Samvinnan - 01.04.1948, Síða 2
Ný úrræði við nýjum vandamálum
ESS SJÁST NÚ ÝMS MERKI að hugsandi
mönnum hrjósi hugur við jicirri þróun,
sem orðin er í búsetu landsmanna, og geri sór
ljósa nauðsyn þess að spyrna við fótum. Á
tveimur árum nemur mannfjölgunin í höí
uðborginni nær sex þúsundum manna ,eða
allt að því jafnmiklum mannjölda og byggir
næst stærsta bæ landsins. Mikill meiritiluti
þessa fólks hefur komið úr sveitum og sjiv-
arþorpum. Það segir sig sjálft, að aðstaða
þessara sveita og þorpa til þess að halda uppi
fjölbreyttu framleiðslu- og menningarlíti, fer
versnandi ár frá ári vegna þessara flutninga.
Dugandi bændur og útvegsmenn hverhi á
brott. Með þeim flytzt ekki aðeins vinnuall,
úrræði og samtakamáttur, heldur líka Ij.it-
magn. Byggðin stendur fátækari eftir. Þótt
tölurnar um mannflutningana séu ískyggi-
legar, segja þær þó ekki allan sannleikanu. A-
stæðurnar eru raunverulega verri en þær gefa
til kynna. Það fer ekki fram lijá þeim, sem
kunnugir eru málefnum bænda, eða ferðast
um sveitir, að það er einkum unga fólkið,
sem leitað hefur burt. Skýrslur um meðal-
aldur þess fólks, sem nú stundar landbún-
að hér, eru ekki fyrir hendi. Þær væru að
sjálfsögðu mjög fróðlegar, en þær eru þó
ekki nauðsynlegar til þess að benda á þau
augljósu sannindi, að það er lítið af ungu
fólki 1 sveitum landsins. Margt bendir til
þess, að það sé allt of lítið. Ekki þarf að fara
í grafgötur um það, hverjar afleiðingar það
hlýtur að liafa fyrir hlutföllin I milli at-
vinnustéttanna og framtíð sveitanna innan
nokkurra ára, ef ekki verður gagngerð breyt-
ing á þróuninni í þessum málum. Fari svo
fram, sem nú horfir, hlýtur sú tíð að renna
upp, að mannfækkunin í sveitunum verði
ennþá gífurlegri en nú, er eldri kynslóðin
hverfur á skömmu árabili, án þess að nægi-
lega margt ungt fólk komi í staðinn. í þessu
er falin liætta fyrir þjóðfélagið í heild, sem
vert er að gefa gaum í tíma.
ALLMIIÍLAR umræður eru nú uppi með
jijóðinni um jiað, hver sé hin raunveru-
lega ástæða til jressaiar þróunar. Ekki er unnt
að gera þeim málum skil hér, en þó má vera
augljóst, að það er ófrjótt starf að eyða
tímanum til ásakana fyrir orðinn hlut á með-
an elfur fólksflutninganna rennur hindrun-
arlaust fram með vaxandi [uinga ár frá ári
og skolar með sér möguleikum byggðanna til
uppbyggingar og menningarlífs. Þegar menn
hafa gert sér grein lyrir meginorsökunum, er
að hefjast handa um úrbæturnar. Það er aug-
ljóst hverjum þeim, sem um þessi mál hugsar,
að lífið í fjölmennustu bæjunum hefur virtzt
ákjósanlegra og eftirsóknarverðara í augum
mikils fjölda landsmanna, en störfin við fram-
leiðsluna úti um sveitirnar. Fjölbreytni bæj-
arlífsins, þægindi þess og fjáraflamöguleikar,
hafa dregið fólkið til sín eins og stór segull.
Þess er nú að vænta, að það verði talið hið
mesta keppikefli hins unga lýðveldis á næstu
árum, að jafna þessi met, gera framleiðslu-
störfin sem víðast í byggðum landsins aftur
eftirsóknarverð, efla lífsþægindi þar og af-
komumöguleika, veita fjármagni þangað og
lífskrafti starfandi handa. En jrá vaknar sú
spurning, hvort slíkt verði afrekað rheð laga-
setningum og opinberum valdboðum einum
saman. Verður ekki einnig nauðsynlegt, að
íbúar hvers héraðs lcggi fram sinn skerf, taki
til úrlausnar verkefni, sem að þessu marki
leiða, og hægt er að leysa með ábyrgu sam-
starfi?
Á síðasta aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga
nú fyrir skemmstu, var félagsstjórninni falið
að beita sér fyrir stofnun félagsskapar, er tæki
að sér byggingaframkvæmdir fyrir félags-
menn. Þessi samþykkt miðar að úrlausn eins
slíks verkefnis .Hún hefur það takmark, að
bæta lífskjörin í sveitunum á félagssvæðinu
og ráða bót á erfiðieikum, sem hafa stuðlað
að fólksflutningum frá framleiðslunni. Hún
er því þess virði, að samvinnumenn og aðrir
landsmenn veiti henni nokkra eftirtekt.
