Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Qupperneq 25

Samvinnan - 01.04.1948, Qupperneq 25
f f I'undargestir á Kelilsstöðum á Völlum (Framhald af bls. 10) árhlíð, og eru þó margar góðar. Þar slóust tveir bændur í för með okkur, hinir skemmti legustu menn. Einkum var það þó annar þeirra Hallgrímur, sem sagði okkur mjög spennandi sögur, sannar og lognar, og höfð- um við af því hið mesta gaman, enda sagði maðurinn prýðilega frá. Þegar kemur nokkuð út fyrir Sleðbrjót, norður undir Kaldá, beygir vegurinn inn að Hlíðarfjöllunum, í áttina til „seljanna", sem þar eru. I einu þeirra, Grófarseli, býr deildarstjóri þeirra Hlíðarmanna, Björn Kristjánsson, og á hans bæ átti fundurinn að vera. Grófarsel er fæðingarstaður tveggja merkra samvinnumanna, þeirra Eiríks kaup- félagsstjóra á Þingeyri og Arnþórs sölu- stjóra Gefjunnar á Akureyri, en þeir eru sem kunnugt er bræður Helga Þorsteins- sonar framkvæmdastjóra Innflutningsdeildar SÍS. Björn Kristjánsson er merkilegur maður. Það þurfti karlmennsku og kjark af ein- yrkja til þess að taka sig upp með fjölskyldu á erfiðum árum og setjast að á niðurníddu afdalakoti í lirjóstugri og illviðrasamri sve'.t. Sumum fannst þetta ganga vitfirringu næst. Elitt er J)ó meira afrek að halda velli og sigr- ast á öllum erfiðleikum, já, vaxa við hverja raun. Slíkur maður er Björn í Grófarseli. Þar sem áður voru mannlausir moldarkofar og kargaþýfi, blasir nú við snoturt íbúðarhús úr steini, viðbyggt fjós og stór verkfæra- geymsla. Ný dráttarvél o. fl. jarðyrkjutæki bruna í stóru flagi, sem mun leggjast við nýrækt fyrri ára, og myndarlegur barnahóp- ur hefir fæðst og vaxið upp. Þetta allt er þáttur úr dagsverki Björns og konu hans, Magnhildar Stefánsdóttur frá Sleðbrjót, síð- an þau fluttu að Grófarseli. Þessi merki- hjón eru ennþá á bezta aldri ,svo engra eftir- mæla þarfnast þau. „Það er margt, sem mig langar til að gera,“ sagði Björn við mig. Þeg- ar eg rifja upp fyrir mér, liversu ópreyttur liann virðist vera eftir allt það, sem hann hefir afrekað og mun lengi bera vitni at- orku hans og manndómi, get eg ekki efast um, að heilbrigði hans og þróttur endist vel til hraustlegra átaka á eyðiflákum og heiðalöndum þess hluta ættjarðarinnar sem spor hans liggja um. Hjá þessum manni var Hlíðardeildarfund- urinn haldinn á vinnuhjúaskildaga 1947. Fundurinn var sóttur af velflestum bændum í sveitinni. Björn stýrði honum af rögg- semi og tók oft til máls. I ræðum hans gætti ókvartsamara viðhorfs og meiri bjartsýni en annarra. Eg hefi engan hitt, er mér við skyndikynningu hefir fundist líta jafn æðru- laust fram á veginn og Björn. Og þetta lífs- viðhorf hans er liressilegra og minnisstæð- ara fyrir það ,að maður gæti freistast til að halda hið gagnstæða, Jaegar litið er á lífs- aðstöðuna. Einnig stingur það mjög í stúf við sultarbarlóm sumra, sem þó virðast baða í rósum. Seinnihluta dagsins hélt eg til Egilsstaða, en Þorsteinn alla leið heim á Reyðarfjörð. Nut- um við skemmtilegrar samfylgdar þeirra Hrafnabjargabænda til baka, svo lengi, sem leiðir lágu saman. NÆSTI DAGUR var uppstigningardagur, 15. maí. Um morguninn gekk eg um næsta nágrenni Egilsstaða og skoðaði fyrir- bæri lífsins á þeim slóðum. Kaupfélag Hér- aðsbúa hefir þarna mikla og vaxandi aðstöðu. Fyrir nokkru er verzlunarútbú Jaess tekið til starfa, trésmíðaverkstæði er starfrækt þar og hið mikla sláturhús er í smíðum. Sumir kaupfélagsmanna hafa áhuga fyrir Jjví, að á Egilsstöðum verði sem fyrst heimili og höfuð- aðsetursstaður kaupfélagsins, hvað sem úr verður. Egilsstaðaþorpið er nú að rísa upp á hinum svonefnda Gálgaás. Mig minnir, að fullbyggð hús og í smíðum væru orðin 13 eða 14, þ.