Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 8
hann hélt aftur til Kristjánssands og
réðst til náms hjá Fladmoe.
Fladmoe var dugandi myndskeri,
vel að sér í dráttlist og dálítið fékkst
hann við að móta mannamyndir. Svo
vel féll honum vinna Gustavs, að hann
greiddi honum tvær krónur á viku í
laun, en svo hafði verið um samið, að
hann ynni aðeins fyrir fæði sínu og
húsnæði. Þótti Gustav þetta mikið fé;
— heima í Mandal hafði hann merkt
ferðakistur sjómanna, og hlaut tvo
aura fyrir nafnið málað skrautletri.
Fladmoe veiktist og varð að leggjast á
sjúkrahús, er Vigeland hafði stundað
nám hjá honum í hálft annað ár. Réð-
ist Vigeland þá til náms hjá sænskum
myndskera í Osló.
Þeir, sem um ævi Vigelands hafa rit-
að, telja að um þetta leyti hafi- hann
verið í siglingum um skeið, og að hann
hafi komizt alla leið til Java. Þetta er
nokkrum vafa bundið. Nafn hans
finnst ekki í farráðningaskrám, hvorki
í Mandal né Osló. Sjálfur lét hann svo
um mælt við konu sína og vini, að
hann hefði aldrei í siglingar farið.
Engu að síður fullyrðir sænski mynd-
skerinn, sem fyrr er um getið, að Vige-
land hafi tvívegis ráðist í siglingar,
þann tíma, sem hann vann hjá honum,
verið tvo til þrjá mánuði að heiman í
hvort skipti, og meira að segja orðið
skipreika í báðum ferðum.
Nú tók föður hans að elna sjúkdóm-
urinn, og andaðist hann heima að
Vigeland árið 1886. Gustav hvarf þá
heim frá námi, og bjó með móður
sinni og bræðrum næstu tvö árin.
Ekki sleit hann samt tryggð við listina,
heldur skar í tré, teiknaði og las í öll-
um tómstundum sínum. Hann vann
og að mótun mannamynda, en sá
liængur var á, að hann varð að eyði-
leggja hverja mynd, sem hann hafði
lokið við, til þess að geta byrjað á
nýrri, því að leir átti hann ekki meiri
en það, að vart nægði í eina andlits-
mynd, og var leirinn skilnaðargjöf frá
Fladmoe.
Haustið 1888 hélt hann til Oslóar.
Skorti liann þá sex mánuði í tvítugt.
Meðferðis hafði hann margar teikn-
aðar myndir og frumdrætti, er hann
hafði dregið heima, og hugðist bera
þær undir dóm Bergslien eða Skei-
broks, en þeir voru þá taldir fremstir
norskra myndhöggvara og báðir starf-
andi í Osló. Þegar til borgarinnar
kom, brast hann kjark til að leita á
fund þeirra. Réðist hánn til mynd-
skera eins fyrir lítið kaup, varð at-
vinnulaus um jólaleytið, svalt og átti
engan samastað, en svaf í kjallaragöng-
um og hvar sem afdrep var að finna.
Á VAR ÞAÐ, að hann tók í sig
kjark, fór á fund Bergslien gamla
og sýndi honum myndirnar.
Snorramynd Vigelands.
„Hafið þér sjálfur dregið þessar
myndir?“ varð hinum aldna meistara
að orði, er hann hafði skoðað þær um
stund. „Betri myndir minnist ég vart
að hafa séð. Svei mér þá. Myndhöggv-
ari verðið þér að gerast. Eg skal tala
máli yðar við mikilsmegandi menn,
já, við konunginn sjálfan.“
Og Bergslien gamli lét ekki sitja við
orðin tóm. Hann hóf fjársöfnun með-
al málsmetandi manna, Vigeland til
námskostnaðar. Sjálfur veitti hann
honum tilsögn í sinni eigin vinnu-
stofu og reyndist honum vel í hví-
vetna. Vigeland vann af kappi, en sam-
skotastyrkurinn nægði honum ekki
einu sinni til brýnustu nauðsynja og
oft varð hann að þola kulda og skort.
Margan daginn svalt hann heilu
hungri. Efnamaður nokkur bauðst til
að taka hann að sér í sonar stað og
kosta hann til náms, en hann afþakk-
aði boðið.
Er hann hafði stundað nám hjá
Bergslien nokkra hríð, réðst hann til
náms hjá Skeibrok, og var það að ráði
Bergslien. Skeibrok mátti sín mikils,
og álitið var, að hann hefði hönd í
bagga hvað styrkveitingar til ungra
listamanna snerti. Margar rnyndir
mótaði Vigeland á þessum árum,
vöktu sumar þeirra nokkra athygli og
eina þeirra keypti Listfélagið, lét
brenna hana í leir og efndi til happ-
drættis um liana.
Árið 1891 hlaut Vigeland í fyrsta
skiptið styrk til utanfarar og lagði
liann leið sína til Kaupmannahafnar.
Þar kynntist hann ýmsum velmetnum
myndhöggvurum og vann að sínum
eigin myndum á vinnustofum þeirra.
Þar lauk hann og við fyrstu myndina,
er vakti athygli almennings á list hans
og hæfileikum. Nefndi hann myndina
„Útskúfun" og sýnir hún mann og
konu, er lialda í útlegð með börn sín
tvö. Eldri drengurinn hleypur við
hlið föður síns, glaður, djarfur og
áhyggjulaus; konan, sem ber yngra
barnið á handleggiium, er sviphrein
og upplitsdjörf, en maðurinn er nið-
urlútur og ber öll merki samvizkubits
og örvinglunar á andliti sínu. Hund-
ur fylgir þeim, og sýnir hann, að Vige-
land lét ekki síður að móta dýr en
mann, eins og oft sannaðist síðar. —
Mynd þessi var sýnd á listasýningu í
Kaupmannahöfn, og vaki mikla aðdá-
(Framhald á bls. 27)
Gustaf Vigeland. Teikning.
8