Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Side 23

Samvinnan - 01.04.1948, Side 23
 í svuntu mömmu eða falið sig að baki i henni. — Slík feimni og afkáraháttur I er mjög algengur á þessu aldursskeiði. i En aðferðin krefst mikils skilnings í og næmis á sálarlífi barnsins og í sum- | um tilfellum töluverðs hugvits og i kænsku. i „Tangarnar þoldu ekki að sjá vinnukonuna!" = ..mmmmmmmmmi.. immmmii Útvarpsþáttur Eftir FROSTA. UTVARP OG „ÚTVARPSTÍÐINDI" VIÐ ÍSLENDINGAR eigum okkar „Útvarpstíðindi“ eins og flestar þær þjóðir, sem starfrækja sjálfstæðar út- varpsstöðvar. Þetta blað er þó ekki gef- ið út af útvarpinu sjálfu, eins og t. d. brezka útvarpsblaðið, að því er séð verður, heldur er hlutafélag útgefand- inn. Eigi að síður mun útvarpið þó hlynna að blaðinu og láta sig nokkru skipta málefni þess. Má m. a. ráða það af því, að það auglýsir að jafnaði í blað- inu og forráðamenn þess ræða helzt málefni útvarpsins á þessum vettvangi, þótt eigi geti þær viðræður þeirra við hlustendur kallast fjölskrúðugar. Út- varpsblöð flestra þjóða eru merkisrit og eftirsótt af öllum almenningi. Þar geta hlustendur kynnt sér dagskrárefni langt fram í tímann, sett á sig atriði, sem þeir gjarnan vilja hlýða á en tnundu e.tv. fara fram hjá þeim ef dag- skrártilkynningar væru einskorðaðar við flutning í útvarpi t. d. einu sinni í viku, svo sem hér tíðkast. Af þessum dagskráryfirlitum í útvarpsblöðunum má og fá gott heildaryfirlit yfir það út- varpsefni, sem á boðstólum er. Þá birta þessi útvarpsblöð jafnan mikið að því talaða orði, sem útvarpað er í hverri viku. Brezka útvarpsblaðið flytur jafn- an mikið af slíku efni, og er vissulega fengur að því fyrir þá, sem hafa ekki tækifæri til þess að hlýða á markverð erindi á hverju kvöldi. Loks flytja þau uppbyggilega gagnrýni um það efni, sem flutt er, hljómlist, leikrit, ræður o. s. frv., auk úrvals bréfa frá hlustendum um málefni útvarpsins og efnisval þess, til lofs og lasts. ÍSLENZKA ÚTVARPSBLAÐIÐ er miklu minna blað en sum erlend út- varpsblöð, og eru eðlilegar orsakir til þess. Það getur því ekki Ijáð rúm til þess að birta úrval þeirra útvarpser- inda, sem flutt eru. Til þess skortir það rúm. Þó heldur það uppi viðleitni í þessa átt. Aftur á móti skortir nær al- gerlega að hæfir gagnrýnendur ræði efni útvarpsdagskrárinnar, hljómlist, leikrit og ræður, og er það ljóður á rit- inu, sem telja verður að hægt sé að bæta úr. Bréf hlustenda geta verið fróðleg, skemmtileg og æði oft gagnleg, en miklu meiri fengur væri þó oftast að krítísku mati á dagskránni frá sérstök- um gagnrýnendum. Þótt þarna skorti verulega leiðbeiningar fyrir almenning í þessu útvarpsblaði okkar, verður þó að telja, að meiri ljóður á ráði þess sé sú staðreynd, að vitneskja um dag- skrána er þar mjög af skornum skammti. Mér er það ljóst, að þessari gagnrýni verður að beina til f o r r á ða- manna útvarpsins en ekki til ritstjóra og útgefenda blaðsins. Dag- skráin, eins og hún birtist í „Útvarps- tíðindum“ hverju sinni, ber það Ijós- lega með sér, að undirbúningi dagskrár og ákvörðunum, er mjög ábótavant í höndum þeirra starfsmanna útvarpsins, sem þeim málum eiga að sinna. Raunar kemur þetta ekki aðeins fram í út- varpsblaðinu heldur einnig í dagskránni sjálfri, auglýsingu hennar og flutningi. EG HEFI hér fyrir framan mig hefti „Útvarpstíðinda“, sem flytur dag- skrána 11.—17. apríl. Þessi birting er mjög ófullkomin. Dæmi: Þátturinn „Um daginn og veginn“ er auglýstur þannig, að ekki er getið um, hver flytji hann. Tónleikar eru auglýstir þannig, að aðeins er sagt að þeir séu „af plöt- um“ en ekki hvers konar hljómlist verði leikin.Ekki getur um það,hver sé „smá- saga vikunnar“, né heldur hver lesi. Einn daginn auglýst „erindi“, en ekki hver flytji, né um hvað verði talað. Þó tekur út yfir, þegar dagskrá sum- ardagsins fyrsta, er auglýst með þessum hætti: „Fimmtudagurinn 22. april. (Sumardagurinn fyrsti) .. ..“ Þetta er öll upplýsingin, sem forráða- menn útvarpsins hafa treyst sér til þess að láta í té um dagskrá útvarpsins á cinum helzta hátíðisdegi þjóðarinnar. Flestir munu sjá, að svona á þetta ekki að vera, og raunar ekki undarlegt, að dagskráin sé gölluð á stundum fyrst ekki er lögð meiri vinna í undirbúning þennar en þarna virðist gefið til kynna. Undurbúningur daeskrár er vanda- (Framhald d neestu sítiu). Illllllllll||■llll■lllllll||||||||lllllllllllllllllllllllll■llll■ll■lllllllllllllllllllllllllllllllllll■lllll■l•llll•llllllll■llll•ll•l■•lll••■■■■l■l■>■llllllllllllllll■■■■lllllllll» 23

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.