Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1953, Qupperneq 8

Samvinnan - 01.09.1953, Qupperneq 8
Þegar gröf Tut-ench-Amons fannst Einn ævLntýralegasti fornleifafundur sögunnar Carnarvon lávarður og Howard Car- ter sneru sér nú að viðfangsefninu. En það var ekki fyrr en um haustið 1917, að þeim varð unnt að vinna með þeim kröftum, að telja mætti árangur vísan. Reynsla, sem heita má algeng í fornleifafræðinni, féll nú einnig í þeirra hlut. Af hugboðsbland- inni skarpskyggni höfðu þeir, í allra fyrstu atrennu sinni í Konungadaln- um, afmarkað lítið svæði, sem þeir töldu ekki með öllu ólíklegt til ár- angurs — og þegar til kom, lét þá ekki til skammar verða. En lengi vel dróst það fyrir þeim að leggja þarna hönd að verki. Athugasemdir annarra fornfræðinga, sem þeir fundu, að höfðu ekki lítið við að styðjast, og þar af leiðandi eigin efasemdir, leiddu til þess, að þeir vörðu kröft- um sínum lengi vel annar staðar. Það má í þessu sambandi minna á, hvernig Cavaliere Alcubienre, hinn neapelski, lenti, af svipaðri hugboðs- stjórn, beint á miðja Pompeji í fyrstu tilraun sinni til að finna þá borg, en lét svo bráðlæti koma sér til að moka að vörmu spori aftur ofan því, sem mokað hafði verið upp, og tók að reyna annars staðar og óheppilegar, og dróst það svo árum skipti, að hann kæmist aftur á upprunalega og bezta staðinn. Carnarvon og Carter horfðu nið- ur yfir Konungadalinn. Tugir ann- arra höfðu reynt sig þarna við upp- gröft. en ekki einn þessara mörgu fyrirrennara hafði látið eftir sig upp- drátt eða þó ekki væri nema riss, er gæti orðið seinni uppgraftrarmönn- um til leiðbeiningar um, hvar enn væri ógrafið. Alls staðar voru stóreflis haugar af sandi, möl og grjóti, svo að dalurinn var tilsýndar því líkastur, sem hann væri innfluttur úr tungl- inu. Milli þessara háu hrauka ginu grafamunnarnir kolsvartir. Hið eina, sem hér gat komið til greina að gera, var að bera gervalla klöppina á til- teknu svæði. Carter hafði lagt til, að tekinn yrði fyrir þríh}'rningur milli Jiér sésl liöfuOskrautið af múmiunni, gert ur skýra gulli. grafa Ramsess IL, Merneptahs og Ramsess VI. „Það verður að hafa það“, skrifar hann, „þó að sagt verði að ég hafi orðið vitur eftir á, — ég fullyrði það, að við höfðum ákveðna von um að finna einmitt á þessu svæði gröf ákveðins konungs, og að sá sérstaki konungur var Tut — ench — Amon“. Nákvæmlega öld áður hafði Bel- zoni skrifað, eftir að hafa opnað grafir Ramsess I., Seposs I., og Eyes og Mentriherchepesh: „Það er föst skoðun mín, að í Bíban — el Múlúk — dal séu ekki fleiri grafir en þær, sem nú er kunnugt um. Því áður en ég fór þaðan, lagði ég mig fram, eftir beztu getu, til að finna fleiri, en það varð árangurslaust. Og enn meiri sönnun er það, að eftir að ég var farinn þaðan, var hr. Salt, brezki ræð- ismaðurinn, þarna sjálfur og vann, að sínu leyti eins, algerlega á eigin sp}'t- ur, í fjóra mánuði — jafn árangurs- Iaust“. Tuttugu og sjö árum seinna en Belzoni — árið 1844 — kom prúss- neski leiðangurinn mikli í Konunga- dalinn og gerði þar nákvæmar mæl- ingar. Þegar þeir fóru, var fararstjór- inn. Richard Lepsins, einnig á þeirri skoðun, að þegar hefði allt fundizt, sem þar hefði verið að finna. Það kom nú samt ekki í veg fyrir, að Loret fann nokkrar grafir þar til við- bótar rétt fyrir aldamótin. og Davis enn nokkrar skömmu eftir Loret. En nú orðið mátti líta svo á, að hvert sandkorn í dalnum hefði verið þrisv- ar fært úr stað og sigtað. Þegar Mas- pero, þáverandi forstjóri egypzku fornmenja-stjórnardeildarinnar, und- irskrifaði einkaleyfi Carnarvon, sagði hann hispurslaust, að hann áliti dalinn gerkannaðan og að frekari rannsókn- ir þar væru eyðsla einber. Hvað var það þá, sem — þvert 8

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.