Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
„Það er nú fyrst til að taka að guð
almáttugur hefur séð vel um sína
efnahagsstjórn og haft gott veður
í landinu. Þetta hefur verið ein-
stakt sumar,“ var formálinn sem
Guðni hafði á takteinum áður en
hann sneri sér að aðalefninu, að
lýsa sumar ferðunum. „Ég hef tals-
vert keyrt um Suðurland út frá mínu
heimili á Selfossi en fyrir helgina
fór ég norður í land. Setti hand-
verkssýninguna á Hrafnagili og var
á þeirri skemmtilegu hátíð. Í Eyja-
fjarðarsveitinni var haldin kvöld-
vaka og þar er svo margt listrænt
fólk, hljóðfæraleikarar, söngvarar
og hag yrðingar að maður sér glöggt
að menningin dafnar. Það er gaman
að vera með Norðlendingum.
Við Margrét brugðum okkur líka
á Fiskidaginn mikla á Dalvík þar
sem meti Biblíunnar var hnekkt
því Dalvíkingar mettuðu þrjátíu
þúsund manns á fimm fiskum og
tveimur brauðum og breyttu vatni í
vín og allir voru ölvaðir af gleði. Það
var stórkostlegt að koma á þessa tvo
staði sömu helgina. Nú erum við á
Siglufirði og hér er nýlokið pæju-
móti sem var um helgina, þannig að
alls staðar var eitthvað um að vera.
Svo dveljum við á Hólum í Hjalta-
dal. Maður finnur nú alltaf hvað
það er magnaður staður. Að koma
að Hólum og dvelja þar, það hleður
öll batterí. Svo er einstakt að blanda
geði við Skagfirðinga.“
Í lokin játar blaðamaður fyrir
Guðna að hann hafi byrjað á að
hringja heim til alnafna hans sem
búi á Brúnastöðum í Reykjavík og
spyrja eftir fyrrverandi ráðherra
þar. Þá kumrar í honum. „Já, það
hafa fleiri gert. Hann tók af mér
margt ómakið þegar ég var í emb-
ættinu. Í hann var hringt á nóttunni
til að skamma meðan ég svaf í friði
fyrir austan fjall.“ gun@frettabladid.is
Það er gaman að vera
með Norðlendingum
Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, var staddur á Siglufirði með konu sinni þegar hringt
var í hann í forvitnisskyni. Spurningin var ein, hversu mikið hann væri búinn að flakka í sumar.
„Að koma að Hólum og dvelja þar, það hleður öll batterí,“ segir Guðni, sem hér er með konu sinni Margréti Hauksdóttur.
MYND/SÓLRÚN HARÐARDÓTTIR
HEITAR LAUGAR Á ÍSLANDI er ný bók eftir Jón G. Snæland og
Þóru Sigurbjörnsdóttur. Í bókinni er greint frá bæði náttúrulegum laugum
og manngerðum víða um land, jafnt á hálendi sem í byggð. GPS-punktur
er á öllum laugunum í bókinni en þær eru vel á annað hundrað.
Lín Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið
Sími 533 2220 • www.lindesign
Íslensk hönnun
á enn betra verði.
25% afsláttur
Frá 6.490 kr
Útsölunni lýkur á föstudag
Útsaumaðir
dúkar í mörgum gerðum
& stærðum
Opið mán.-fös. frá kl. 11.00-18.00
Bonito ehf. Friendtex,
Faxafen 10, 108 Reykjavík,
sími: 568 2870 - www.friendtex.is
Útsala
Mikið úrval
af fatnaði á
1.000, 2.000 og 3.000
Kaupir 2 fl íkur og
færð eina fría með
(ódýrasta fl íkin fylgir frítt með)