Samvinnan - 01.09.1953, Qupperneq 30
Á eftir þeim fór Antonio, hreykinn á svip. Ég gekk til móts
við þá og sagði þeim, að ræninginn væri flúinn fyrir tveim
stundum. Þegar foringi riddaraliðsmannanna spurði gömlu
konuna, hvort hún þekkti Navarro, viðurkenndi hún, að
svo væri, en þar sem hún væri einbúi, kvaðst hún ekki
hafa þorað að hætta lífi sínu, með því að Ijósta upp um
ferðir hans. Þá bætti hún því við, að hann væri vanur að
búast til ferðar um miðja nótt, þegar hann gisti hjá henni.
Ég varð að ríða til staðar í nokkurra mílna fjarlægð og
undirrita þar yfirlýsingu frammi fyrir Alcalde. Að því
loknu var mér leyft að hefja fornleifarannsóknir mínar
á nýjan Ieik. Antonio var með ólund í minn garð. Hafði
hann grun um, að ég hefði komið í veg fyrir, að hann hlyti
tvö hundruð dúkatana? Þrátt fyrir þetta skildum við með
virktum í Cordova, þar sem ég greiddi honum af hönd-
um eins ríkuleg laun og fjárhagur minn frekast leyfði.
ANNAR KAPÍTULL
Ég dvaldist nokkra daga um kyrrt í Cordova. Mér
hafði verið sagt frá ákveðnu handriti í bókasafni Domini-
can-klaustursins, þar sem líklegt var, að ég gæti fengið
mjög nákvæmar upplýsingar um Munda hina fornu. Hin-
ir ágætu feður veittu mér prýðilegar móttökur. Á daginn
dvaldi ég í klaustri þeirra, en þegar kvöldaði, varð mér
reikað út um borgina. Þegar sól sezt í Cordova, safnast
margir iðjuleysingjar saman á hafnargarðinum við hægri
bakka Guadalquivir. Lykt frá görðum sútaranna berzt
að vitum vegfarandans og minnir á hina fornu frægð leð-
uriðnaðarins í héraðinu. En eins og til að bæta fyrir þetta
býður þessi staður upp á sjón, sem er einstök í sinni röð.
Éáeinum mínútum áður en kvöldklukkunum er hringt,
safnast hópur kvenna saman við ána, aðeins til hliðar við
hafnargarðinn, sem er tiltölulega hár. Enginn karlmaður
vogar sér að slást í hópinn. Myrkrið er talið skella á
nokkurn veginn í þann mund, er klukkunum er hringt.
Um leið og síðasti hljómurinn berst út yfir borgina, af-
klæðast konurnar og stíga niður í vatnið. Þá getur að
heyra hlátur og hróp og yndislega skelli. Karlmennirnir
uppi á garðinum horfa á baðendurna, rýna út í myrkr-
ið, en sjá næsta Iítið. En þessar óljósu, hvítu útlínur, sem
ber við dökkbláan árstrauminn, hleypa ólgu í hugann, og
áhorfandinn þarf ekki að búa yfir sérstaklega miklu skáld-
legu hugarflugi til þess að geta ímyndað sér, að hann hafi
Díönu og dísir hennar fyrir augum, án þess að nokkur
hætta sé á, að hans bíði örlög Acteons.
Mér hefur verið sagt, að dag einn hafi nokkrir ófyrir-
leitnir þorparar tekið sig saman og mútað hringjara dóm-
kirkjunnar til að hringja til tíða tuttugu mínútum fyrr
en venjulega. En vatnadísirnar í GuadalQuivir báru meiri
tiltrú til kirkjuklukkunnar en sólarinnar, og án þess að
hika bjuggust þær sínum einfalda baðfatnaði, enda þótt
enn væri bjart af degi. En í þetta skipti bar ekki svo til.
Hringjarinn var ómútuþægur og rökkrið var myrkt, og
menn hefðu þurft kattaraugu til þess að geta greint á
milli elztu sölukerlingarinnar og fegurstu búðarstúlkunn-
ar í Cordova.
