Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1953, Side 3

Samvinnan - 01.10.1953, Side 3
r~ SAMVINNAN Samvinnan er leiðin til réttláts þjóðfélags og almennrar velmegunar Útvarpsræða Dr. KRISTINS GUÐMUNDSSONAR, utanríkisráðherra Frá því er sögur hófust hafa kjör manna verið misjöfn, og ber þar margt til, sumt óviðráðanlegt að því er virð- ist, enda eru mennirnir ólíkir. Það, sem einna mestum deilurn og átökum hefur valdið meðal manna í þessu efni er ólíkur efnahagur. Það hefur frá upphafi verið svo, að sumir eru auðugir og hafa getað veitt sér öll þægindi, er fyrir fé fást. Aðrir hafa verið bjargálna og getað veitt sér brýnustu þarfir í sveita síns andlitis; enn aðrir hafa verið öreigar, sem ekki áttu til hnífs og skeiðar. Mismunandi efnahagur og mis- munandi aðstaða til þess að sjá sér farborða hafa frá ómuna tíð skipt þjóðunum í stéttir eða flokka, er fyllzt hafa óvild eða hatri hver til annars. Þeir, sem ánægðir voru með tilveruna, það eru hinir auðugri, hafa ekki kos- ið breytingu á þjóðfélagsháttum, en öreigarnir hafa ætíð kosið brejuingar. Þeir hafa haft allt að vinna, en engu að tapa. I stórum hluta heims hafa öreigarnir tekið völdin í sín- ar hendur. Ætla mætti, að þeir hafi útrýmt misrétti, en svo virðist þó ekki vera eftir áreiðanlegum heimildum, og eitt er víst, að hafi þeir unnið efnalega, hafa þeir orðið að greiða þann ávinning með minnkuðu persónufrelsi. Víða, einnig hér á landi, hefur mikið verið unnið að því að draga úr misrétti og bæta hag almennings með lög- gjöf eftir lýðræðislegum leiðum. Lýðræðisjafnaðarmenn telja beztu leiðina til þess vera þjóðnjAingu verzlunar og atvinnufyrirtækja, og sú leið hefur sums staðar verið rejmd að nreira eða minna leyti, en gefizt að minnsta kosti núklu miður en fylgismenn þeirrar stefnu gerðu sér vonir um í upphafi, og ekki hefur hún upphafið stéttarbaráttu og kapphlaupið um lífskjör. Verkföll, sem eru eitt mesta mein nútíma þjóðfélaga, hafa verið gerð gegn þjóðnýtt- um fyrirtækjum alveg eins og atvinnurekstri einstakra atvinnurekenda. Frjálslyndir umbótamenn meðal frjálsra þjóða hafa á síðustu árum sett margþætta löggjöf til hagsbóta almenn- ingi og geysimikið hefur áunnizt með þvf móti, ekki hvað sízt hér á landi. Lifir nú alþýða manna við betri lífskjör en nokkru sinni fyrr og meiri lífsþægindi heldur en svo- kallaðir höfðingjar gátu veitt sér fyrir nokkrum áratug- urn. Þrátt fyrir þetta eru kjörin ennþá misjöfn, enn eru sumir menn ríkir, en aðrir öreigar, en þó miklu fleiri bjargálna en nokkru sinni fyrr. Enn eru menn arðrændir og enn ríkir óánægja og ýmis konar ólga svo sem tíð verkföll í þjóðfélögunum. En er þá allt vonlaust, — er þá engin leið til þess, að mennirnir, þjóðir og einstaklingar, geti tekið upp réttláta sambúðar- liætti; að allt arðrán hverfi án þess að fylgja þurfi svipting frelsis og mann- réttinda; að hver maður geti notið ávaxta iðju sinnar og einstakir menn og heilar þjóðir lifað farsælu lífi þjóða og hver styðji annan í stað þess að berjast um hvern bita eins og gert hefur verið til þessa? Jú, sem betur fer er sú leið til; hún hefur \ erið reynd og jafnan fært mönnum þessi gæði á þeim takmörkuðu svið- um, sem hún hefur náð til. Svo er því að sjá, sem þessi leið geti máð burtu allt misrétti og látið hinn gamla draum (Framh. á bls. 23) 3

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.