Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 30
 12. ÁGÚST 2009 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Nýbygging Háskólans í Reykja- vík þýtur upp í sunnanverðri Öskjuhlíðinni. Framkvæmdin er í höndum verktakafyrirtækisins Ístaks. Húsið er þrjátíu þúsund fermetrar að stærð og líkur eru á að hægt verði að taka tvo þriðju þess í notkun um næstu áramót, að sögn Þorkels Sigurlaugssonar framkvæmdastjóra. „Við stefnum að því að flytja inn í 22.000 fermetra húspláss í nýju byggingunni í byrjun næsta árs og tæma þá húsnæðið í gamla Morg- unblaðshúsinu í Kringlunni 1 og á Höfðabakka 9. Hins vegar ætlum við að halda húsinu í Ofanleiti til haustsins 2010, þá á allt nýja húsið að verða tilbúið.“ Þorkell segir Háskólann í Reykjavík ekki eiganda húsnæðis, hvorki þess nýja né gamla, held- ur sé um langtímaleigu að ræða í báðum tilvikum. - gun Hið nýja hús Háskólans í Reykjavík tekur óðum á sig endanlega mynd í höndum smiðanna hjá Ístaki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ný skólabygging verður tilbúin um áramótin ● FERÐAÞJÓNUSTAN FREISTAR Umsóknir um nám við ferðamáladeild Há- skólans á Hólum eru um 60 talsins fyrir næsta skólaár og það er um 40 prósent fjölg- un frá því í fyrra að því er Guð- rún Helgadóttir prófessor og stjórnandi þeirrar deildar upp- lýsir. Fyrir í námi eru um fjöru- tíu svo nú stefnir í hundrað manna hóp í ferðamáladeild sem skiptist í þrjár braut- ir, viðburðastjórnun, diplóma í ferðamálafræði og BA-nám í sömu grein sem tekur þrjú ár. Það býðst nú allt í fjarnámi í fyrsta sinn. Þó er lögð áhersla á að nemendur komi heim að Hólum fjórum til sex sinnum á vetri, að sögn Guðrúnar og fyrsta kennsluvikan í hverjum árgangi sé ávallt þar. Spurð um ástæður hins mikla ferðamálaáhuga landans svarar Guðrún: „Við finnum fyrir óvissuástandinu í þjóðfélaginu eins og allir. Aðstæður fólks eru breyttar og það er meiri hreyf- ing á því en áður. Fyrirspurnir um nám hafa verið stöðugar frá því fyrrahaust, ekki bara hjá fólki sem hefur misst vinn- una heldur eru líka margir að hugsa um að láta draumana rætast og breyta um starfsvett- vang og ferðaþjónusta og við- burðastjórnun eru skemmtileg viðfangsefni.“ - gun „Við erum með nýja línu í grunn- náminu sem heitir alþjóðafræði og er að fara af stað í fyrsta skipti núna,“ segir Ingibjörg Guðmunds- dóttir, kennslustjóri Háskólans á Bifröst. „Um áramótin munum við svo byrja með nám í evrópskum viðskipta- og félagarétti til LLM- gráðu.“ Þegar Ingibjörg er innt eftir því af hverju ákveðið hafi verið að bjóða upp á þessar tvær nýju námsleiðir segir hún: „Við höfum fundið fyrir áhuga á þessum leið- um,“ og heldur áfram: „Drögin að þeim voru lögð í upphafi síðasta árs. Alþjóðafræðin er unnin í sam- starfi við Rauða krossinn og bein- ist í átt að hjálparstörfum.“ Ingibjörg segir Bifröst þó einnig hafa verið í samstarfi við Listahá- skóla Íslands. „Þar höfum við verið með leið sem heitir Prisma sem við keyrðum tvisvar á síðasta skóla- ári. Það tókst mjög vel. Það var skemmtilegt að vinna með LHÍ því sá skóli er ólíkur skólanum okkar og þeir dansa vel saman.“ - mmf Tvær nýjar leiðir á Bifröst Háskólinn á Bifröst verður í vetur meðal annars í samstarfi við Rauða krossinn og Listaháskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.