Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 12. ÁGÚST 2009 5skólar og námskeið ● fréttablaðið ● Næsta skólaár er nemendum gefinn kostur á að stunda námið á tvöföldum hraða Önninni er skipt í tvær lotur – þannig er hægt að taka fleiri áfanga á önn, nemendur geta einbeitt sér að færri námsgreinum í einu og meiri samfella verður í náminu. Fyrri lotan er frá 24. ágúst til 9. október. Seinni lotan er frá 20. október til 7. desember. Hver áfangi er kenndur tvisvar í viku, alls 3 klst. Kennsla fer fram seinnipart dags frá mánudegi til fimmtudags. H A U S T Ö N N 2 0 0 9 Öldungadeild MH Innritun í deildina er í fullum gangi á vef skólans www.mh.is. Jafnframt verður innritað í MH fimmtudaginn 20. ágúst kl. 9–12 í símum 595 5207 og 595 5200 og á skrifstofu skólans kl. 12–18. Flest öll stéttarfélög taka þátt í menntunarkostnaði félaga sinna. Kennsla hefst mánudaginn 24. ágúst. Heimsækið okkur á mh.is Þá er Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð lausnin Miðgarðsormurinn er ógnarlangur ormur sem nemendur Mennta- skólans við Hamrahlíð hafa verið að búa til í tvo áratugi. Hann er líkt og menntavegurinn – gerður af sköpunarkrafti og iðni. Í P O K A H O R N IN U Viltu hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við þekkingu þína? Viltu flýta fyrir þér í náminu? Viltu einbeita þér að færri námsgreinum í einu? ævinlega í fararbroddi ● DANS FYRIR ÞRIGGJA ÁRA BÖRN Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar er einn af stærstu dansskólum á landinu en starfsemin fer fram í Auðbrekku 17 í Kópavogi. Í vetur verður boðið upp á almenna barna- dansa, standard suðurameríska dansa, salsa, gömlu dansana og freestyle-djass- ballett. Dansskólinn er með námskeið fyrir alla aldurshópa, bæði fyrir byrjendur og framhaldsnema. Boðið verður upp á þá nýjung að vera með barnadansa fyrir þriggja ára börn. Áður var aldurstakmarkið á námskeið skólans fjögur ár. Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð hefur ákveðið að taka upp breytt námsfyrirkomulag í haust. Verður svokallað lotukerfi tekið upp þannig að önninni verð- ur skipt í tvær lotur. „Við erum að svara því kalli hjá öldungum að flýta náminu. Við skiptum önninni í tvennt og fólk getur tekið frá fáum og upp í mjög marga áfanga eftir hent- ugleika hvers og eins,“ segir Aðalheiður Dröfn E., deildarstjóri öldungadeildar Menntaskólans við Hamrahlíð. „Fólk sem er í vinnu á erfitt með að taka námið á hefðbundnum menntaskólatíma, þannig að það er oft í námi í sex, sjö eða átta ár og finnst langt að markinu.“ Aðalheiður segist halda að meiri samfella verði í náminu með breyttu fyrirkomulagi. „Fólk verður í færri greinum í einu og getur stytt námstímann um helm- ing,“ útskýrir Aðalheiður Dröfn, sem segir breytinguna mælast vel fyrir hjá nemendum. - mmf Stytta nám hjá öldungunum Aðalheiður Dröfn segir hið breytta námsfyrirkomulag mælast vel fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Opni háskólinn mun á haustönn bjóða áfram upp á fjölbreytt úrval diplómanámsleiða; nám samhliða vinnu. Nokkrar nýjungar verða á boðstólum og meðal þess verður diplómanám í markaðssamskipt- um og almannatengslum, en nám í þeim fræðum hefur ekki verið í boði hér á landi áður. Skráning í diplómanámið er í fullum gangi og opið er fyrir umsóknir á www. opnihaskolinn.is. Vegna mikillar eftirspurnar mun Opni háskólinn áfram bjóða námskeið fyrir stjórnarmenn fyrir tækja og stofnana: Ábyrgð og árangur stjórnarmanna. Mark- mið námskeiðsins er að efla ár- angur, ábyrgð og trúverðugleika íslenskra fyrirtækja með því að treysta faglegan grunn stjórnar- manna. Meðal annarra nýjunga í starfi Opna háskólans er diplómanám í flutningafræðum, mannauðs- stjórnun, verkefnastjórnun og markþjálfun. Einnig er boðið upp á örnámskeið fyrir stjórnendur í fjarnámi: Þekkingarbrunnur stjórnenda. Fjöldi erlenda nemenda sækir einnig nám hjá Opna háskólan- um. Meðal annars má nefna hóp nemenda frá Úganda sem var hér í sumar á frumkvöðlanámskeiði, þjálfun þjálfara. Hópurinn fékk leiðsögn í hvernig skal fanga við- skiptatækifæri og láta viðskipta- hugmynd verða að veruleika. Í kjölfar námskeiðsins á Íslandi mun hópurinn fara um allt Úganda og kenna og miðla þessari þekk- ingu áfram. Í ágúst kemur hópur stjórnenda frá sjávarútvegsfyrirtækjum í Kína til að læra um fiskveiði- stjórnun og siglingareglur. Um er að ræða fyrsta hóp erlendra stjórnenda á námskeiðslínu um sjávar útveg og fiskveiðistjórnun. Nánar á www.ru.is Margt í boði í Opnum háskóla Markmið Opna háskólans er að virkja þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði með stuttu og hagnýtu námi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.