Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1940, Side 7

Samvinnan - 01.12.1940, Side 7
10. HEFTI SAMVINNAN ustu verði, að því leyti sem það samrýmdist hags- munum félagsins. Á framhaldsaðalfundi félagsins, 14. júlí 1937, sam- þykkti það fyrir sitt leyti, að ganga til nýrrar félags- stofnunar. Mál þetta hafði hlotið svipaðan undirbúning í Kaup- félagi Reykjavíkur og verið mikið rætt á fundum þess. Þar er því fyrst hreyft á fundi 8. febr. 1937, þar sem framkvæmdastjórinn, Helgi Lárusson, skýrir frá því, að framkv.stj. P. V., Jens Figved, hefði komið að máli við sig og óskað eftir að tekið yrði til athugunar, hvort ekki væri unnt að sameina félögin til eflingar neytendasamtökunum. — Var þá þegar kosin nefnd í málið. — Var málið mikið rætt í nefndinni, félags- stjórninni og á félagsfundum. Á framhalds-aðalfundi 12. júlí 1937 voru samþykktar tillögur félagsstjórnar- innar, þar sem lagt var til, að félögin sameinuðust, að varasjóður Kf. Rvíkur og aðstöðuréttindi yrðu gegn tilgreindum skilyrðum afhent hinu nýja félagi. Og loks var endanlega gengið frá málinu á almennum félagsfundi 19. júlí og tillögur stjórnarinnar sam- þykktar með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Þann 6. ágúst 1937 hafði að fullu verið gengið frá samningum milli þeirra félaga, er sameinast skyldu, og var þann dag kl. 9 síðdegis settur stofnfundur „Kawpfélags Reykjavíkur og nágrennis". Fundurinn var haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík. Fundar- stjóri var Sigfús Sigurhjartarson kennari, fundarrit- ari var Guðbrandur Magnússon forstjóri. Á fundinum voru mættir fulltrúar frá þessum félögum. 1. Pöntunarfél. verkamanna í Reykjavík. 2. Kaupfél. Reykjavíkur, Reykjavík. Stjórn Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Aftari röð: Hjörtur B. Helgason, Ól. Þ. Kristjánsson, Runólfur Sigurðsson, Benedikt Stefánsson, Þorlákur Ottesen, Sigfús Sig- urhjartarson. Fremri röð: Guðjón Guðjónsson, Friðfinnur Guðjónsson (varaform.), Sveinbj. Guðlaugsson form. og Theódór Líndal. 3. Pöntunarfél. Hlíf, Hafnarfirði. 4. Pöntunarfél. Verkalýðs- og Sjómannafél. Kefla- víkur, Keflavík. 5. Pöntunarfél. Sandgerðis, Sandgerði. Á fundi þessum var að fullu gengið frá sameiningu félaganna og stofnun hins nýja félags. í stjórn voru kjörnir Sveinbjörn Guðlaugsson, formaður, Theódór B. Líndal ritari, Friðfinnur Guðjónsson varaformaður, Hjörtur B. Helgason vararitari, Margrét Björnsdóttir, Runólfur Sigurðsson, Benedikt Stefánsson, Ólafur Þ. Kristjánsson, Þorlákur Ottesen og Hjörtur B. Helga- son. — í framkvæmdastjórn voru kosnir Árni Bene- diktsson og Vilmundur Jónsson. Framkvæmdastjóri var ráðinn Jens Figved. Fundinn sátu 93 fulltrúar úr hinum fyrgreindu fé- lögum. Á fundi þessum var samþykkt að sækja þegar um inngöngu í Samb. ísl. samvinnufélaga. — Eins og fyr var á vikið, hafði verið uppi hreyfing í þá átt, að breyta samvinnulögunum þannig, að neytendafélögin í bæjunum, er seldu gegn staðgreiðslu, gætu starfað án þess að gangast undir ákvæði samábyrgðarinnar og koma þannig í veg fyrir klofning samvinnuhreyf- ingarinnar í landinu, Ragnar Ólafsson, lögfræðingur, ráðunautur Sambandsins.gerðist hvatamaður þessarar stefnu þegar á árinu 1924. Árið 1937 var samvinnu- lögunum breytt á Alþingi í þetta horf og á aðalfundi Sambandsins 1938 var samþykktum þess breytt og Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis tekið inn í Sam- bandið með fullum réttindum . Skipulag félagsins og starfshættir. Eins og að framan hefir verið greint, gerðist Jens Framkvæmdastjórn Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Vilmundur Jónsson, Jens Figved framkvæmdastj., Árni Bene- diktsson. 155

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.