Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Qupperneq 17

Samvinnan - 01.04.1948, Qupperneq 17
ins. Sú sönnun var þegar fengin á dögum Jónasar Hallgrímssonar. Og hver áratugur, sem liðið hefur síðan, hefur staðfest hana. Allvíða, einkum í bæjunum, liafa vaxið upp fagrir stofuar og friðsælir skógarlundir. I'eir, sem það starf hafa haft með höndum, að hlynna að þessum gróðri og skapa honum sæmileg lífsskilyrði, einkum er hann var á bernskuskeiði, hafa lært af þessari revnslu, hún hefur orðið þeim uppörvun og hvatt þá til þess að leggja hönd að því mikla strríi að fegra land sitt og heimabyggð með skógi. EN ER ÞÁ 100 ÁRA STARF okkar 1 þtssa átt, orðið harla gott? Höfum.við náð eins langt fram á við og efni standa til? Þemi spurningum þyrfti hver einasti íslendingur, sem nokkurt tækifæri hefur til þess að láta gott af sér leiða í þessu efni, að svara. Er.v. má bezt átta sig á ástandinu í þessum efnum með því að hugleiða, h\rort ólíklegt sé, að 15 ára unglingi, á þessu herrans ári 1948, nærri 130 árum eftir að Þorlákur í Skriðu setti nið- ur græðlinga sína, yrði starsýnt á íturvaxið reynitré, er yrði á leið hans, af því að hann hefði aldrei áður á ævinni séð svo fagran og gjörfilegan jarðargróður eða látið sig dreyma um mátt íslenzkrar moldar, að geta uppfóstr- að liann. Það er áreiðanlegt, að þótt miklar og margháttaðar breytingar hafi orðið á flest- um þjóðfélagsháttum, afkomu og útsýni landsmanna á síðastliðnum 130 árum, hafa þær ekki náð að fyrirbyggja það, að slík geti orðið reynsla æði margra unglinga úr flest- um landsbyggðum. Er sú staðreynd ekki ærið íhugunarefni og raunaleg áminning um það, að þótt það hafi verið fullsannað í meira en heila öld, að það er hægt að rækta tré á ís- landi, er eins og þjóðin trúi því ekki enn þann dag í dag. Ef allir forfeður okkar hefðu átt til að bera dug og bjartsýni Þorláks í Skriðu, mundu skógarlundir, eins og þeir, sem sýndir eru á myndum á þessum blað- síðum vera við hvern bæ á Islandi. En hver er staðreyndin? Hún er sú, að þótt reynivið- ur þurfi ekki nema nokkurn hluta af aH- ursskeiði trjánna í Skriðu og Fornhaga til þess að ná fullum þroska, eru þessi tré enn þann dag í dag undrunarefni ungra og aldr- aðra, leikra og lærðra, fegurri, stórvaxnari og skjólmeiri, en skógargróður, sem yfirHitt sést við hýbýli manna í sveit og bæ. Fólkið í landinu hefur ekki stundað skógræktina af meira kappi en þetta í 100 ár. Allvíða um sveitir má sjá fagra skógarlundi heim við hæ, eða úti í haga, þar sem hugsjónaríkir ung- mennafélagar voru að starfi fyrir 30—40 ár- um. En allt í kringum þessa skógarreiti er autt land. Þeir hafa ekki verið stækkaðir, og nýir reitir eru undantekning. Nágranni bóndans, sem hefur komið upp skógarlundi, eða tekið við honum í arf, lítur bæ sinn á berangri ár eftir ár og gerir ekkert til þess að breyta þessari ásýnd. Og þó getur skógurinn þrifizt eins vel í hans landareign og í jörð nágrannans. Á SÍÐUSTU ÁRATUGUM hefur þjóðfé- lagið sjálft haldið uppi allmikilli skóg- læktarstarfsemi. Sú starfsemi hetur að veru- legu leyti hnigið að því að varðveitá þær fornu skógarleyfar, sem enn uxu villtar í hag- anum, grisja þær leifar og girða og auka v'axtarskilvrði þeirra. Árangurinn hefur orðið inikill. í stað þess að jörðin væri eydd, miðar nú að því, að hún verði grædd. En skógrækt- arstarf það, sem ríkið kostar og ber ábyrgð á, hefur átt við erfiðleika að etja. Því hefur verið skorinn þröngur fjárhagsstakkur. Margt er ógert, sem forráðamenn þessara mála hefðu kosið að framkvæma fyrir löngu. En þótt takmörkuð fjárveiting ríkisins og fá- mennt starfsllð hafi sett þiöng takmiirk fyrir þeim árangri starfsins, hefur eitt þó einkum verið þriiskuldur þess, að hraðar gengi að ,,klæða landið", rækta trjálund við hvern bæ breyta berangri í skjólmikið skógarbelti. Það er áhugaleysi landsmanna. Skýrslur sýna, að tiltölulega fámennur hóp- ur landsmanna er starfandi í skógræktar- félögunum. Allt of fáir búendur fórna örlitlum hluta tíma og starfsorku til þess að gróðursetja tré og runna við hýbýli sín. Ef ekki verður mikil breyting á jressu í tíð jress- arar kynslóðar, geta afkomendur okkar sagt sömu orðin og spretta á tungu Jreirra, sem nú staldra við og skoða reynitrén í Skriðu og Fornhaga, eða önnur fögur tré, sem náð hafa miklum jrroska og fegurð. Ef feður okkar hefðu átt til að bera dug og bjartsýni Þor- láks í Skriðu og sona hans, myndu slíkir lundir standa við hvern bæ og í hverri byggð, til fegrunar landinu og til skjóls og m.inn- bóta íyrir íbúa Jress. I þessu er falúr 'áskorun, sem við éigum að vcra menn til að taka Það er cklii aðeins reynirinn og birkið, sem ncer skjótum þroska i islenzkri mold. Þessar asþir uxu meira en mannhað á þremur árum i Múlakoti syðra, upp af frcci, sem flutt var frá Alaska. Hríslurnar i Fornliaga, frá 1820—30. Myndin tekin 1938. 17

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.