Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1953, Page 10

Samvinnan - 01.10.1953, Page 10
um ætti að vera auðskilið, hve smá- vægilegir sjúkdómar geta verið lang- þreyttri móður erfiðir, þótt ekki bæt- ist við það angur, sem hún hefur af því, að læknar og trúgjarn aimenning- ur álíta að liún sé haldin móðursýki. \rera má að orðið móðursýki hafi upphaflega ekki verið smánaryrði, heldur eðlilegt iiugtak yfir ástand þreyttrar og áhyggjufullrar móður. Þótt flestir læknar virðist álíta, að þreyta húsmæðra og afleiðingar henn- ar sé móðursýki eða taugaveiklun, sem tala verði um með lítilsvirðingar radd- blæ, eiga vissulega ekki allir læknar hér óskilið mál. Meðal þeirra eru menn, sem þyrftu að vera fulltrúar á landsfundum húsmæðra og kvenrétt- indakvenna. í Heilbrigðisskýrslum Í945 segir héraðslæknirinn á Selfossi, Lúðvík Norðdal, m. a.: „Skortnr á kvenfólki til innanhússverka er mjög tilfinnan- legur, en það eru ekki sveitaheimilin ein, sem þjakast af honum. Heimili í þorpum og bæjurn eru sízt betur sett í þeim efnum. Ofþreyta er að þrýsta fjölda lnismæðra á kné, og áhyggjur þeirra eru þrotlausar vegna þess, að hvergi er hjálp að fá, hversu hátt kaup sem boðið er.....Ég er ekki í nokkr- urn vafa um, að stöðugur lasleiki fjöl- margra húsmæðra stafar beint eða ó- beint af líkamlegri og andlegri of- rann. En svo er að sjá, að húsmæðurn- ar eigi ekki marga formælendur — og mun færri en „ástands“-stúlkurnar — því að naumast heyrist að þessu þjóð- armeini vikið opinberlega, hvað þá að nokkuð örli á tilraunum til úrbóta.“ MISSKILNINGUR ÚR HÖRÐUSTU ÁTT. Misskilningurinn á heimilisstörfun- um vekur og viðheldur vanmetakennd fjölda kvenna, ekki sízt þegar hann kemur úr liörðustu átt, — frá konum. Tæplega eykur það á sjálfstraust húsmæðra, senr ern svo störfum lilaðn- ar, að dagurinn endist þeim sjaldnast til skyldustarfanna, að heyra eða lesa ræður velmetinna kvenna, svo gjör- sneyddar skilningi og samúð, sem tvö eftirfarandi dæmi sýna: í 2- hefti 1. árgangs Húsfreyjnnnar ern útdrættir úr ræðum fulltrúa á fundi Húsmæðrasambands Norður- landa, sem haldinn var í Noregi árið 1950. I einni ræðunni er kornist svo að orði: „Húsmóðirin ætti að geta haft 8 stunda vinnudag eins og vinnukona, senr fengi kaup. Það sem hún gæti ekki unnið á þessum tilskilda tíma væri venjulega það sem gæti beðið. Börnunum ætti að kenna að hjálpa sér sjálf, en ekki stjana við þau fram eftir öllum aldri“. Sveitakonu, kaupanda Húsfreyjunn- ar, varð að orði er hún las þetta: „Að ábyrgar konur skuli leyfa sér að bera þetta á borð fyrir okkur mæðurnar í okkar eigin blaði. Það líður langur tími, mörg ár, án nokkurs hvíldardags, þangað til elztu börnin geta hjálpað til nokkurs verulegs gagns, enda þótt þeim sé kennt að lijálpa sér sjálf eftir megni. En þá eru líka skyldurnar við skólanámið farnar að kalla að“. Kaup- staðakonurnar taka án efa undir við sveitakonuna og minnast um leið orða séra Jakobs um húsmæðurnar og skóla- unglingana. Hitt dærnið er af Landsfundi Kven- réttindafélags