Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1953, Qupperneq 27

Samvinnan - 01.09.1953, Qupperneq 27
★ ★ c E F T I R ARMEN PROSPER MÉRIMÉE ★ ★ Þegar gamla konan sá ferðafélaga minn, rak hún upp undrunaróp. „Hvað! Senor Don José!“ kallaði hún. Don José hlej^pti brúnum og bandaði hendinni af mynd- ugleik, sem kom gömlu konunni þegar í stað til að þagna. Eg sneri mér að leiðsögumanni mínum, og með bend- ingu, sem enginn annar gat skilið, gaf ég honum í skyn, að ég vissi allt um hagi þessa manns, sem verða mundi gisti- félagi minn. Kvöldverðurinn reyndist betri en ég bjóst við. A litlu borði, sem aðeins var fet á hæð, var fram- reiddur gamall hani, kryddaður rís og piparjurtum; þá voru frambornar piparjurtir í olíu og að lokum gaspacho — eins konar salat úr piparjurtum. Meðan við snæddum þessa mjög svo krydduðu rétti, leituðum við óspart á náð- ir geitarskinnsbelgsins, sem hafði að geyma afar Ijúffengt Montilla-vín. Þegar máltíðinni var lokið, kom ég auga á mandólín, sem hékk uppi á vegg — á Spáni má sjá slík hljóðfæri í hverju skoti — og ég spurði litlu stúlkuna, sem gengið hafði um beina, hvort hún kynni að leika á það. „Nei,“ svaraði hún, „en Don José leikur mjög vel!“ „Verið svo góðir að syngja eitthvað fyrir mig,“ sagði ég við hann, „ég dáist mjög að hinni þjóðlegu tónlist ykkar.“ „Svo ástúðlegum heiðursmanni, sem gefur mér jafn indæla vindla, get ég ekki neitað um neina bón,“ svaraði Don José glaðlega, og þegar litla stúlkan hafði að boði hans rétt honum hljóðfærið, tók hann að syngja og leika. Enda þótt rödd hans væri hrjúf, var hún viðfelldin, og það var annarlegur og dapur blær yfir laginu, sem hann söng. I textanum skildi ég ekkert orð. „Ef mér skjátlast ekki,“ sagði ég, „þá var þetta ekki spænskt ljóð, sem þér voruð að syngja. Það minnir mig á zorzicos, sem ég hef heyrt í héruðum Baska, og textinn er sennilega á þeirra máli.“ „Já,“ mælti Don José þungbúinn. Hann lagði frá sér hljóðfærið og undarlega hryggur á svip tók hann að stara í eldinn, sem var að kulna út. Þegar lampaljósið féll á andlit hans, sem í senn bar vott um grimmd og göfgi, minnti hann mig á Satan Miltons. Eins og hann var fé- lagi minn ef til vill að hugsa um heimilið, sem honum var glatað, um útlegðina, sem hann hafði bakað sér fyr- ir einhverja misgjörð. Ég reyndi að hefja samræður á ný, en hann var svo niðursokkinn í dapurlegar hugsanir, að hann svaraði mér ekki. Gamla konan var þegar gengin til hvílu í einu horni herbergisins bak við ábreiðuræksni, sem hengt var á snúru. Litla stúlkan hafði farið á eftir henni inn í þetta afdrep, sem helgað var hinu fagra kyni. Þá reis fylgdarmaður minn á fætur og stakk upp á því, að ég gengi með honum út í hestakofann. Við þessi orð hrökk Don José upp og spurði snögglega, hvert hann væri að fara. „Ut í hestakofann,“ svaraði fylgdarmaður minn. „1 il hvers? Það er búið að gefa hestunum! Þú getur sofið hér. Húsbóndi þinn mun leyfa það.“ „Ég er hræddur um, að hestur húsbónda míns sé veik- ur. Ég vildi helzt, að hann liti á hann. Hann getur ef til vill sagt, hvað hægt er að gera fyrir hann.“ Mér var það fullljóst, að Antonio vildi tala við mig einslega. En ég vildi ekki vekja efasemdir hjá Don José, og eins og sakir stóðu, taldi ég hyggilegast að látast vera í góðri trú. Því sagði ég Antonio, að ég væri allra manna fáfróð- astur um hesta og væri auk þess hræðilega syfjaður. Don José gekk með honum út í hesthúsið, en kom að vörmu spori einsamall aftur. Sagði hann, að hestinum væri einsk- is vant; hins vegar léti fylgdarmaður minn sér svo annt um gripinn, að hann væri tekinn til við að nudda hann með yfirhöfn sinni til þess að koma honum til að svitna, og myndi hann láta fyrirberast í hesthúsinu um nóttina við þessa skemmtilegu iðju. Ég tejrgði nú úr mér á múl- asnateppunum, en áður hafði ég vafið kápunni þétt að mér til þess að komast hjá að snerta þau. Don José bað mig afsaka, að hann byggi sér hvílu svo nærri mér; því næst hlóð hann byssu sína, lagði hana gætilega und- ir malpokann, sem hann notaði fyrir kodda, og lagðist síð- an þvert fyrir dyrnar. Svo þreyttur var ég, að ég taldi, að mér myndi verða svefns auðið, jafnvel í slíkum náttstað, en innan stund- ar vaknaði ég við einhverja óþreyjutilfinningu. Jafnskjótt og mér varð ljóst, af hverju hún stafaði, reis ég á fætur, sannfærður um, að mun betra væri að láta fyrirberast úti 27

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.