Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 21
Fornfræðingarnir, er þarna störfuðu, höfðu verið líkt og þeir gengju í vímu. En það var eins og geymskukompan, með öllum þeim sæg hluta, er þar hafði verið saman safnað, verkaði vekjandi á þá, svo sem skírskotun til starfskrafta þeirra. Og hverju gátu þeir svo átt von á í herberginu óopn- aða, sem endilega varð að ímynda sér, að hly^ti að vera hið allra-helgasta „íbúðar“ þessarar? Vísindin kölluðu. Og vísindamennirnir vöknuðu. SEVILLA... Framh. af bls. 12. Paradísarhliðið hvelfist yfir inngang garðsins. Pappírsskrautið og ljósa- dýrðin mynda óralöng bogagöng og meðfram þeim hafa sígaunarnir kom- ið fyrir krám sínum og búðum, þar er krá við krá, og götuhlið þeirra opin eins og leiksvið. A veggjum skarta stórh}rrnd nautshöfuð við hlið Jesú-mjmda úr tré, og í hendi frelsarans er stungið ferskri pálma- grein. Æskan dansar. I kráarhorn- inu knýr maður dragspil eða orgel sem mest hann má. Stúlkurnar sveigja arma og mjaðrir og skella hælum í gólf. Hópurinn verður stærri og stærri, og áður en varir hefur þjónninn fleygt bakkanum og stígur dansinn með. Fólkið fylkir sér í hring og klappar saman lófum. Uti á miðri götunni tekur maður að leika á gítar. Sígaunastúlka smell- ir Iófaklippum sínum hvellt og byrjar dansinn. Það er sevillana, sem leikið er og sevillana, sem hún dansar. Fleiri bætast við, smátelpur og roskn- ar konur og allt þar á milli. Fólkið klappar og stappar. Og gítarleikarinn leikur sama lagið aftur og aftur, og dansinn verður æ trylltari. Bakarinn skorar á leirkerasmiðinn í einvígi í stappi, og þeir stappa fótum sem mest þeir mega og líkjast stóðhestum á vordegi. Það er sama hvert litið er, sama hvert gengið er, alls staðar er leikið sevillana, klappað sevillana, smellt sevillana, stappað sevillana og dans- að sevillana. Stúlkurnar þeyta um sig rauðum, gulum og bláum blóma- kjólum, faldarnir lyftast og síðpilsin sviptast. Já, sígaunans svörtu guðir, þetta er dans. Jafnvel tungan í nor- rænum blóðleysingja verður þvöl og blygðunarlaus glampi kemur í aug- un, þegar Sevilla dansar. En meðan hann horfir sem dáleiddur á dansinn, er gripið um handlegg hans. Það er tötrum klædd sígaunakona með barn á handlegg. Brjóst hennar eru nakin, og barnið sýgur þau ákaft. Peseta, segir hún og réttir fram magra hönd. Gesturinn fær sting í hjartað og er reiðubúinn að tæma vasana að smámynt til hjálpar í slíkri neyð, en samferðamaðurinn segir: 0, hún hefur vafalaust fengið barnið Iánað eða Ieigt. Það er liðið langt á nótt, en fólkið dansar. í auðu horni milli skúra leika tveir drengsnáðar nautaat. Annar er bolinn og rennir sér sem ákafast á rauðan jakka „nautabanans“. Þetta er stórfiskaleikur drengjanna á Spáni. Við yfirgefum garð gleðinnar og göngum inn í Santa-Cruz, hið forna borgarhverfi þröngra gatna, hvítra húsa og blómagarða. Sevilla er borg patio-anna, sem fegurst eru í spánskri heimilisgerð, márískur menningararf- ur. Girölduturninn gnæfir yfir hverf- ið, hjarta og rödd Sevillu, með klukk- unum tólf, sem hver ber dýrlingsnafn. A Dona Elvira er leikið og dansað sevillana. Glaður hópur við borð á gangstéttinni réttir fram glös sín: Rauður, viltu manzanilla. Það er sælvika í Sevillu. Áhrif sönglistar- innar... Framh. af bls. 17. hann og hann vissi, að þeir mundu geta skaðað hann, ef hann rótaði sér. Tók hann því það ráð að bíða í þess- um skorðum, unz komið yrði á fæt- ur og honum hjálpað að losna. Hve lengi Moldi hefur staðið þannig, skal ósagt látið, að líkindum frá því fyrri hluta nætur. Hér er um að ræða íhugun á háu stigi og skynsamlega ályktun. Moldi setur allt sitt traust á mennina sér til hjálpar, þó að hann með þessu yrði ber að hrekkjabrögðum sínum. Enga refsingu fékk hann nú samt fyrir tiltækið. Böðvar á Lauga- vatni... Framh. af bls. 15. varð nærri höndum seinni með að fella seglið. Þegar þessi hrina var hjá liðin, fór ég að litast um og sá mér til undrunar, að Ijós var fyrir stafni, og að þetta var vitinn á Garðskaga. En Guðmundur hélt við værum komnir rétt að Heimdalli undir Kefla- víkurbergi. Um þetta deildum við dálítið, en brátt sannfærðist hann, þvf að ég, sjálfur formaðurinn, þótt- ist þekkja með vissu vita frá öðr- um ljósum. Þetta reyndist líka vera svo. Sennilega hafði vindurinn verið að ganga til, og því ekki náðst á sama eftir þessa tvo slagi. Mátti litlu muna að við færum þar upp. Var nú ekki um annað að tala en að taka aftur norðurslag, og hann alllangan, og urðum við þá að sigla með rifuðu. Þegar við vorum enn komnir alllangt norður í flóann, gekk hann enn til norð-austurs, svo að nú ventum við enn til lands og náðum á einum slag inn í Stapakotsvör. Höfðum þá verið í burtu réttan sólarhring. Báðir formenn okkar voru í vör- inni og flestir aðrir sjómennirnir í Stapakoti til að taka á móti okkur. Kváðust formennirnir hvorugur hafa sofnað um nóttina, og blessaður Jón- as sagðisc ekki hafa trúað því, að ég gerði þetta, með fleiri ávítunarorð- um. En ég hét því þá, að ég skyldi ekki fara framar á sjó þar, það sem eftir væri af þessari vertíð, og það efndi ég. En lúðunni skiptum við jafnt og létum sjóða og eta upp til agna, hvern sem hafa vildi, meðan til entist. Ekkert skip sáum við á sjó í þessari ferð utan Heimdall. Við fór- um því næst að sofa og sváfum vært það sem eftir var Iaugardagsins og fram á sunnudag. „Svona fór um sjóferð þá“ .... og þannig byrjaði og endaði formennska mín. En kost mundi ég hafa átt á því að vera með bátinn næstu vertíð, en við það var ekki komandi, enda búinn að leggja drög til þess að róa í Þorlákshöfn næstu vertíð. 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.