Samvinnan - 01.09.1953, Qupperneq 5
mönnum landsins, en hefur auk þess
gengizt fyrir margs konar nýjum iðn-
aði og þjónustu, sem veitt hafa Norð-
lendingum bæði atvinnu og vörur,
sem um verð og gæði standa jafnfæt-
is og oft framar því, sem aðrir lands-
menn búa við.
Jakob skýrir svo frá, að heildar-
velta Kaupfélags Eyfirðinga hafi síð-
astliðið ár orðið tæplega 129 milljón-
ir króna. Þar af er vörusala félags-
ins á Akureyri og Dalvík langstærsti
liðurinn, enda er verzlunin sjálf og á
að vera höfuðstarf félagsins. Þá eru
sala verksmiðja félagsins og afurða
innanlands orðin mjög umfangsmik-
il, og veltir mjólkursamlagið eitt 20
milljónum. Þarnæst koma umboðs-
söluvörur til útflutnings, bæði sjávar-
og landbúnaðarafurðir og loks bætast
við ýmsir liðir, svo sem olíusöludeild,
gistihús, blómabúð og gróðurhús,
skipasmíðastöð o. fl. o. fl.
Nú er engan veginn rétt að veg-
sama kaupfélag fyrir stærðina eina,
þótt ánægjulegt sé að kynnast um-
fangsmiklu samvinnustarfi. Því er
fróðlegt að kynnast viðhorfum manna
í félagi, sem náð hefur því þroska-
stigi, sem KEA er komið á.
Að sjálfsögðu verða menn að átta
sig á þeim breyttii aðstæðum, sem
skapast við þann árangur, sem náðst
hefur á tæplega 70 árum, segir Jakob.
Verkefni félagsins og viðhorf þess
hljóta að vera önnur nú en þau voru
á brautryjendaárunum, þegar byggja
þurfti allt frá grunni og ná verzlun-
inni úr höndum erlendra manna. Þeg-
ar félag 'hefur náð mikilli verzlun í
sínar hendur og tryggir bæði, að næg-
ar vörur séu til og verðlagið sé lágt,
færast verkefni þess ósjálfrátt yfir á
svið atvinnulífsins. Inn á þær brautir
hefur fólkið sjálft og þörf þess leitt
kaupfélögin.
Nú eru til dæmis gerðar kröfur til
Kaupfélags Eyfirðinga um að það sé
þátttakandi í miklum atvinnufram-
kvæmdum, sem varða félagssvæðið,
og hefur félagið gert það eftir mætti.
Má til dæmis nefna þátt þess í tog-
arafélagi Akureyringa, sem haft hefur
mikla þýðingu fyrir bæjarbúa. Er því
lítið samræmi í að gagnrýna félagið
fyrir afskipti af of mörgum atvinnu-
greinum og krefjast þess jafnframt,
að það taki þátt í öllum nauðsynleg-
um framkvæmdum, sem gera þarf.
14.8 MILLJÓNIR
I VINNULAUN.
Það er fróðlegt að kynnast þcetti
KEA í atvinnulífi á félagssvœðinu.
Arið 1952 greiddi félagið eða fyrir-
tceki þess 11.7 milljónir króna í
vinnulaun á Akureyri einni. Þar við
bœt'ust 2 milljónir á Dalvík, 873
þúsundir í Hrísey og á Siglufirði
greiddi Njörður h.f. 157 þúsund.
Hér eru ekki meðtalin fyrirtceki
eins og Oddi h.f. og að sjálfsögðu
ekki fyrirtceki, sem félagið er að-
eins þátttakandi t. Samtals nema
þessi vinnulaun til fastráðinna og
annara starfsmanna 14.8 milljónum
króna.
Þetta er upphæð, sem nokkuð mun-
ar um og þó mætti bæta við þetta
verksmiðjum SÍS á Akureyri til að fá
heildarframlag samvinnufélaganna til
atvinnulífsins þar.
Jakob skýrði svo frá, að KEA veitti
félagsmönnum sínum margs konar
þjónustu, sem sjaldan væri talað um.
Sem dæmi nefndi hann, að skrifstofur
félagsins færa í raun og veru búreikn-
inga fyrir hvern bónda í Eyjafirði, en
þeir létu nær öll viðskipti sín fara
fram í gegnum reikning sinn hjá fé-
laginu og fengju hann svo, oft fjöl-
margar blaðsíður, eftir árið. Fleira
slíkt mætti nefna, sem er bein þjón-
usta við félagsmenn, og erfitt að meta
ti! fjár.
VERÐLAGSMÁLIN.
Þegar minnzt var á verðlagsmál,
sagði Jakob, að KEA reyndi yfirleitt
að halda álagningu svo lágri, sem
framast er unnt, og hefði verið svo
undanfarið, að álagningin gæti sízt
staðið undir meiri þjónustu en félagið
veitir í sambandi við vörudreifing-
una. Yfirleitt kvað Jakob álagningu
á helztu nauðsynjavörur vera 15—
18%, en kaupmannaverzlanir fylgdust
með útsöluverði KEA og liöguðu sínu
verði undantekningarlítið eftir verði
kaupfélagsins. Þrátt fyrir þetta er
verðlag kaupfélagsins venjulega
nokkru lægra en hjá kaupmönnum.
Sem dæmi má nefna þennan saman-
burð, sem gerður var í vor milli KEA
og þriggja helztu kaupmannaverzl-
ana á Akureyri:
KEA 1. kpm. 2. kpm. 3. kpm.
Hveiti .... 2.80 3.20 3.25 3.20
2.80 2.80 2.80
Hveiti 10 lbs, . 16.00 18.00 19.50 19.00
Rúgmjöl . . . 3.00 3.00 ekki til
Hafragrjón. . 3.10 3.85 3.40 3.35
Strásykur . . 3.35 3.35 3.35 3.35
Molasykur 4.40 4.80 4.40 4.40
Flórsykur . . 4.10 4.75 4.70
Kandís .... 5.50 6.50 6.60 6.50
Sagó 5.15 7.55 7.50 6.75
Hrísgrjón . . 6.70 5.70 6.00 5.70
Þá vakti það allmikla athygli og
var frá því sagt í dagblöðum, að sam-
Flugbátur Flugjclagsins hefur sig til lojts af Akureyrarpolli.
5