Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1940, Page 11

Samvinnan - 01.02.1940, Page 11
2. HEFTI SAMVINNAN Notkun fjallagrasa Jón Árnason framkvæmdastjóri hefur gefið Samvinnunni eftirfar- andi upplýsingar um notkun og sölu fjallagrasa: Sambandið hefur á undanförnum árum leitazt við að selja fjallagrös til útlanda án nokkurs verulegs árangurs, en jafnframt hefur það jafnan haft grös til sölu í bænum og auglýst þau töluvert. Er nú svo komið, að notkun fjallagrasa hér í Reykjavík hefur töluvert farið í vöxt síðustu árin, og eru þau notuð bæði til matar og í te. Margir, sem reynt hafa að nota fjallagrös til matar, hafa kvartað undan því, að þeir kynnu ekki að matreiða úr þeim, og hefur því Sambandið fengið Helgu Sigurðardóttur mat- reiðslukonu til þess að gefa nokkr- ar leiðbeiningar um notkun þeirra. Benti Jón Árnason ennfremur á, að þar sem bæjarbúar eru þegar farnir að nota fjallagrös allveru- lega, ætti sveitafólk ekki síður að gera það, þar sem víðast hvar er auðvelt að afla þeirra til sveita. Á stríðsárunum 1914—18 mun grasanotkun hafa verið allveruleg til sveita, en lagzt niður aftur eftir stríðið. Ekki er minni ástæða til þess að nota sér fjallagrösin á þeim hörmungatímum, sem nú eru, en í fyrra stríði. Fer hér á eftir greinargerð ung- frú Helgu Sigurðardóttur, ásamt nokkrum leiöbeiningum um mat- reiðslu úr fjallagrösum. Frá öndverðu hafa íslendingar notað til matar nokkrar tegundir villtra grasa, svo sem fjallagrös, söl, hvönn og fleira. En hversu mikið þau hafa verið hagnýtt, hefur farið eftir því, hvort þjóðin hefur átt erfitt með að nálgast útlenda mat- vöru, eins og t. d. korn. Alltaf hafa menn þó að einhverju leyti notað íslenzkar grasategundir, sérstaklega meðan lifað var mjög einföldu mataræði í landinu. í fornöld er þegar getið um ýmis grös, menn fóru á grasafjall, og voru það talin hlunnindi á bújörðum, væri góð grasa- tekja. Hvönn var þó í mestum metum höfð, og má geta þess, að enginn mátti eta hvönn í leyfisleysi í annarra landi og ekki mátti heldur tína fjallagrös nema með leyfi búanda. Hér fyrrum voru fjallagrösin til mikilla búdrýginda, því með þeim mátti drýgja kommatinn. Ekki er sagt á hvern hátt þau voru notuð til matar í fomöld, en á seinni öldum hafa þau verið notuð í brauð, blóðmör, grasamjólk og grauta saman við skyr. Einnig hefur úr grösunum verið soðið te, sem drukkið hefur verið til heilsubótar. Fjallagrösin hafa jafnan þótt holl fæða, og menn hafa haft mikla trú á þeim til lækn- inga. Bæði Eggert Ólafsson og séra Bjöm Halldórsson í Sauðlauksdal hvetja fólk til að borða mikið af þeim, bæði séu þau holl og mikil búdrýgindi að þeim. Fjallagrösin eru ekki fullkomlega rann. sökuð enn, en þó má fullyrða, að þau eru mjög holl og heilsusamleg fæðutegund. Það hefur reynslan sýnt í gegnum ald- imar, en fullyrða má að þau eru sérstak- lega holl fyrir fólk með trega meltingu, og í þeim tilgangi geta þau að nokkru leyti komið í stað ávaxta, sem flestir eru hægðaaukandi. Nú hin síðari ár er víða fallið í gleymsku hvernig matbúa á fjallagrösin, af því við höfum haft ótakmarkaða útlenda kom- vöru og fengið hana með viðunanlegu verði, en nú