á.m. sjúkrahús og dýralæknisbústaður. Nokkuð skiftar skoðanir virtist mér gæta um áframhaldandi lífsmöguleika [jcss fólks, sem í góðri trú hefir setzt að í [jessari „ríkissjóðs- nýlendu“. Engu skal hér spáð þar um. Reynslan kemur kemur til með að verða ó- lygnust, og vonandi fer allt sem bezt. í norðurenda ássins, austanverðum, má ennþá sjá vegsummerki eftir fyrirkomulag á aftökustað þeirra Héraðsbúa við Gálga- klett. í honum eru sprungur, Jjar sem gálga- endunum hefir verið komið fyrir í, skorðuð- um grjóti. Fyrir neðan klettinn sjást enn Jjann dag í dag tvennskonar mannabein; önnur úr litlum eða meðalmanni, hin stór- um. Er til áhrifrík sögn um afdrif þeirra nafna Valtýs og Valtýs í grænni treyju, en þeir voru báðir, síðastir manna, hengdir við Gálgaás, og þeim eru eignuð áminnst bein. Tennur tvær fann eg og tók, vaíalaust sína úr hvorum. Tel eg mig hafa fengið smþykki þeirra fyrir ráninu. Að afliðnu hádegi kom Þorsteinn gust- mikill neðan frá Búðareyri. Slóst eg strax með í förina, sem nú var heitið út að Breiðavaði, sem er um það bil miðja vega milli Egilsstaða og Eiða. Þar býr merkis- bóndinn Þórhallur Jónasson, lireppstjóri. Hann er einn í stjórn Kaupíélags Héraðs- búa, og hjá honum hafði verið boðaður fundur fyrir kaupfélagsmenn í Eiðaþinghá. Deildarstjóri þeirra er Björn Sveinsson á Eyvindará og jafnframt annar endurskoð- andi K. H. B. Það, sem eg man bezt eftir frá Breiðavaðsfundinum, er söngurinn. Oftar en einu sinni var lagið tekið og sungið full- um liálsi. En nú verð eg að skjóta Jjví hér inn í, að ekki væri rétt að láta lesendur Jjessara lína standa í þeirri meiningu, að þetta liefði verið í eina skiftið, sem skapið var kætt og bætt með söng. Á mörgum fundanna var sungið; ekki sízt af Skrið- dælingum og hinum skörpu Fellamönnum. Margir tóku til máls á Breiðavaði, enda var þar margt góðra ræðumanna, svo sem Þórhallur, Þórarinn kennari á Eiðum, Sig- urbjörn Snjólfsson o. fl. Svolítið var „rifist". Sá, sem herskáastur sýndist, var ungur bóndi, sem virtist mjög haldinn kommún- istiskum skoðunum og vera baráttufús. Þótt vafalaust hafi liugur fylgt máli, var þó við- ureign hans og kaupfélagsstjórans öðrum þræði blandin gáska. Átti hinn skemmtilegi strákur í Þorsteini góðan þátt í Jjví. Mér fannst hann alltaf liafa einstakt lag á því að beina jafnvel „gráum meiningum“ í far- veg léttrar og góðlátlegrar kímni. Þetta gerði andrúmsloftið áreiðanlega léttara og laus- ara við lævi, án þess þó að draga úr áhrifum þess, sem meint var alvarlega. EGAR liér var komið sögu, höfðum við Þorsteinn mætt á 9 fundum deilda Kaup- félags Héraðsbúa. Var nú aðeins ein deiln eftir „í efra“; Jökulsárdeild. Færð Jjangað og ferðaáætlun mín leyfðu mér ekki að heimsækja þá heiðursmenn að þessu sinni. Við fórum því ofan á Reyðarfjörð, og var Fagridalur nú annar yfirferðar en fyrir 10 dögum, Jjegar brotist var upp eftir. Daginn eftir skrapp eg til Eskifjarðar og átti t.al við Jón Sveinsson kaupfélagsstjóra Jjar. Á laugardag var haldinn fundur í Reyð- arfjarðardeild. Formaður hennar var Brynj- ólfur Þorvarðarson, bróðir Stefáns sendiherra í London. Hann tók nú það ómak af Þor- steini að lesa upp reikninga kaupfélagsins og útskýra [já. Mátti Brynjólfur trútt um tala, Jjví hann hefir verið skrifstofustjóri Ivaup- félags Héraðsbúa í herrans háa tíð, og sýnt í [jví starfi mikinn dugnað og samvizku- semi. Nú var liann á leiðinni að flvtia bú- ferlum til Stykkishólms, þar sem hann einnig verður kaupfélagsskrifstofustjóri. Það kom greinilega fram á þessum fundi liver eftirsjá mönnum fannst að Brynjólfi og hvers þeir meta störf hans í þágu félagsins. Seinna var [jeim lijónum haldið kveðjusamsæti. Af mér er það að segja, að vegna komu 25 MEÐAL SAMVINNUMANNA ...

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.