Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1953, Qupperneq 6

Samvinnan - 01.09.1953, Qupperneq 6
anburður á verðlagi KEA og lægsta verði í Reykjavík á nokkrum vöru- tegundum sýndi, að KEA seldi marg- ar þeirra lægra verði en fáanlegt var í höfuðstaðnum. Auk þessa lága verðlags, sem einnig á tvímælalaust meginþátt í því, að verðlag kaupmannaverzl- ana ekki er luerra, já félagsmenn KEA endurgreiðslu eftir að ársvið- skipti hafa verið gerð upp, og nam hún 5% fyrir síðasta ár. Það jafn- gildir einnig verulegri lcekkun á vöruverði. HVAÐ ER AÐ GERAST HJÁ KEA? Eyfirðingar hafa löngum verið stór- huga menn og kaupfélag þeirra eitt mesta framkvæmdafélag í landinu. Líður vart það ár, að ekki þoki nokk- uð áfram verklegum framkvæmdum félagsins, og varð 1952 engin undan- tekning í þeim efnum. Þá var frysti- hús félagsins á Dalvík endurbætt að miklum mun, komið fyrir nj'jum frystivélum í vélarhúsi þess, sem reist var 1951 og það gert mjög afkasta- mikið. Haldið var áfram smíði mvnd- arlegs verzlunarhúss á Dalvík og á Akureyri var byggð kartöflugeymsla. Stendur hún við Skipagötu og hent- ar vel sem almenn vörugeymsla, þann- ig að nota má húsið, þótt uppskeru- brestur verði á kartöflum, og þar með hindra, að framleiðendur þurfi að bera þungan kostnað af geymslum þau árin. Þá átti félagið þátt í fleiri framkvæmdum, svo sem hinni miklu olíustöð á Oddeyri og mætti fleira upp telja. Þetta gerðu kaupfélagsmenn í Eyja- firði á einu ári, þrátt fyrir mikinn skort á lánsfé, sem þá var í landinu, og þó stendur í skýrslu félags- s t j ó r n a r, að kaupfélagið hafi „ekki ráðizt i mikil stórvirki eða umsvifa- miklar fram- kvœrhdir“ á ár- inu! VINSÆL ÞJÓNUSTA. Á þessu ári eru 10 ár liðin, síðan Kaupfélag Eyfirðinga lét fyrst smíða ÚtgerÖ smábáta fcr nú ört vaxandi um land allt, og fjórir bátar, töluvert stcerri en þessi trxlla, verða smiðaðir hjá KEA i vetur. geymsluhólf til leigu í frystihúsi sínu á Oddeyrartanga. Var þetta þá nýung í almenningsþjónustu, sem þegar náði miklum vinsældum og hefur hreiðzt víða um land. Haukur Ólafsson frystihússtjóri skýrir svo frá, að fjöldi manns hafi áður fyrr leitað til frystihússins og óskað þess, að fá geymd matvæli. Var þetta fyrst í stað gert í einni af kæli- geymslum hússins, en það reyndist mjög óhentugt, og var þá tekinn upp sá háttur að smíða smáhólf, sem hægt er að læsa, og leigja þau. Síðan byrjað var á þessari hólfa- leigu, hefur stöðugt þurft að bæta við hólfum, og eru þau nú orðin yf- ir 1100, en þyrftu að vera 200— 250 fleiri, ef fullnægja ætti eftir- spurn. Mun þetta að meðaltali nálgast, að annað hvert heimili á félagssvæði KEA hafi hólf í frysti- húsinu og sýnir það bezt vinsældir þessarar þjónustu. Hólfin eru höfð af mismunandi stærðum og eru leigð fyrir 45—300 krónur á ári eftir stærð. Geyma menn í þeim hvers konar fryst matvæli, kjöt að sjálfsögðu mikið, einnig smjör og slátur og hvaðeina fleira. Hafa menn aðgang að hólfunum á svipuðum tíma og búðir eru opnar og geta þá sótt sér í- matinn af birgðum sínum. A þennan hátt tekst mörgum fjölskyld- um að spara nokkuð á matarkaupum sínum. Bezt er þessi skipan fyrir þá, sem framleiða matvælin sjálfir, enda hafa bændur mjög margir notfært sér þessa þjónustu. Það færist nú í vöxt víða um heim, að fjölskyldur kaupa fryst matvæli í allstórum stíl og gejrma sjálfar. Er byrjað að framleiða erlendis frysti- skápa eða frystikistur til slíkrar geymslu á heimilum og breiðast þessi tæki ört út. Einhvern tíma munu þau vafalaust leysa leiguklefa í frystihús- um af hólmi hér á landi, en tækin eru dýr og enn geta aðeins fá heimili eign- azt þau. Meðan svo er, má gera ráð fyrir því, að vinsældir frystihúsahólf- anna, sem KEA kom upp fyrst allra aðila hér á landi, fari vaxandi. KEA STYÐUR SMÁ- BÁTAÚTGERÐ. Útvíkkun landhelginnar hefur nú þegar borið þann gleðilega árangur, að útgerð smábáta hefur stóraukizt um allt land. Byggist þessi útgerð að miklu leyti á því, að menn eiga báta þá, sem þeir róa á, og geta oft hag- nýtt sér eigin vinnuafl og sinnar fjöl- skyldu betur en ella. Skipta trillur nú tugum í mörgum verstöðvum og heildarafli þeirra er án efa orðinn veruleg björg í þjóðarbúið. Enda þótt öllum þorra landsmanna hafi um skeið verið ljóst, hversu þýð- ingarmikið það er að hlúa að þess- ari smáútgerð, hefur nokkuð þótt skorta á viðunandi aðbúnað fyrir hana. Til dæmis var ókleift að fá trillurnar tryggðar þar til Samvinnu- tryggingar riðu á vaðið fyrir nokkr- um mánuðum og hófu smábátatrygg- ingar. Væri full ástæða til að gefa því meiri gaum, hversu efla megi þessa útgerð og bæta aðstöðu hennar. Mikill og vaxandi áhugi er fyrir smábátaútgerð í Ey^jafirði, og hefur Kaupfélag E}4irðinga viljað leggja mönnum lið til þess að eignast bát- ana. Er nú byrjað á smíði fjögurra sjö smálesta báta í Skipasmíðastöð KEA og mun kaupfélagið lána til smíði bátanna auk þess sem nokkur opin- ber aðstoð hefur fengizt. Bátarnir eru þilfarsbátar, hin myndarlegustu fley, ætluð Hríseyingum. Mun einn bátur- inn verða einkaeign, en hinir eign tveggja manna hver og ættu þeir að verða góður atvinnuauki. Smábáta- útgerð við Eyjafjörð er einnig mikil á Árskógsströnd og í Dalvík. Jakob Frimannsson 6

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.