Kvöld nokkurt, þegar dimmt var orðið, hallaði ég mér
út yfir handriðið á garðinum og reykti, þegar kona kom
gangandi upp prepin frá ánni og settist skammt frá mér.
I hárinu hafði hún vönd af jasmínum, en það blóm gefur
frá sér áfengan ilm, eftir að skyggja tekur. Hún var blátt
áfram, næstum fátæklega til fara, í svörtum kjól, eins
og flestar vinnustúlkur á kvöldin. Konur af æðri stéttum
eru aðeins svartklæddar á daginn, á kvöldin klæðast þær
á la jrancesa. Þegar konan nálgaðist mig, lét hún slæð-
una, sem hún bar á höfðinu, falla niður á axlirnar, og „í
daufu skini stjarnanna“ sá ég, að hún var ung, með mjög
stór augu, lágvaxin, en samsvaraði sér vel. Ég kastaði
vindlinum þegar í stað frá mér. Hún virtist kunna að
meta þennan franska vott um háttvísi og flýtti sér að
segja, að sér geðjaðist vel að tóbakslyktinni, að hún reykti
jafnvel sjálf, þegar hún gæti náð í mjög milda papelitos.
Ég var svo heppinn að vera með nokkra á mér og bauð
henni þegar. Hún lét svo lítið að þiggja einn, og kveikti
í honum með logandi þræði, sem barn nokkurt færði okk-
ur og þá koparskilding að launum fyrir. Við reyktum
saman og töluðum svo lengi, þessi fagra kona og ég, að
loks vorum við næstum einsömul eftir á garðinum. Mér
fannst ekki óviðeigandi, þó að ég hætti á að bjóða upp á
ís á næsta nevería. Eftir nokkurt hik samsinnti hún. En
áður en hún tæki boðinu endanlega, spurði hún, hvað
klukkan væri. Ég leit á úrið mitt, og það virtist vekja
hjá henni mikla aðdáun.
„En hvað þið útlendingar berið skrítna hluti á ykk-
ur! Hverrar þjóðar eruð þér? Vafalaust Englendingur!“
„Ég er Frakki og yðar skuldbundinn þjónn. Og þér,
senora, eða senorita, þér eruð sjálfsagt héðan frá Cor-
dova?“
„Nei.“
„Frá Andalúsíu eruð þér þá að minnsta kosti? Ég dreg
þá ályktun af hinu þýða málfari yðar.“
„Ef þér veitið málfari fólks svo nákvæma athygli, hljót-
ið þér að geta gizkað á, hvaðan ég er.“
„Ég held, að þér séuð frá landi Krists, steinsnar utan
við Paradís.“
Þetta heiti, sem á við Andalúsíu, hafði ég lært af vini
mínum Francesco Sevilla, velþekktum picador.
„Svei! Fólk hér segir, að okkur sé enginn staður ætl-
aður í Paradís.“
„Ef til vill rennur yður márískt blóð í æðum — eða —“,
ég stanzaði og þorði ekki að bæta við — „gyðinga.“
„Hættið þér nú! Þér hljótið að sjá, að ég er tatari! Á
ég að lesa la baji fyrir yður? Hafið þér nokkru sinni heyrt
talað um Carmencitu? Ég er hún!“
I þá daga var ég slíkur galgopi — nú eru liðin fimmtán
ár síðan — að ég kærði mig kollóttan, þó að ég væri í
návist galdrakindar. „Verði það, sem verða vill,“ hugsaði
ég. „I vikunni sem leið sat ég að snæðingi með illræmd-
um stigamanni — í dag borða ég ís með þjónustumey
djöfulsins. Ferðamaður á að sjá allt.“ Til þess var þó enn
ein ástæða, að ég sóttist eftir nærveru hennar. Þegar ég
fór úr skóla — ég skammast mín nú fyrir að viðurkenna
það — hafði ég sóað töluverðum tíma til að kynna mér
dulvísindi, og ég hafði jafnvel reynt oftar en einu sinni
að særa öfl myrkranna til fylgis við mig. Enda þótt langt
væri nú síðan ég læknaðist af ástríðu minni til slíkra
rannsókna, var allt, sem snerti hjátrú, mjög til þess fallið
30