Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1953, Page 8

Samvinnan - 01.10.1953, Page 8
Heimilisstörfin og karlmennirnir 16 stunda vinnudagur og ekkert fri í 15—20 ár, er hlutskipti alls þorra húsmæðranna. Séra Jakob Jónsson sagði í ræðu, ekki alls fyrir löngu, að e£ íiann ætti að raða upp í kröfugönguna 1. maí, mundi liann láta húsmæðurnar ganga fyrstar og skólaunglingana næst. Þess- ar tvær „stéttir" þjóðfélagsins taldi liann hafa mesta ástæðu til að kvarta ylir því, sem af þeim er krafist. Svipaðar skoðanir :i annríki fiús- mæðra Iiafa nokkrir aðrir karlmenn látið í ljós. Þegar svo er komið, að málsmetandi mönnurn er þessi stað- reynd svo Ijcis, að þeir geta ekki orða bundist opinberlega, er sannarlega tími til kominn að taka mál húsmæðr- anna, sem lengstan starfsdag hafa, fast- ari og ákveðnari tökum, en verið hef- ur. Vitanlega eru það ekki allar hús- mæður, sem þurfa að kvarta yfir ann- ríki. F.n um þær verður ekki rætt liér, enda eru þær ekki ýkja-margar, sem fylla þann flokk á þroskaárunum. Ef dæma má af eftirmælagreinum um konur, liefur það löngum talist einhver liin göfugasta dyggð , að vinna verk sín hljóð“, þola og þrevja án þess að mögla eða gera kröfur. N ú á tímum eru margar konur, sem kæra sig alls ekki um að vinna til slíkra eltirmæla, með því að taka annríki sínu við heimilisstörfin með þögn og þolinmæði. Þær krefjast þess, að eigin- mennirnir þvoi upp matarílát, ræsti gólf og vinni önnur slík störf, þegar þeir koma heim frá vinnu á kvöldin. Þessar kröfur gerast allháværar á- stundum, enda mæta þær talsverðri andúð. Karlmenn eiga erfitt með að skilja, að þær eigi við rök að styðjast. Þeir eru uppaldir við þann lmgsunar- hátt, að eiginmaðurinn einn vinni að því, að framfæra heimilið. Störf þeirra eru metin og launuð með tugþúsund- um króna á ári. En vinnan á heimil- unum er aftur á móti talin einkis- \ irði, sem gleggst sést á því, að hús- mæður eru á manntölum ekki taldar ineð vinnandi fólki, heldur sem fram- færðar af eiginmönnum sínum, svo sleppt sé að vitna í lagaákvæði í svip- uðum anda. Þessar kröfur ná skannnt, til þess að leysa vanda þeirra húsmæðra, sem of- hlaðnar eru störfum. Það er heldur ekki sennilegt, að þær flýti fyrir ár- angri af réttindabaráttu kvenna. Þann misskilning, sem víða verður vart, að þessar uppþvottakröfur séu eitt af að- aláluigamálum kvenréttindakvenna, verður að uppræta. Frá því að iðnbyltingartímabilið hófst, hefir þróunin stefnt í þá átt, að hjón vinni bæði að fjáröflun, til þess að framfæra sig og fjölskyldu sína. Starfstími karla og kvenna í verk- smiðjum og öðrum vinnustöðum er jafnlangur og starfið er að jafnaði svipað að erfiði. Giftar konur, sem hafa jafnlangan vinnudag og eigin- menn þeirra, hafa fyrstar komið með kröfuna um að þeir hjálpi til við heimilisstörfin, er heim kemur í stað þess að hvíla sig, áður en þeir snúa sér að tómstundastörfum sínum og áhuga- málum. Krafa þessara kvenna ætti að vera öllum auðskilin, einkum þeim, sem telja konur „veikara kynið“. Það er öðru nær en að hún hafi mætt skiln- ingi. Sennilega hefur henni ekki ver- ið fylgt fast eftir, enda mun konunum hafa verið bent á það, að á meðan þær geta ekki lagt fram jafnmikla fjárhæð og eiginmenn þeirra til að framfæra heimilið, þá fái þær ekki að sleppa við „skylduverk" sín. Krafan um sömu laun fyrir sömu vinnu, eða, eins og hún nú er orðuð, sömu laun fyrir störf að sama verð- mæti, hefur verið furðu kraftlítil og mætt mikilli andstöðu. m. a. á þeirri j--------------------------------------------- ' ' Frú Anna Sigurðardóttir, Eskijirði, rœðir í bessu athyglisverða erindi uni vinnutíma hús- mæðra, áhrif ofbjökunar á bær og hinn almenna misskilning á starfi þeirra og hlutskipti. Hér er fjallað um eitt alvarlegasta — og vanræktasta vandamál bjóðfélagsins. 8

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.