Samvinnan - 01.09.1953, Qupperneq 17
Páll Hermann íi hestbaki.
allra stærstu bæjum. Fram á hlaðið
sneru sjö þil. Frá bæjardyrum lágu
göng til baðstofu, 25 álna löng. Ut
úr göngunum voru: eitt eldhús, tvö
búr og skemma. I skemmunni voru
geymd reiðtýgi og reiðingar, reipi
og fleira. Þar var einnig aðsetursstað-
ur hundanna. Ef þess var ekki gætt
á kvöldin að láta skemmuhurðina
aftur, kom Glámur ætíð inn að bað-
stofuhurðinni, þegar farið var að
syngja, og tók þá tóninn. Fór það
oft illa við sálmasönginn, því að ekki
dró seppi af hljóðunum, þó að „harm-
oníurnar“ væru ekki hreinar. Varð þá
söngfólkinu nóg boðið, svo að allir
fóru að hlæja á stundum nema faðir
minn. Hann hélt oft söngnum áfram
einsamall. Glámur var þá sneyptur
og rekinn fram í skemmu sína. Marg-
ir álitu, að hundurinn hagaði sér
svona, af því að honum félli illa söng-
urinn, en það held ég fráleitt. Ef svo
hefði verið, þá voru engar líkur til
þess, að hann hefði sótt svo eftir því
að heyra sönginn. Það var vegna
hrifningar, sem hann varð fyrir, að
bann vildi heyra hann, og að nokkru
leyti ósjálfrátt, að hann fór að „syngja
með“, því að seppi hafði hljóðin nóg
til þess. Ahrif söngsins komu á þenn-
an hátt fram hjá hundinum.
Ég hef veitt því eftirtekt, að fleiri
hundar hafa látið í ljós tilfinningar
sínar gagnvart sönglistinni, þó að
Glámur bæri af í því, hvað hann var
„músíkalskur“.
2. Hestur leitar sér lcekninga.
Fyrir allmörgum árum átti ég leir-
ljósan hest, sem ég hafði alið upp og
hét Sómi. Hann var hinn mesti grip-
ur í sjón og raun. Hann var röskur
til reiðar, en þótti nokkuð klúr og
harðgengur. Dráttarhestur var hann
ágætur, en féll fremur illa baggaburð-
ur.
Á engjaslætti var ég eitt sinn á-
samt öllu fólkinu við heyvinnu um
3 til 4 kílómetra norður frá bænum,
en hestarnir voru í bithaga sunnan
við bæinn, sem afgirtur var með
grjótgarði, og var þar á ofan einn
vírstrengur. Sá ljósi hafði það til að
lyfta sér yfir girðinguna, er hann rak
nauður til, en svo var í þetta sinn.
Þegar komið var fram um miðjan dag,
sjáum við, hvar Sómi kemur röltandi
í hægðum sínum sunnan grundirnar
alla leið til okkar, fremur svipdauf-
ur, leggst í slægjuna og tekur að velta
sér í ákafa, stendur síðan á fætur,
slær fótunum á víxl upp í kviðinn og
veifar taglinu.
Ég sé strax, hvað að er. Hann er
með hrossasótt. Ég tek hestinn, beizla
hann og ríð honum heim, læt hann
fara smáspretti, ef sú hreyfing gæti
haft þau áhrif, að kveisan batnaði,
svo sem stundum getur átt sér stað,
þótt það heppnaðist ekki í þetta sinn.
Þegar heim kom, fór ég að reyna ým-
islegt við hann, aðallega sterkt kaffi,
og nuddaði hann svo fast, sem ég ork-
aði. Að lokum fór Sómi að teðja, og
batnaði þá kveisan.
Nú á seinni árum hafa mér reynzt
kransaugnadropar öruggasta læknis-
Iyf við hrossasótt.
Engan vafa tel ég á því, að hest-
urinn var að leita sér hjálpar. Hann
fer fram hjá túninu og bænum af því,
að hann vissi, að fólkið var ekki
heima. Og munað gat hann það, að
ég hafði áður hjálpað honum, er líkt
stóð á. Af fleiru mátti marka, að
Sómi var mikill vitsmunahestur.
3. Hestur bíður eftir mannhjálp.
Það var eitt sinn að vorlagi í gró-
andanum, að atvik nokkurt kom fvr-
ir, sem mig langar til að skýra frá.
Ég átti hest, sem Moldi hét. Ég
hafði alið hann upp. Að nokkru var
hann fóstbróðir Sóma. Moldi var
meðalhestur á vöxt, skrokkmikill, en
fótalágur, og virtist frernur stirðlega
vaxinn, enda talið óreitt. Dráttar-
hestur var hann góður. Fyrir sláttu-
vél unnu þeir saman fóstbræðurnir.
Þótt ekki væru þeir líkir að eðlisfari,
fór ætíð vel á með þeim. Þrátt fyrir
vöxt sinn var Molda ekki aflfátt. Og
fleira var honum til lista lagt. Hann
stökk drjúgum meira en hæð sína í
loft upp, tók í því af Gunnari á Hlíð-
arenda. Yfir spilverk í húsum stökk
bann, svo ótrúlegt þótti, og yfir girð-
ingar, úr hvaða efni sem voru, henti
bann sér, þegar honum bauð svo við
að horfa.
Á vorin, meðan smátt var um gróð7
ur í bithaga, en tún orðið gróið, var
Moldi túnsækinn. Þó gætti hann þess,
að vitja ekki túnsins, fyrr en allir
heimamenn höfðu tekjð á sig náðir,
og stunuum var hann kominn til hest-
anna að morgni, þegar komið var á
fætur.
Eitt sinn brást honum þessi boga-
listin. Að morgni til, þegar komið er
á fætur, sést, að Moldi stendur við
girðinguna hreyfingarlaus, svo við
fórum að vita, hvað að væri. Eins og
f}rrr getur var einn vírstrengur ofan
á grjótgarði í girðingunni. Þegar við
komum að Molda, sást, að hann hafði
stokkið yfir grjótgarðinn, en aldrei
þessu vant fatast, svo að vírinn hafði
lent milli fótanna og Iá upp í nárann.
Þetta fann hesturinn og þorði sig ekki
að hreyfa, því þá stungu gaddarnir
Framli. á bls. 21.
17