Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1953, Síða 4

Samvinnan - 01.09.1953, Síða 4
Víðförull maður hélt því einu sinni fram, að hvergi á Islandi væri slík- ur borgarsvipur á einum stað sem við Kaupvangstorg á Akureyri. Ekki gef- ur stærð bygginga ein torginu svip sinn. Hús eru víða stærri. Ekki er það fegurð þeirra. Hús eru víða feg- urri. Ekki er það umferðin. Hún er stórum meiri í höfuðstaðnum. En hvað er það þá? Þessa spurningu er gaman að hug- leiða, þegar gengið er um torgið, fram hjá hinum myndarlegu verzlunar- gluggum, yfir að gistihúsinu, niður að höfninni, upp Grófargil eða upp kirkjutröppurnar einstæðu. Forhlið kirkjunnar, sem menn líta upp til af torginu, og hljómur klukknanna hvern stundarfjórðung, eiga vafalaust þátt í að skapa þennan borgarbrag. En höfuðástæðan getur varla verið áþreifanleg. Hana er að finna í fólk- inu sjálfu og hún endurspeglast í verkum þess. Akureyringar eiga til að bera reisn og myndarskap, sem kemur víðar frarn en í svipnum á þessu torgi. Hví skyldi svo margþættur iðnaður vera á Akureyri, en ekki annars staðar? Það eru ekki aðstæður, heldur fólk- ið, sem skýra það. Hví skyldi Akur- eyri vera ein stærsta togaraútgerðar- stöð landsins, þótt skipin þurfi að sigla hálfa leið inn að Hofsjökli frá sjálfri norðurströndinni til að komast í heimahöfn? Ekki er það aðstæðum að þakka. Það hlýtur að vera fólkið. Hví sk}ddu Akureyri og Eyjafjörður eiga öflugasta kaupfélag landsins? Það eru fleiri blómleg héruð byggð dugandi fólki á íslandi og það eru öflug kaupfélög í hverju einasta þeirra. Ekki eru það aðstæður einar, sem valda því, að KEA hefur jafn mikla veltu og fjögur næst stærstu kaupfélögin til samans. Það er aftur fólkið. Nóg um slíka torgþanka, þótt freistandi sé að njóta sólar, klífa brekkuna, teygja úr sér í Lystigarð- inum og hugleiða slík mál. En sam- vinnuskriffinnur má ekki gleyma því, að samvinnustarf er unnið í nálega hverri byggingu við torgið, enda sterkur samvinnusvipurinn umhverf- is það. Það getur verið fróðlegt að kynn- ast örlítið starfi stærsta kaupfélags landsins, og er þá rétt að byrja á því að líta inn á skrifstofu kaupfélags- stjórans, Jakobs Frímannssonar. Hann stjórnar hinni margþættu starf- semi KEA, frá Eyjafjarðardölum til Grímseyjar, frá matvörusölu til skipasmíða, efnagerðar, gróðurhúsa og gúmmísuðu. Þetta er mikið vald- svið. En hann stjórnar eins og kaup- félagsstjórar stjórna, með fullri ábyrgð gagnvart aðalfundum félagsins og 24 deildarfundum, þar sem tæplega 5000 félagsmenn fella dóm um störf hans og kjörinnar stjórnar með atkvæðum sínum. Það er nokkur munur á þessu eða hinum gömlu faktorum, sem voru aðeins ábyrgir gagnvart einum kaupmanni úti í löndum, eða kaup- mönnum nútímans, sem ekki eru ábyrgir gagnvart neinum nema sjálf- um sér. Kaupfélagsstjórarnir hjá KEA hafa skapað sérstakan þátt í sögu félagsins, sem er einstakur í sinni röð. Hver á fætur öðrum hafa þeir vaxið úr röðum félagsmanna og brotizt áfram frá byrjun sem vikadrengir eða afgreiðslumenn hjá félaginu og orðið afkastamiklir athafnamenn. Jakob er í þessum efnum engin undantekning, því að hann var fastráðinn afgreiðslu- maður hjá félaginu fyrir 35 árum, hefur vaxið með því og nú stjórnað vexti þess um árabil. Hann er einn af reyndustu og dugmestu verzlunar- 4

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.