Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 28
peningunum ráða. Að ég gerðist lið- hlaupi. . . . og það óttast eg mest.“ Á meðan Vigeland dvaldi í París, kom hann nokkrum sinnum í vinnu- stofu Rodins. Um Rodin hafði á sín- um tíma staðið styrr mikill, þar eð list hans var skoðuð sem skefjalaus upp- reisn gegn þeina stefnum, er þá ríktu í höggmyndalist, og enda þótt snilld hans væri löngu viðurkennd, er Vige- land kynntist honum og verkum hans, átti hann það enn til að hneyksla dóm- arana. Ef til vill hefur Vigeland orðið fyrir nokkrum áhrifum frá verkum Rodins, og eflaust hafa þau aukið hon- um kjark og djörfung. IGELAND kvaddi París og hélt heim. Baráttan í sál hans fór síharðnandi. Hann varð bölsýnn og á stundum nálguðust þjáningar hans örvinglun. Auk þess var hann ekki líkamlega heill. Annar bræðra hans hafði þá fyr- ir nokkrum árum látist úr tæringu, og nú óttaðist Vigeland, að hann yrði sjálfur þeim sjúkdómi að bráð. Sem betur fór reyndist vanheilsa hans ekki svo alvarlegs eðlis, heldur mun hafa verið um eftirköst langvarandi skorts og hrakninga að ræða, en söltum ótt- ans gekk hann ekki heill á hólm við sálarkvalir sínar, og fór svo, að vinir hans tóku að örvænta um úrslitin. Þegar Egill Skallagrímsson varð svo harmþrunginn við sonamissinn, að hann vildi ekki lifa, en sá þó nokkur tormerki á að svelta sig í Hel, vegna bragða dóttur sinnar, þá kvað hann um sorg sína, og leysti sig þannig úr viðjum hennar; tók síðan aftur upp sín daglegu störf og venjur eins og ekkert hefði í skorizt. Gustav Vigeland fór líkt að. Hann kvað sig úr viðjum efans og bölsýninnar; kvað sig frá ör- væntingu og sturlun, er hann orti í leirinn þjáningar sínar. Þessi kvæði hans voru rismyndir tvær, er hann nefndi „Dómsdag" og „Helvíti". Hug- ljúf eru verk þessi ekki, enda vart við að búast. Þau eru hrjúf, og að margra dómi óhuggnanleg túlkun og ýkt á kvölum, örvinglun, myrkri og tortím- ingu mannssálnanna, á þeim dóms- degi, sem þær kalla yfir sig með efa sín- um og sjálfslygi, og því Helvíti, sem verður hlutskipti þeirra við dómsúr- skurðinn. Útfærsla og stílform þessara verka, var með þeim hætti, að margir 28 hneyksluðust, en nokkrir töldu höf- undinn stæla Rodin, og féll honum það þungt. En hvað um það. Með verkum þess- um tókst Vigeland hið sama og Agli forðum, er hann orti Sonatorrek. Nú gat hann gengið ótrauður og vondjarf- ari til orrustu við ytri örðugleika og tálmanir. Og enda þótt þessi verk hans sættu gagnrýni, duldist engum, sem leit þau og unni honum réttdæmis, að mikils mætti af honum vænta. Enn hlaut hann ferðastyrk. Fór hann til Berlínar og tvívegis til Ítalíu. í Ítalíuförinni skoðaði hann verk hinna fornu meistara og dáðist að mörgum þeirra. — Þegar heim kom, hlaut hann, fyrir atbeina vina sinna, fast starf við myndskreytingu Þrándheimsdómkirkju, og vann hann að því um fimm ára skeið, eða frá 1897 til 1902. Einnig vann hann nokkuð að sjálfstæðum verkum og fékkst nokkuð við mótun mannamynda. í Á.RIÐ 1901 ferðaðist Vigeland til _/\_Englands, þeirra erinda að kynm ast kirkjuskreytingarlist frá miðöldum vegna starfsins við dómkirkjuna. Það mun hafa verið í þessari ferð, sem hugmyndin um brunninn mikla vaknaði með honum. Skömmu eftir heimkomuna sagði hann lausu starfi sínu við dómkirkju- skreytinguna, og settist að í Osló. Þar fékk hann sæmilegt húsnæði til starfs síns, og nú tók hann til óspilltra mál- anna við fullgerð eldri verka og sköp- un nýrra. Hann var hamhleypa til starfa, að minnsta kosti þegar hann var sinn eiginn herra, og á þeim áratug, eftir að hann var laus úr skreytingar- starfinu, náði listrænn sköpunarkraft- ur hans mestum hraða og orku. Jafn- framt breyttist stíll hans nokkuð, náði smám saman meiri ró og festu, án þess að glata þrótti sínum og djörfung, og að síðustu náði hann því einlæga lát- leysi í línubyggingu og túlkun, og heiðríkju í formi, sem aðeins á sér hliðstæðu í list beztu myndsnillinga allra alda. Hann mótaði enn mikið af mannamyndum, og gat sér hróður í þeirri grein ,einnig gerði hann stór líkneski og varða ýmissa frægra manna, og prýða þau verk hans torg og garða í Osló og fleiri borgum Nor- egs. Ekki eru þau verk öll jafngóð, sem ekki er von, og alltaf mun hann hafa átt örðugt með, að vinna verk „eftir pöntun“, enda þótt sum þeirra tækj- ust vel. Það voru þau verk, sem hann vann samkvæmt köllun og eigin geð- þótta, sem hann með réttu hlaut mest lof og frægð fyrir. Skap hans var slíkt, að hann mátti helzt ekki til neinna fjötra eða kvaða finna. Til þess að meta afköst hans ein, verður að hafa hugfast, að mótun og sköpun listaverkanna, var aðeins einn þáttur í starfi hans, að vísu auðvitað' mikilvægasti þátturinn, en á stundum ekki sá tímafrekasti. Sjálfur stevpti hann verk sín í gibs og jafnvel bronze, lengst af við litla aðstoð, og auk þess tók hann sjálfur mikinn þátt í að höggva stærri myndir sínar í marmara eða granít, og hafði umsjón alla með því verki. OG DRAUMURINN um brunninn mikla heimsótti hann aftur, unz svo fór, að hann fastréð að gera þann draum að veruleika. Það tókst honum. Hann varði til þess lengstum hluta ævi sinnar. í nærfellt fjörutíu ár neytti hann til þess miklu af starfsorku sinni, og síðari ár ævinnar, varði hann kröftum sínum því sem næst óskiptum til þess að ná því marki. Brunnurinn mikli varð líf hans og köllun. Er Vigeland lézt, var því verki svo langt á veg komið, að öðrum er fært að ljúka því. Og þegar brunnurinn mikli er fullgerður, verð- ur þar um að ræða svo tröllaukna sam- stæðu listaverka, að hvergi getur aðra slíka í víðri veröld. Um þetta mikla verk hefur þegar verið nokkuð rætt og ritað í blöðum og útvarpi hér á landi, og mun því ekki frekar lýst hér, og ekki heldur þeirri þrotlausu, örðugu, en sigursælu baráttu, sem höfundur þess háði, til þess að hann mætti lirinda því í fram- kvæmd. GUSTAV VIGELAND var ekki að- eins frábær og frumlegur snill- ingur á sviði myndlistarinnar. Hann var hugsuður og stórbrotið skáld. Og ef til vill fyrst og fremst skáld. Nýnorrænt skáld var hann ekki. Ekki einu sinni að formi til. Hann var fornnorrænt skáld. Hann hugsaði og kvað í anda þeirra, sem forðum ortu Völuspá og Hávamál.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.