Samvinnan - 01.04.1948, Síða 4
liugsar hratt. Albin Johansson hefur betur
en nokkur annar getað yfirbugað smásálar-
skap okkar. Ræður lians á aðalfundum
sænsku samvinnufélaganna eru óviðjafnan-
legar. Hann flytur mál sitt á þann hátt sem
enginn annar gerir, hann talar djarft og um
ólíklegustu iiluti og lætur jafnan létta lund
sína gefa ræðunni líf og fjör — og hinir
hljóðu bekkjaraðir af traustum og staðföst-
um fulltrúum samvinnufélaganna, bresta í
hlátur og láta óspart hrifningu sína í ljósi.
Hann er eftirlætisbarn, sem má gera það
sem honum sýnist — allir vita að allt er í
lagi með Albin. (Framkvæmdastjórar eða
sendisveinar kalla hann aldrei öðru nafni.
Venja er þó meðal Svía að ávarpa menn mcð
eftirnafninu, nema innan fjölskyldu, eða
nána kunningja á sama aldri. Þetta er því
glöggt dæmi um hvílíkum vinsældum liann
á að fagna.)
SAGAN SEGIR að Albin hafi eitt sinn
verið að gera stór innkaup í Ameríku,
jafnvel á lians mælikvarða. Ef til vill voru
það einhverskonar verksmiðjuvélar. Hann
gat valið á. milli tveggja fyrirtækja og ákvað
loks.i að undangenginni rannsókn, við hvort
þeirra hann ætlaði að skipta. Hann gekk til
skrifstofu fyrirtækisins og ætlaði að undir-
rita saminga. við það. Ameríkumaðurinn
spurði kurteislega., hve há laun Albin Jo-
hansson hefði. Elann svaraði og nefndi hina
lágu upphafð, sem sænsk samvinnufélög
greiða starfsmönnum sínum. Ameríku-
maðurinn spurð hvernig nokkuð svo hlægi-
legt gæti átt jsér stað, Albin Johansson sagði,
að liann gæti sennilega fengið svo há laun
sem hann vildi, en að hann væri fullkom-
lega ánægður með þau laun sem hann fengi...
Ameríkumaðurinn gaf þá í skyn, að liann
mundi treysta sér til þess að bæta ríflega við
þessi laun, ef kaupin yrðu gerð hjá sér.
An þessarar athugasemdar hefði Ameríku-
maðurinn fengið pöntunina. Nú missti liann
hana, Albin Johansson sagði fáein velvalin
orð og gekk út. „En,“ segja menn að hann
liafi sagt, „ég sendi konu þessa gamansama
náúnga stærsta blómvönd, sem hægt var að
fá í New York, svo að hann skyldi ekki lialda
að við samvinnumenn værum neinar smá-
sálir.“
Hvort sem sagan er sönn eða ekki er
liún einkennandi fyrir Albin. Albin Jo-
hansson ér maður sem gerir það sem hon-
um dettur í hug. Hann skortir virðingu fyrir
hæglátum veruleikanum, eins og liann stund-
um af tilviljun er orðinn. Hann skapar nýj-
ar og djarfar hugmyndir. Hann stundar
margskonar frístundaföndur. Meðal annars
er hann með margar „patent“-hugmyndir á
prjónunum. Ein af þeim er rakvél, sem
snýst af núningnum við kinnina, án raf-
magnsstraums.
Eftir hátíðlega miðdegisveizlu er hann
vanur að koma með tilraunavél sína og reyna
hana á kinn einhvers feitlagins forstjóra,
sem er steinhissa á tiltækinu.
Einu sinni var eg í heimsókn hjá honum
og las hárri röddu hluta af texta sænskiar
kvikmyndar, sem var í undirbúningi, um
samvinnumál. Hann hlustaði með skarpri
athygli — en síminn hringdi.
Eg ætlaði þegar að ganga hljóðlaus burt,
en fékk bendingu urn að sitja kyrr. Eftir
nokkra stund komst eg ekki hjá að heyra að
hann var að tala við Madame Kollontay (frá
rússneska sendiráðinu), um það, hvernig hægt
væri að koma á íriði í Finnlandsstyrjöldinni.
Og ekki leið á löngu þar til Albin sat og
beið eftir viðtali hjá hinum háu lierrum í
Kreml.
ÞESSI MAÐUR er dáður af öllum sænsk-
um samvinnumönnum, en hataður af
llestum kaupmönnum. Ef eftir margra ára
bráttu, sem liefur sprengt hvern auðhring-
inn á fætur öðrum — þar sem samvinnu-
félögin hafa unnið livern sigurinn eftir
anna, hefur Albin Johansson einnig orðið
vinsæll af fyrri óvinum sínum. Hversvegna?