AÐ ER KUNNUGT, að mjög mikið skort-
ir á að lmsnæðismál sveitanna séu komin
í það lag, sem nauðsynlegt má teljast. Það
eru vissulega mikil húsnæðisvandræði í sveit-
unum, en þeirra heyrist sjaldan getið. Þegar
rætt er um húsnæöisvandræði eiga menn oft-
ast við ástandið í hinurn stærri bæjum, sem
tekið hafa við þúsundum innflytjenda á
stuttu árabili. En húsnæðisvandamál sveit-
anna eru einnig mikil og mjög aðkallandi að
leysa þau á sómasamlegan hátt. Skýrslur sýna,
að jafnvel í blómlegustu héruðum er mjög
mikið af húsnæði bænda ófullkomið og óvið-
unandi. Það er eftirtektarverð staðreynd, að
á sama tíma og fjármagn jjjóðarinnar hefur
í stríðum straumum gengið til þess að stækka
kaupstaðina og þá einkum höfuðstaðinn, heí-
ur ekki orðið gagngerð breyting á bygginga-
málum sveitanna. Veldur hvort tveggja, L'jár
magnsskortur og vinnuaflsskortur. Eitt frum-
skilyrði þess að æska sveitanna uni við nyt-
söm störf heima á feðraslóðum er að henni
séu Jroðin mannsæmandi liúsakynni. Þrátt
fyrir stórfelldar umbætur víða, skortir mjóg
mikið á lausn þessa máls yfirleitt. Það heíur,
með öðru, ýtt undir burtflutningana. Fjár-
magnsþörf landbúnaðarins er mikil nú, bxöi
til húsabygginga og ræktunarframkvæmda.
Hana verður þjóðfélagið í heild að leysa.
Vinnuaflsþörfin er einnig mikil. Hún cr
að sjálfsögðu málefni alls þjóðfélagsins, en
á þeim vettvangi er vafalaust hægt að beita
samtökum til úrbóta. Hugmyndin með hinni
fyrirhuguðu félagsstofnun fyrir forgöngu
Kaupfélags Eyfirðinga, er sú, að kaupfélagið
sjálft og verkamenn og byggingamenn í fjöl-
menninu, stofni til félags um byggingafram-
kvæmdir úti um sveitir á félagssvæðinu. Þessu
félagi er ætlað að skipuleggja það vinnuafl,
sent til er, til þess að sinna aðkallandi bygg-
ingaframkvæmdum bænda og búnaðarsam-
taka.hafa til taks vélakost til framkvæmdanna
og stuðla að því að hvort tveggja verði full-
nýtt, vélarnar, sem tiltækar eru og vinnuafl-
ið, sem fáanlegt er á hverjum tíma til þessara
framkvæmda. Reynslan ein fær úr því skor-
ið, hvort þessi tilraun tekst eðá ekki. En víst
er um það, að hún er viðleitni til þess að bæta
úr miklum erfiðleikum þeirra bænda, sem
vilja bæta húsakost jarða sinna. Takist lnin,
mun mega vænta þess ,að hún verði einn lið-
ur í fjölmörgum framkvæmdum, sem gera
þarf, til þess að bæta lífskjör þeirra, er fram-
leiðslustörf stunda I sveitum og gera lífsbar-
áttu þeirra auðveldari og árangursríkari en
hún nú er.
ÞEIM, SEM HELZT hugsa sér samvinnu-
félagsskapinn sem vöruafhendingu að-
eins, kemur það e.t.v. undarlega fyrir sjónir,
að kaupfélag eyfirskra samv.manna skuli tiafa
forgöngu um slík málefni. En til þess liggja
ofureðlileg rök. Erfiðleikar framleiðslunnar
og fólksfækkunin í sveitunum, eru vissulega
málefni, sem varða samvinnufélagsskapinn í
landinu. Öflugur samvinnufélagsskapur bygg-
ir á félagsþroska ábyrgra manna og heil-
brigðu athafnalífi. í rauninni leggur hvert
heilbrigt og þroskað samvinnufélag lið hverju
}>ví málefni, sem horfir til heilla fyrir félags-
menn þess. Slíkt félag fer ekki eingöngu
troðnar brautir, heldur leitar nýrra úrræða
við nýjum vandamálum. Hin síðasta ákvörð-
un aðalfundar KEA, um úrræði til þess að
létta undir byggingastörf í sveitunum, er þvi
merkileg ,og sönnun þess, að þar sem sam-
vinnufélagsskapurinn er orðinn [>roskaður,
leita félagsmennirnir sameiginlega leiða til
uppbyggingar. Ef Jrjóðfélagið í heild snýst
nú af alefli að því verkefni, að skipa fram-
leiðslumálum byggðanna nýjan sess, er vafa-
laust, að þetta framtak eyfirzkra samvinnu-
manna verður verulegt liðsinni á j>eirra fé-
lagssvæði. En það er Jrnngt að synda á móti
straumnum. Þessi framkvæmd ein mun
hvergi nærri nægja til þess að snúa taílinu
við. Landsmenn yfirleitt þurfa að standa
saman um margháttaðar endurbætur, til þess
að ná því marki.
StMVINNiN
Útgefandi:
Samband íslenzkra
samvinnufclaga.
Ritstjóri:
Haukur Snorrason
Afgreiðsla:
Hafnarslræti 87,
Akureyri. Sítni ÍGG.
Prentverk
Odds Bjömssonar
Kemur út einu sinni
í mánuði
Argangurinn kostar
kr. 15.00
42. áig. 4. hefti
Apríl
1948
2