja inn nemend- ur í stórum stíl og búa til gjaldeyri af því að nú erum við orðin sam- keppnishæf um verð.“ - mmf Erlend kvikmyndadeild Böðvar Bjarki segir undirbúning erlendrar deildar í fullum gangi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.