Að einhverju leyti vegna óvenjulega heill-
andi persónuleika. En framar öllu öðru
vegna þess að hann hefur staðið á móti of
Frú Linnea Johansson
mikilli ílilutun af hálfu ríkisins. Sósíalism-
inn og samvinnufélagsskapurinn hafa oft átt
samleið, og margir menn úr borgarastétt
líta svo á, að hér sé raunar um eitt og sama
að ræða. Ekkert getur þó verið fjær sanni.
Ríkissósíalisminn og samvinnufélagsskapur-
inn, sem byggir á frjálsu þjóðskipulagi, verð-
ur aldrei það sama. Albin Johansson er vin-
ur jafnaðarmannaflokksins og stjórnarinnar.
En hann hefur ekki eitt andartak hikað við
að vara við of mikilli íhlutun af ríkisvaldinu.
Við og við koma frá honum, þeim mannin-
um, sem flesta einokunar- og auðlrringa hef-
ur sprengt, hvassyrt mótmæli, þegar honum
þykja stjórnarvöldin ganga of langt í að tak-
ntarka athafnafrelsið. Og á meðan á öllu
þessu gengur eru kaupsýslumenn, sem ann-
ars eru keppinautar Albins, farnir að láta
sér skiljast að vart muni nokkur snjallari
talsmaður fyrir hið frjálsa viðskiptalíí, en
hnn gamli erkióvinur þeirra, Albin.
Afburðamaðurinn er alltaf ungur. Albin
Johansson verður alltaf ungur í anda, hversu
gamall, sem hann kann að verða að árum.
Það er óhugsandi að hann staðni, eða endur-
taki sjálfan sig.
Eg sat eitt sinn fyrir framan hann í járn-
brautarlest á leið um Vermaland, hann hafði
þá nýlega athugað grundvöll fyrir nýjá
verksmiðju, sem samvinnufélögin ætluðu að
að byggja skammt fyrir vestan Karlsstad.
Hann spjallaði um Operuna en hann er
formaður stjórnar hennar. — Hann var
í þann veginn að prófa’ rakvélina á kinn
minni, en hætti við það og sagði: „Nú hefur
okkur loks tekist að vinna bug á lielztu
þjóðfélagsmeinunum, a. m. k. í viðskiptalif-
inu.... hugsaðu þér, ef okkur tækist einnig
að vinna bug á helztu meinsemdum manns-
andans.....“
HVER SÁ, sem hefur kynnt sér það, sem
hefur skrifað á seinni árum sannfærist
brátt um það af hvílíkum áhuga liugsun
hans öll fæst við þessi verkefni. Hugur hans
leitast við að finna leiðir til að bæta mann-
inn, og hvernig hægt sé að komast hjá
styrjöldum. Albin álitur að það sé því að-
eins hugsanlegt að breyting verði á sjálfum
mannsandanum, (manneðlinu). En hann hef-
ur einnig í ræðu og riti, við ýmiss tækifæri,
og nú seinast á alþjóða ráðstefnu samvinnu-
félaganna, lagt fram grundvallartillögur um
árangursríkt friðarsamstarf. Skoðun lians á
þessum málum er í stuttu máli: Styrjaldir
stafa af öfund og fjárgræðgi, sent á djúpar
rætur í skiftingu auðæfa náttúrunnar. Gæði
og auðæfi náttúrunnar eru bundin við full-
veldi ríkjanna, ríkin „eiga“ hvert sín nátt-
úruauðæfa, og verja þau samkvæmt þeirri
kenningu. Á meðan þetta samband milli rík-
isins annarsvegar og hinna eftirsóttu auðæfa
náttúrunnar hinsvegar, er látið viðhaldast,
munu styrjaldir endurtaka sig.
Samvinnufélagsskapurinn er leið út úr
þessu öngþveiti. Samvinnusamtök neytenda
eiga nú þegar þýðingarmiklar auðlindir í
mörgum löndum. Ef hægt vær að halda enn
lengra í sömu átt, þannig að kolanámur
Englands, járnnámur Svíþjóðar og olía Rúss-
lands væru ekki lengur eign þessara ríkja,
heldur væri eign allra neytenda jarðarinnar
sameiginlega, væri tvímælalaust ein veiga-
mesta orsök styrjalda úr sögunni. Hugsunin
er djörf. En þeir, sem hafa fylgst með liinum
geysilega árangri, sem samvinnufélögin hafa
þegar náð, munu ekki álíta hna fráleita.
EGAR við erum fæddir forgöngumenn,
hvers vegna eigum við þá að deyja
sporgöngumenn?" sagði frægur Englending-
ur einu sinni. í Svíþjóð verðum við gamlir
um aldur fram. Við stöðnum, verðum form-
legir, og hugsun okkar og störf verða „eins
og hinna“.
Ef við viljum finna undantekningar frá
þessari leiðinlegu reglu, verðum við að fara
niður til strandabúans eða afdalamannsins —
(Framhald á bls. 29.)
4