Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1953, Side 13

Samvinnan - 01.09.1953, Side 13
Þegar Böðvar á Laugavatni var formaður einn sólarhring Næsta dag fórum við til Reykja- víkur og þaðan að Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd. Þá bjó þar Guð- rnundur Stefánsson frá Neðradal í Biskupstungum, bróðir Diðriks bónda í Vatnsholti og þeirra systkina. Það- an fórum við alla leið suður í Njarð- víkur. Sunnarlega á Vogarstapa fann ég sex-boraða skeifu og var í einu gatinu haus af „skónagla“. Þóttist ég allhróðugur. Eg hafði heyrt, að sá vermaður, sem fyndi skeifu, ætti að fá jafn mörg hundruð til hlutar og götin væru mörg á skeifunni og nagl- ar í henni. Eftir því þóttist ég eiga að fá eitthvað á sjöunda hundrað í hlut yfir vertíðina. Þetta lét ég óspart klingja, þegar heim að Stapakoti kom. Ég mætti sama góða atlætinu hjá húsbændum mínum, og sízt minna en fyrra veturinn. Var ég nú öllum kunn- ugur, og að mestu leyti voru sömu menn á hverju skipi. Ur Biskupstung- um voru sex menn í Stapakoti þessa vertíð. Hjá Jónasi voru þeir feðgar: Jón Guðmundsson í Bryggju, áður í Hrauntúni og Jónsi, sonur hans, æskuvinur minn, og spillti það nú ekki til, — og Brynjólfur frá Upp- hólum, föðurbróðir Einars Þórðarson- ar, föður Þorsteins íþróttafulltrúa. Brynjólfur var lélegur sjómaður, var oft eftir í landi, sem stafaði af sjó- hræðslu, en var að öðru leyti held- ur góður ræðari. Hjá Þórði í Vestur- bænum voru fyrir þrír menn úr Bisk- upstungum. Einn þeirra var Sigurð- ur Níelsson frá Austurhlíð. Eftir að við Sigurður vorum saman í Stapa- koti, varð hann seinna vinnumaður á Laugarvatni hjá föður mínum nokk- ur ár. Við héldum vinskap, meðan báðir lifðu. En hann er nú dáinn fyr- ir fáum árum. Sigurður var lengi verkamaður hjá „Eimskip“. Hann var riddari af íslenzku fálkaorðunni, og mun vera eini verkamaðurinn, sem slíkan sóma hefur hlotið, og var hann þess vel maklegur, því að hann var hinn mesti sómamaður, ráðdeildar- samur og vinfastur og hinn trúverðug- asti í öllu. Hinir Tungnamennirnir tveir, sem hjá Þórði reru, voru Páll Guðmunds- son frá Gýgjarkoti, síðar skósmiður í Reykjavík, og Guðmundur Vigfússon frá Stritlu, sem áður er getið. Beggja þessara manna verður getið síðar. Oft var tuskast í Stapakoti á ver- tíðinni, þótt ekki væri það jafnmikið og í Þorlákshöfn, þegar ég var þar síð- ar. Jónas var liðlegur glímumaður og hafði gaman af því, sömuleiðis Sig- urður Níelsson. Voru þeir báðir nokk- uð harðskeyttir. Ég hafði sama góða lagsmanninn, Þórarin, og naut hans góða rúms, sem var óvenalega gott fyrir óbrotinn sjómann. Mig minnir, að þessi Þórarinn drukknaði nokkr- um árum síðar austur á fjörðum. Ekki blés nú byrlega með aflaföng hjá okkur, þegar farið var að sækja sjóinn þessa vertíð. Þórarinn vinnu- maður hefði verið látinn róa suður í Höfn hjá Sigurði í Merkinesi, frá því að þar byrjaði vertíð, rétt eftir þorrakomu, því að þar aflaðist vel. Var hann látinn róa þar lengi fram „Unclir tindum" heitir bók, sem væntanleg er á markað síðar í haust, og er hún endurminningar Böðvars Magnússonar, bónda á Laugavatni. — Böðvar hefur skrifað ýmsar af endurminning- um sínum f greina- og frásagnaformi, og hafa þær vakið athygli, enda er Böðvar löngu kunnur af skemmtilegum frá- sögnum. Hér birtist stuttur kafli, þar sem Böðvar segir frá því, er hann reri frá Suður- nesjum í æsku. 13

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.