Samvinnan - 01.09.1953, Qupperneq 18
kvenna
AÐSENT BRÉF
í kaupfélögunum
OG ATHUGASEMD
Grein um konurnar og samvinnuna
birtist í maíhefti Samvinnunnar. Þar
var rætt um að samvinnuhreyfingin
þyrfti að fá konurnar meira í lið með
sér en verið hefur. Þá var og sagt frá
ýmiskonar starfsemi, sem kaupfélög-
in hafa með höndum og vilja í fram-
tíðinni rækja í þágu húsmæðra, auk
þess sem þau bjóða þeim hagkvæm
vörukaup.
Þessa starfsemi kaupfélaganna,
hvort sem eru kaffiboð og skemmti-
fundir, námskeið eða ferðalög, ber
eiginkonum félagsmanna kaupfélag-
anna vissulega að meta.
Næst samvinnuþvottahúsunum,
sem raunar er ekki minnst á í grein-
inni, eru ferðalögin, sem nokkur
kaupfélög hafa boðið húsmæðrum í,
efalaust þýðingarmesta starfsemin,
af því að í þeim er fólgin viðurkenn-
ing á þörf húsmæðra á orlofi, sem
gleymst hefur í félagsmálalöggjöf
þjóðarinnar.
í áðurnefndri grein er sagt, að
kaupfélagsstjórarnir hafi fyrir löngu
komið auga á það, að víðasthvar
tíðkist nokkur verkaskipting í af-
skiptum hjóna af kaupfélögum: Eig-
inmaðurinn er í kaupfélaginu, mætir
á fundum þess og greiðir atkvæði, en
eiginkonan hefur stjórn á innkaup-
um í félagsbúðunum.
Hefur giftum konum yfirleitt verið
boðin önnur verkaskipting?
Er kona félagsmanns í kaupfélagi
einnig fullgildur félagi?
Getur kona félagsmanns mætt á
kaupfélagsfundi í fjarveru manns
síns og haft þar jull réttindi, án
skriflegs umboðs (eða kannske ekki
einu sinni með því)?
Ætlast kaupfélögin til þess, að
hjón séu bæði félagar?
Tíðkast það, að hjón séu bæði fé-
lagar í kaupfélagi?
Þessum spurningum mun sennilega
öllum verða svarað neitandi. Hvern-
ig er þá hægt að vænta þess, að kaup-
félögin fái konurnar meira í lið með
sér en verið hefur?
Kaupfélögin eru fyrst og fremst
félög í þágu heimilanna, — annars
eðlis en flest önnur félög, — og er
því ekkert sjálfsagðara en að hjón
séu jafnréttháir aðilar að þeim fé-
lagsskap.
Kaupfélögin fara að vissu leyti
með fjármál þeirra heimila, sem ein-
vörðungu eða mestmegnis skipta við
þau. Þar sem hjón hafa skv. hjóna-
bandslögum fullt jafnrétti um fjár-
mál sín og gift kona telst, skv. 33.
grein stjórnarskrárinnar, fjár síns
ráðandi, þótt hún eigi óskilið fjár-
lag með manni sínum, ættu giftar
konur að eiga fullan rétt á að vera
atkvæðisbærar um fjármál sín í kaup-
félaginu, engu síður en þær eru at-
kvæðisbærar í þjóðfélagsmálum, síð-
an þær voru viðurkenndir fullgildir
borgarar.
Þegar réttur húsmæðra í kaupfé-
lögum er orðinn meiri en sá einn, að
mega verila þar út á nafn eiginmanna
sinna og þiggja boð félaganna, er hægt
að vænta meira af þeim.
Þá fyrst er hægt að hafa raunveru-
legar húsmæðradeildir, ef þær þá
eiga að vera til frekar en sérstakar
húsbeendadeildir.
Samvinna karla og kvenna ætti að
ríkja í kaupfélögum.
Hjón ættu jafnan bæði að vera fé-
lagar í kaupfélagi. Hitt ætti að vera
undantekning, — heimild í félagslög-
um, — að annað hjóna væri félagi.
Jafnrétti hjóna í kaupféiagsmálum
ætti að vera fyrsta svar húsmæðra til
samvinnuhreyfingarinnar, þegar hún
óskar eftir þeim í lið með sér.
Anna Sigurðardóttir, Eskifirði.
A thugasemd.
Samvinnan vill þakka þessa að-
sendu grein og þann ánægjulega á-
hugavott, sem fram kemur í henni.
Hins vegar verður ekki komizt hjá
• því að leiðrétta nokkurn misskiln-
ing, sem fram kemur í greininni um
stöðu kvenna innan kaupfélaganna.
Er rétt að hafa í huga eftirfarandi
atriði, þegar þessi mál eru rædd:
1) Það er ekkert því til fyrirstöðu,
að hjón geti bæði verið meðlimir
kaupfélags, og mun það ekki vera ó-
algengt víða um land. Hafa þau þá
bæði full félagsréttindi að lögum og
geta bæði farið með trúnaðarstöður.
2) Öll kaupfélögin hafa í lögum
sínum ákvæði um það, að félagsmað-
ur megi gefa maka umboð til að mæta
fyrir sig á félagsfundum. Eitt kaup-
félag orðar þetta ákvæði meira að
Segja svo: „Þó getur kona falið manni
sínum rrteðferð atkvæðis á hverfis-
fundum og gagnkvæmt, enda hafi
ekki nema annað félagsréttindi.“
Eins og fram kemur í þessari síðustu
tilvitnun, hefur aðeins annað hjóna
full félagsréttindi, ef aðeins annað
þeirra er í félaginu.
3) Spurningunni um það, hvort
kaupfélögin ætlist til, að hjón séu
bæði félagar, er ekki hægt að svara
með öðru en því, að lög félaganna
gera fyllilega ráð fyrir, að svo geti
•verið.
Af þessum upplýsingum er það von-
andi ljóst, að hjón búa við fullkomið
jafnrétti í kaupfélögunum, ef þau
vilja nota sér það og ganga bæði í
félögin. Það er fyllilega opið hús-
mæðrum að taka virkari þátt í fé-
lagsstarfinu og einmitt vegna afstöðu
þeirra á heimilunum er ástæða til að
vona, að þær geri það í ríkari mæli en
hingað til.
18