Samvinnan - 01.09.1953, Síða 26
Hvað eru
SAPUSPÆNIR?
Þannig kunna húsmæður að spyrja, eins og þær jafnan
gera, þegar ný vara kernur á markaðinn.
Sápspænir eru svar vísindamanna við þeim vanda,
hvernig þvo megi viðkvæmar flíkur án þess að skemma
þær. Fyrsta flokks sápa er spænd niður, og reynsla hús-
mæðra í mörgum löndum er sú, að þannig leysist sápan
betur upp og jrvær betur allan viðkvæman þvott. Sápu-
spænir eru einnig mjög hentugir í þvottavélar.
Reynið Sólar-sápuspæni
og þér munuð ekki nota annað framvegis.
Sápuverksmíðjan SJÖFN
6000
hafa stundað nám \ Bréfaskóla
SÍS frá stofnun hans fyrir
13 árum.
Nemendur hafa verið ungir og gamlir og
búa víðs vegar um landið. Sumir þeirra
hafa verið að búa sig undir skólagöngu,
enda veitir skólinn nú kennslu í öllum höf-
uðgreinum landsprófs. Aðrir hafa verið að
auka hæfni sína til hvers konar starfa og
hafa stundað bréfanámið með vinnu.
Námsgreinar, sem kenndar eru í Bréfa-
skólanum, eru þessar: Skipulag og starfs-
hættir samvinnufélaga, fundarstjórn og
fundarreglur, bókfærsla I og II, búreikning-
ar, íslenzk réttritun, íslenzk bragfræði,
enska tveir flokkar, danska tveir flokkar,
þýzka, franska, esperanto, reikningur, al-
gebra, eðlisfræði, mótorfræði I og II, sigl-
ingafræði, landbúnaðarvélar og verkfæri,
sálarfræði og skák í tveim flokkum. Loks
bætist nú við íslenzk málfræði og setninga-
fræði.
BRÉFASKÓLI SÍS
REYKJAVÍK