Samvinnan - 01.09.1953, Page 3
r
Verkefni, sem þarf að /eysa
Eitt höfuðskilyrði til þess, að smásöluverzlun geti
veitt góða þjónustu, er að hún hafi sem mest vöruval.
Til þess að svo geti orðið, þarf mikið fjármagn og dýrar
byggingar, og er því varla von, að ekki stærri þjóð en Is-
lendingar hafi náð hámarki fjölbreytninnar, sem fæst í
svokölluðum deildaverzlunum eða magazínum, svo að
notað sé hið kunna orð nágrannaþjóðanna yfir slíkar
verzlanir.
Ef athugað er, hversu langt íslendingar hafa komizt í
þessa átt, kemur í ljós að hlutur kaupfélaganna er þar
mjög glæsilegur, allt frá því Eyfirðingar reistu hið mynd-
arlega kaupfélagshús á Akureyri fram til verzlunarhúsa
kaupfélaganna á Selfossi og í Húsavík, sem komast allra
íslenzkra vöruhúsa næst deildaverzlunum stórþjóðanna.
Mörg fleiri verzlunarhús kaupfélaga mætti nefna, sem
eru reist af þeim stórhug og myndarskap, að undrum
sætir fyrir ekki stærri byggðir en hér eru til.
★
En betur má, ef duga skal. Það er ljóst hverjum manni,
að þrátt fyrir þessi stórátök geta ekki nema stærstu fé-
lögin haft það vöruúrval, að félagsmenn verði ekki meirá
eða minna að leita lengra — og þá virðast allar götur
liggja til Reykjavíkur. Þar verzlar fólk af öllu landinu
fyrir tugi milljóna á ári hverju til viðbótar við verzlun
þess helmings þjóðarinnar, sem býr á suðvesturhorni
landsins.
En jafnvel í Reykjavík er engin deildaverzlun til enn
þann dag í dag. Þar byggist verzlunin að langmestu leyti
enn á smáverzlunum, og fólk verður að leita búð úr búð
til þess að finna vöru, sem það vanhagar um. Hvílík þæg-
indi væru það ekki fyrir alla aðila, ef til væri myndarleg
deildaverzlun, þar sem allar vörur fást, — þar sem fara
mætti hæð af hæð og skoða hið fullkomnasta vöruval,
sem fáanlegt er á hverjum tíma?
Slíkar deildaverzlanir hafa risið upp í öllum löndum
og eru svo almennar, að fyrr eða síðar hljóta þær einnig
að rísa á íslandi, fyrst og fremst í höfuðstaðnum en síðar
í stærstu verzlunarbæjum utan hans. Þetta er verkefni,
sem bíður óleyst, og á því er enginn efi, að lausn þess
verður fagnað af öllum almenningi, þegar hún kemur.
★
En hver á að leysa slíkt verkefni fyrir þjóðina? Er
ekki eðlilegt, að samvinnuhreyfingin, samtök yfir 30.000
landsmanna um verzlunarmál, hafi áhuga á að lyfta slíku
Grettistaki?
Það er vafalaust ofvaxið einstöku kaupfélagi að koma
slíkri deildaverzlun á fót, svo stór og umfangsmikil sem
hún verður að vera. Er því eðlilegt, að öll kaupfélögin
standi að slíku stórvirki ásamt heildarsamtökum þeirra.
Eru fordæmi fyrir því í nágrannalöndum, að sú leið hef-
ur verið farin, og hefur kaupfélagsfólki hvarvetna þótt
hún sjálfsögð og reynslan mælir með henni.
Þessari sameiginlegu deildaverzlun kaupfélaganna
verður að koma þannig fyrir, að félagsmenn þeirra fái
endurgreiðslu fyrir viðskipti sín hjá henni, ef afgangur
verður í árslok, annaðhvort beint eða gegnum sín eigin
kaupfélög.
★
Hér er um að ræða stórframkvæmd, sem mun kosta
mikið fé. Forráðamenn samvinnuhreyfingarinnar hafa
þegar sýnt þá fyrirhyggju, að kaupa Ióðir, sem vel mundu
henta fyrir slíka byggingu. Að öðru leyti eru ekki þær
ástæður nú, að hægt verði að hefjast handa í nánustu
framtíð, en orð eru til alls fyrst og til þess er stórmál
þetta lauslega reifað hér í Samvinnunni, að félagsmenn
kaupfélaganna, og þá sérstaklega forráðamenn þeirra,
hugsi málið nokkuð. Það mundi glæsilegt framhald af
þeim árangri, sem félögin hafa þegar náð í verzlunarmál-
um Islendinga, ef þau leystu þetta mikla verkefni að
auki.
3