eru tímarnir að breytast, kornvaran er flutt takmörkuð til landsins og svo hefur hún hækkað gífurlega í verði. Þess vegna verðum við nú að notfæra okkur allt á sem hagkvæmastan hátt, sem landið getur gefið okkur. Fjallagrösin geta í mörgum tilfellum komið í stað grjóna, t. d. í grauta, sem hafðir eru í skyrhræring. Þá em grösin til mikilla drýginda í blóðmör, og einnig eru þau til mikilla drýginda í rúgbrauð, eru þau þá skorin í vatni og vætt í með þeim. Einnig má nota grösin eingöngu í mjólk- ursúpu, sem annars væru notuð hrís- eða hafragrjón í. Til þess að matbúa fjallagrös þarf mikla nákvæmni. Mér hefur reynzt bezt við mín- ar tilraunir til að búa til fjallagrasarétti, að sjóða þau ekki nema 5—15 mín., og fer það eftir því í hvaða rétt þau eru notuð. Hér fyrrum voru grösin alltaf soðin í 2 —3 klukkustundir, en ég tel óþarfa í flest- um tilfellum að sjóða þau svo lengi, því við suðuna tapa þau að sjálfsögðu miklu af sínum verðmætu efnum, því við %—1 klst. suðu verða þau römm, en séu þau soðin í 2—3 klst., þar til þau verða lím- kennd, kemur sætukeimur af þeim, en aftur á móti eftir 5—15 mín. suðu er remman ekki komin fram í þeim, og eru þau þá mjög ljúffeng. Remmuna í grös- unum má mikið minnka, með því að setja ofurlítið af sódadufti út í um leið og þau eru soðin, en þó ræð ég frá því, þar sem sódaduftið er frekar óhollt, Sem dæmi um, hversu Ijúffeng grösin geta verið á marg- víslegan hátt, hefur mér tekizt að búa til ábætisrétti, sem ég nota grös í í staðinn fyrir möndlur og ávexti. Vona ég svo, að sem flestar húsmæður sjái hag sinn í því að matbúa grösin eftir þeim uppskriftum, sem ég læt fylgja hér, því það er hollusta fyrir heimilisfólkið að fá sem mest af grösum og einnig tilbreyt- ing í mataræðinu. Helga SigurSardóttir. Fjallagrasaeggjamjólk. 40 gr. fjallagrös, 2 msk. sykur, 2 dl. vatn, 1% 1. mjólk, 1—2 egg, % matsk. sykur, 1 tesk. kartöflumjöl, vanilla. Grösin eru þvegin úr köldu vatni, sjóð- andi vatni er hellt yfir þau, tekin upp úr og þerruð í línklút, og söxuð frekar gróft. 2 msk. sykur er brúnað á pönnu, þar í eru grösin látin og það brúnað, þar til það er vel jafnt og byrjuð að koma hvít froða. Þá eru 2 dl. af sjóðandi vatni látnir á pönnuna og soðið í 2 mín. Hellt í pottinn, sem heit mjólkin er í, og soðið 1 2—3 mín. Eggin, sykurinn og kartöflumjöl er þeytt vel í súpuskálinni, séu notaðir vanillu- dropar, eru þeir settir þar í, en sé notuð vanillustöng, er hún soðin í mjólkinni. Grasamjólkinni er nú hellt smátt og smátt út í eggin í súpuskálinni. Með þessu má borða tvíbökur, en ég tel það óþarfa. Fjallagrasamjólk. 40 gr. fjallagrös, IVz 1. mjólk, 1 tesk. salt. Grösin eru þvegin vel úr köldu vatni, þegar mjólkin sýður, eru grösin látin út í, soðið 15 mín., og saltað eftir smekk. Það bætir mjólkina, að láta ofurlítið af sykri í hana. Einnig má sjóða mjólkina í 2 klst., verð- ur hún þá íþykk, límkennd og svolítill sætukeimur af henni. Lystugt er að borða súran blóðmör með mjólkinni. Fjallagrasavellingur. 30 gr. fjallagrös, 25 gr. haframjöl eða grjón, sykur, salt. Þegar mjólkin og vatnið sýður, er 27

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.