Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 20
12. ÁGÚST 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið
SOVÍ
NUDDNÁM
NÁM Í SVÆÐA- OG VIÐBRAGÐSMEÐFERÐ
Veturinn 2009 – 2010
Kennsla utan almenns vinnutíma
Upplýsingar á www.nudd.is og
í símum 696-0970 // 895-7333
Svæða- og viðbragðsmeðferðaskóli Íslands
ATH. Kynning
verður á Grand hótel
fi mmtudaginn
13. ágúst kl. 17-20
Allir velkomnir
Busun er aldagamalt fyrirbæri
en sem dæmi má nefna að í
Harward-háskóla hafa eldri
nemendur látið þá yngri þjóna
sér þegar haustönn hefst og
á 19. öld útveguðu þeir eldri
nemendum bjór og brauði.
Hérlendis er fyrirbærið líka eld-
gamalt. Páll Melsteð, alþingis-
maður, sýslumaður og stofnandi
Kvennaskólans í Reykjavík, talar
í endurminningum sínum frá 19.
öld um þá busun sem hann reyndi
sjálfur í skólanum á Bessastöðum
um 1830. Hann segir að nýnemar
hafi verið kallaðir „novi“ eða „no-
bibusar“ og þaðan sé busa-nafnið
komið.
Þegar skóli hófst á haustin voru
neðri bekkingar kallaðir til efri
bekkinga eitt kvöldið og var bus-
unum öllum komið fyrir á einum
bekk. Eldri bekkingur, klæddur í
kápu, með gleraugu á nefi og „roð-
augu“ utan yfir gleraugunum, kom
þá inn í salinn og fór með ákveðn-
ar línur sem hófust á orðunum:
„Óðinn sé með yður“. Ræðan sem
hann flutti var háfleyg og fjall-
aði um þagmælsku og þau samtök
sem þeir skólabræður myndu nú
senn bindast eldri bekkingum. Að
ræðu lokinni var hver busi leidd-
ur af tveimur eldri bekkingum að
tjörn þar í nágrenni Bessastaða og
dýft öfugum ofan í þá – að öxlum.
„Það svo rækilega, að sumum hélt
við köfnun.“
Eftir þessa meðferð voru bus-
anir taldir komnir í skólapilta tölu
og átti þá enginn, upp frá því, nein
leyndarmál heldur áttu þeir að
deila öllu. Voru þeir þá boðnir vel-
komnir með annarri ræðu. Þessi
hefð kallaðist skírn og hafði flust
í skólann frá Hólum í Hjaltadal og
skólanum í Skálholti. - jma
Busar voru skírðir á Hólum,
í Skálholti og á Bessastöðum
Böðlar í Menntaskólanum við Sund baða busa í fiskikörum árið 1987. 365/LJÓSAMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Kökuveisla í Verslunarskóla Íslands þar sem busar voru boðnir velkomnir í
september 1977. 365/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Einn nýnemi Menntaskólans við Hamrahlíð í hengingarsnöru í september 1976.
365/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR
Oddgeir Einarsson lögfræðingur
var busi við Menntaskólann við
Sund haustið 1993 og tók strætó
úr skólanum allur blautur og illa
lyktandi.
„Busunin hófst með því að
öllum busum var smalað saman
inn í salinn í skólanum og þar
hlýddum við á ræðuhöld þar sem
okkur busunum var aðallega sagt
hvað við værum ömurlegir og
einskis verðir. Þar næst var farið
með okkur út í garð og ég man
að það greip svolítið hræðsla um
sig svo að margir reyndu að gera
sig ósýnilega með því að fara út
í horn.“
Það dugði þó lítt og allir voru
teknir fyrir og dýft ofan í mysukör
og segja má að þemað hafi verið að
maka busana út í matvælum.
„Við fengum tómatsósu yfir
okkur, skyri var slett á okkur og í
minningunni er þetta mjög ógeðs-
legt og engin önnur hugsun að
baki en gera okkur viðbjóðsleg
útlítandi. Ég man að ég og Grím-
ur vinur minn fórum saman heim
í strætó eftir þetta og önguðum
langar leiðir. Það hefði hins vegar
lítt þýtt að mæta ekki þar sem að
þeir sem skrópuðu voru oft leitað-
ir uppi og bundnir við staura og
slíkt.“ -jma
Busarnir makaðir út í matvælum
Oddgeir Einarsson segir að ekki þýddi
að skrópa í busuninni í Menntaskólan-
um við Sund.
Sólveig Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri og hollustugúru með
meiru, var busuð rækilega á Samvinnuskólanum á Bifröst.
„Þar sem að skólinn var í heimavist var þetta auðvitað kjör-
ið tækifæri til að taka busunina „alla leið“. Eina
nóttina vorum við til að mynda vakin upp um
miðja nótt við að barið var með látum á her-
bergisdyrnar hjá okkur. Daginn eftir var svo
farið með okkur í „saklausan“ göngutúr sem
endaði á því að okkur nýliðunum var skellt
ofan í ker með ísköldu vatni.“
Solla segir að eldri bekkingar hafi náð að
sá svo lúmskum óttafræjum meðal ný-
nemanna að þeir hafi alltaf búist við því
versta á hverjum degi. „Það mátti ekki
maður ræskja sig og þá hrökk maður í
kút, alveg handviss um að nú væri ein-
hver tortúr að byrja.“
Hægt að ganga alla
leið í heimavist
Solla og busarnir í Samvinnuskólanum á
Bifröst bjuggust við hinu versta að nóttu
sem degi.
Gerður Kristný rithöfundur var busuð við Menntaskólann við
Hamrahlíð haustið 1985.
„Ég man að við vorum nokkrar vinkonurnar sem vorum að
vonast til þess að fá sérmeðferð í busuninni af því að við vorum
með augnlinsur, enda of miklar gellur til að láta sjá okkur op-
inberlega með gleraugu. Þessi hugmynd um sérmeðferðina var
eflaust einhverjar eftirreitur úr barnaskóla þar sem ekki mátti
kasta snjóbolta í þá sem voru með gleraugu en auðvitað skiptu
augnlinsurnar engu máli þegar busunin hófst.“
Gerður segir ýmislegt frá þessum degi eftirminnilegt, til
dæmis þegar henni varð gengið fram hjá skólabróður sínum sem
hafði verið teipaður við steinsúlu í matsalnum. Þannig mátti hann
dúsa lungann úr deginum.
„Það sem er samt undarlegast í minning-
unni frá þessum degi er atriði sem eldri
nemendur höfðu átt hugmyndina að og
æft í þaula fyrir okkur busana – nefnilega
hóp reið. Matsalurinn var myrkvaður og
tónlist keyrð í botn. Stúlka kom hlaup-
andi og stakk sér inn í eitthvað sem líktist
risastóru rimlarúmi sem ekki sást þó inn
í. Eldri strákarnir, klæddir kolsvörtum Ku
Klux Klan-hempum, skiptust á að hlaupa inn
í rúmið og vagga því til og frá og á meðan
gaf stúlkan frá sér háar frygðarstunur.
Svona kusu eldri nemendur að bjóða
okkur unglingana velkomna. Löngu síðar
barst mér til eyrna að forráðamenn skól-
ans hefðu ekki verið ánægðir með atrið-
ið og forsprakkarnir hefðu verið teknir á
teppið. Stúlkan sem þarna kom fram
átti síðar eftir að verða lands-
fræg leikkona og fá mun betri
rullur en þessa.“
- jma
Frygðarstunur í rimlarúmi
Gerður Kristný Guð-
jónsdóttir skáld slapp
ekki við busun.