Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 12
Spánverjarnir, sem streyma til
Sevillu á sæluvikuna, reyna að verða
Andalúsíumenn í húð og hár. Þung-
búnir baskar, mjóslegnir Galisíu-
menn og velmegandi Katalóníubúar
fle}^gja allir pottlokum sínum, setja
upp barðastóra -Sevilu-hatta og
stinga digrum Havanavindli í munn-
vikið. Síðan reika þeir inn í Slöngu-
stræti og vona að málhreimurinn
ljósti því ekki upp, að þeir eru ekki
Sevillu-búar. En þér er tilgangs-
laust, norræni, litföli Iýsingur, að
reyna að leika Andalúsíumann. Þú
ert rauður í þeirra augum, og það
nafn verðurðu að bera, hvort sem
þér líkar betur eða ver.
Við reikum líka um Slöngustræti
(Calle Sierpes), þótt við séum rauðir.
Þarna er krá, sem kennir sig við Cer-
vantes, og á áletraðri töflu stendur,
að hér hafi Cervantes setið í hlekkj-
um, af því að hann átti ekki aur til
að borga vínglasið sitt. Sorg hans var
mikil, en hamingjan gafst heiminum,
því að hér fékk hann fyrstu opin-
berunina um hinn guðdómlega Don
Quixote, hetjuna frá La Mancha.
Cervantes er spánskur Bellmann.
Og þarna má sjá, að Kordófu-búar
eru ekki einir um skáldhneigðina,
því að á húsi einu standa þessi orð:
„Hér eru gerð húsgögn og sonnettur“.
Og enginn getur litið á Giraldillo, veð-
urhanann mikla á turni Giröldunnar,
án þess að minnast skrítlunnar um
þjófinn og hænurnar. Hún er svona:
Hænsnaþjófur fór einu sinni inn í
hænsnahús í nágrenni Sevillu og stal
öllum hænunum. Hann skildi han-
ann einan eftir og batt um háls hans
bréfmiða með þessum vísuhending-
um:
Á sæluviku í Sevillu
er sérhver hæna farin.
Það er komið fram yfir hádegi,
göturnar tæmast að fólki. Menn eru
farnir heim til að fá sér miðdegisdúr,
því að mikið stendur nú til á þess-
um sæluviku-sunnudegi. Við gerum
slíkt hið sama. En ekki má glejrma
nautaatinu, fyrsta og veglegasta
nautaatinu á vorinu. En það er ekki
hlaupið að því að fá aðgöngumiða —
allir búnir fyrir löngu. Hins vegar eru
hérna til aðgöngumiðar að ame-
rískri kvikmynd með Clark Gable,
segir stúlkan í söluturninum bros-
andi. Nei, takk, nautaat skal það
vera. Hvernig heldurðu að Clark
Gable liti út í nautaati? Lítill, tötra-
legur drengsnáði leysir nauð okkar:
Senor, vantar þig miða á Corrida de
Toro, aðeins 100 peseta í sombra
(skugga). Við tökum boðinu fegins
hendi, þótt 50 pesetar sé skráð verð
miðans. Þetta er lítill gróðamaður,
líkur jafnöldrum sínum í Reykjavík,
ef hann væri ekki svona svartur á
brún og brá.
Þúsundirnar streyma í Plaza de
Toros. Havana-vindillinn í munnviki
karlmannanna virðist alveg eins
nauðsynlegur til að njóta þessarar
skemmtunar og aðgöngumiðinn. Og
nú vantar konurnar ekki í hópinn.
Átta naut eru lögð að velli, dugar
ekki minna á slíkum tyllidegi, þótt
sex séu látin nægja á venjulegu
nautaati. Sandurinn á nautasviðinu
í Madrid og Barcelona er hvítur, í
Malaga og Valencíu er hann bleikur,
en það er aðeins hér í Sevillu, sem
hinn rauðgullni sandur Guadalquivir
þekur sviðið og gleður auga hvers
litljósmyndara.
Eitt af öðru geysast nautin inn á
sviðið, ímynd tignar og afls hins
frjálsa dýrs. Þau elta rauðar veifur,
stinga múldýr á hol, rífa gullbrydd-
ar buxur picadoranna en falla að lok-
um fyrir hjartastungu matadorsins,
hvers nafn þýðir dauði. Spánskt mál-
tæki segir: „Et og drekk, ver glaður,
njót ásta en gleym samt ekki að
stinga nefinu í dyr dauðans“. Það er
Spánverjinn að gera, þegar hann fer
á nautaat, sem hlýtur að eiga sér
stund á hverjum gleðidegi, og vafa-
laust er það góð og gild heimspeki,
þótt það geri flesta norræna menn
aðeins fölari á vangann.
Við snæðum kvöldverðinn klukkan
níu að sið Spánverja, og klukkan tíu
hefst kvöldið með allri sinni gleði. Á
Santo-Tomas ríða ungir Andalúsíu-
sveinar á skrautbúnum gæðingum,
klæddir andalúsískum kúrekabún-
ingum, og nú er enginn maður með
mönnum, nema hann hafi kjörna mey
á hestinum hjá sér. Hún situr bros-
hýr og kvenleg í síðum, litskreyttum
kjól og auðvitað kvenveg á lendinni
fyrir aftan piltinn sinn. Hægri hendi
heldur hún um mitti vinar síns en
hinni í reiðann. Þannig þeysa ungir
bændas^mir úr sveitum Andalúsíu til
Sevillu með unnustuna sína á sælu-
viku. Kjóllinn er svo síður og víður,
að taglið á hestinum virðist koma
undan pilsfaldinum, og áhorfandi
getur varla séð, hvort það tilheyrir
reiðskjótanum eða blómarósinni.
Góður heimilisfaðir bj'ður fjöl-
skyldunni í ökuferð í léttikerru með
múlösnum fyrir og það á nú við
krakkana. Um göturnar ganga kon-
ur og karlar með brúsa á öxl og glös
við belti og selja manzanilla, hátíða-
vín Sevillu. Ungi riddarinn fær sér
glas og hjónaleysin drekka andalús-
íska hestaskál. En mitt í allri dýrð-
inni standa blindir menn og konur á
götuhornum og hrópa á hjálp sam-
borgarans, betlandi konur, foreldra-
laus börn.
Og nú liggur leiðin út í Prado de
San Sebastian, gleðigarð Sevillu.
Framh. á bls. 21.
12