Samvinnan - 01.10.1953, Page 7
borgar, er Dhonburi hét, sem er svo
gömul að bráðum er hún gleymd, og
þó að Bangkok liafi ekki verið liöfuð-
borg nema í tæpar tvær aldir, eða frá
því er Rarna konungur I. settist að
völdum árið 1782, þá eru nú um sex-
tíu kílómetrar frá henni til hafs. Það
er því ekki svo ýkja langt síðan er þar
voru fiskar að leik, sem nú býr um
ein milljón manns, og niðri við sjóinn,
suður \ ið ármynnið, er náttúran að
skjóta npp nýjum, grænum gróður-
kollum á landi, sem þessi mógula
rnóða hefir borið fram í fangi sér.
Þannig brýtur Menam niður og
byggir upp, borgir rísa og falla á bökk-
um hennar, kynslóðir koma og fara,
hún ein var og verður.
Vatnasvæði Menam er allnr norð-
urhluti Thailands, og í hana falla
ár, sem eiga upptök sín vestur í
Burma, austur í Indókína. Eigi all-
langt frá upptökunum er hún orðin
breiðvegur báta, og eftir að Meping
er komin alla leið ntan frá Tament-
ungjifjöllum, breið og bústin, er Men-
am fær flestum skipum, er komast
upp til Bangkok, en þangað fara ekki
önnur en þau, sem fljóta á fjórtán
feta dýpi. Hin, sem stærri eru, leggjast
iijá Koh Sijangeyju, utan ármynnisins,
og þar eru þau hlaðin eða affermd
þeim vörum, sem synir og dætur fljóts-
ins selja eða kaupa.
í dag má sjá hin furðulegustu farar-
tæki leggja leiðir sínar um ána. Hér
eru svo örlitlir einæringar, að þeir
líkjast lielzt leikföngum, þar sem þeim
er smeygt milli djúnkanna, stórra kín-
verskra slöttólfa eða flathotnuðu
prammanna, sem fiytja hrísgrjónin,
lrúsbátanna, hinna fljótandi heimila
þeirra, er kosið liafa sér bústað á ánni.
Hér má sjá konur á ýmsum aldri með
farþega eða varning í árabátum, fag-
urbúin vélskip í áætlunarferðum,
hraðbáta herskipaflotans.
Einhvern tíma var langskipum,
gulli búnum og gersemum, siglt liér
eftir ánni, en í iypting sat einvaldur
landsins. Drekar þeirra vekja engum
framar óttablandna lotning, þar sem
þeir gapa í nausti við forvitnum feröa-
lang, gömlum og lítt steindum grön-
um, og horfa ellihrumir yfir ána þeg-
ar ungur kóngur stendur í lypting
nýjasta forystuskips flotans.
Þannig er áin. Skip hennar gerast
gömul og týna tölu, en önnur, ný og
fagurbúin, fylla skörðin. Á þeim er
einnig sannreynt, að enda þótt flötur
árinnar virðist kyrr og sléttur eins og
stöðuvatn, þá er straumurinn alltaf
s\'o þungur, að hann kastar burt at
yfirborði hennar eða færir í kaf hverja
þá fleytu, sem stjórnlaus er, en það er
einn af duttlungum árinnar, að hún
veitir mikinn munað hverjum þeim,
er þorir að etja kappi við liana, en
býr ill örlög hinum, er gefa sig á-
hyggjulaust á vald henni.
Enda þótt sá, sem svalað hefur
Musteri, byggt á staurutn úli i fljótinu.
þorsta í tærum íslenzkum uppsprettu-
lindum, hljóti ætíð fremur að telja
hinn móleita vökva Menam í ætt við
leðju en vatn, þá ber hins að minnast,
að það er einmitt vegna þeirra sér-
kenna lians, sem hún hefur orðið líf-
æðin mikla, byggt upp allt sléttlendið
um miðbik landsins, vökvað Jrað og
nært, svo að þar eru mi ein frjósöm-
ustu héruð Austurlanda
Það verður einkum augljóst, þegar
horft er yfir landið liátt úr lofti, ]ive
mikilvæg áin er. Þá sjást greinilega
marglitar skákirnar, er minna á
mosaik, en það er hrísgrjónaakrarnir,
sumir nýplægðir, aðrir nýsánir, nokkr-
ir þurrir, margir líkir litlum stöðu-
vötnum. Milli þeirra sést vatn í skurð-
um. Þeir eru breiðir, sem næst liggja
út frá ánni, en svo koma hinir, senr
mjóir eru og þröngir, nokkurs konar
háræðar, er kvíslast milli skákanna.
Svo ótraustlega er um briið, að áin
hefur, þrátt fyrir rennurnar, örlög öll
í örmum sér, brýtur skörð í varnar-
veggi, flæðir yfir, færir allt í kaf eða
lækkar risið lítið eitt, svo að allur
gróður sólbrennur, skrælnar og deyr,
ef ógæfan á yfir að dynja, en rennur
annars, jöfnum straumi í stöðugri
hæð, og flytur þannig björg í bú.
\hð beygjum nú inn í kvíslina, sem
er víðast 10—25 metra breið. Tilsýndar
sýnist vera sama kyrrðin á yfirborði
vatnsins og á meginmóðunni, en þeg-
ar betur er að gáð sést, að einnig hér
(Framh. á bls. 16.)
7