Islands síðastliðið sum- ar. Umræður voru um sundurliðaðar tillögur skattamálanefndar um breyt- ingar á skatta- og útsvarslögum, t. d. urn frádrátt vegna heimilishjálpar. Samþykkt var í einn hljóði og athuga- semdalaust, að gera kröfur um að heimila konu, sem vinnur utan heim- ilis, að draga frá tekjum sínum jafn- háa upphæð og það kostar að hafa fullkomna heimilishjálp (ráðskonu). Tillögugieinin tók ekkert fram um Iteimilisstærð. Annað liljóð kom í strokkinn, þegar kom að tillögunni um að gefa barnmörgu heimili, sem telja má einni konu ofviða að annast hjálparlaust, leyfi til að draga frá tekjum kostnað við heimilishjálp mið- að við barnafjölda og heimilisástæður. Þar kom fram frámunalegt skilnings- leysi á störfum og aðstæðum mæðra með ung börn. Tillagan hlaut raunar samþykkt, en allmargir fulltrúar greiddu mótatkvæði og enn fleiri sátn hjá. Hitt er svo annað mál, að slík frá- dráttarheimild kæmi tiltölulega fáum barnafjölskyldum að fjárhagslegu gagni, ef persónufrádráttur væri nokk- urn veginn í samræmi við venjulegan framfræslukostnað. En réttlætismál er það engu að síður. Landslög verða að viðurkenna svo ekki verði urn villst, að húsmóðir með rnörg börn, og ef til vill með sjúkling eða farlama gamal- menni, inni af hendi, þrátt fyrir að- keypta hjálp, skyldur sínar við heimil- ið og þjóðfélagið og að hjálpin sé ekki munaður henni til handa, sem beri að skattleggja. FINNSKU BÆNDA- KONURNAR. I búnaðarblaðinu Frey, desember- hefti 1946, er merkileg grein eftir rit- stjórann Gísla Kristjánsson. Þar er sagt frá rannsóknum, er Finni nokkur gerði á lífsskilyrðum og störfum smá- bændakvenna í Austur-Botnum í Finnlandi. Rannsóknirnar gerði hann þannig, að liann lieimsótti heimilin og dvaldi þar í vikutíma í einu nokkr- um sinnum á ári og skráði athafnir liúsmæðranna itverja stund, frá því þær byrjuðu að klæða sig á morgnana og þar til þær lögðust til svefns á kvöldin. Þessar smábændakonur önn- uðust, auk innanhússstarfa og barna- gæzlu, ýmiskonar landbúnaðarstörf, þar sem bændur þeirra voru ýmist við skógarhögg eða í hernum. Meðaltölur sýndu, að daglega fóru til innanhúss- starfa 8 st. og 3 mín., en til landbún- aðarstarfa 7 st. og 59 mín. eða sam- tals rúmar 16 stundir. Á virkum dög- um varð þó vinnutíminn um 18 stundir, en á sunnudögum um 10 st. að meðaltali. Á sumrin fór að miklum mun meiri tími til landbúnaðarstarf- anna en lieimilisstarfanna, sem þá varð ýmist að vanrækja alveg eða bæta upp að vetrinum, enda reyndust þau taka nær 11 stundir að meðal- tali í marzmánuði. Til skýringar er gott að taka smákafla úr greininni orðrétt: „Eins og að framan greinir þurfti 8 stundir til innanhússtarfa að meðaltali, en allvíða, og að minnsta kosti þar sem barnahóp þarf að fæða, klæða og hlynna að, krefja þau rnikið lengri tírna en þetta. Sums staðar þurfti 16 stundir til þess að ljúka þeirn. Annars staðar voru þau vanrækt mjög af því, að húsmóðirin varð að sinna þeirri ófrávíkjanlegu kröfu, sem til hennar var gerð við bústörf á akri og í sáð- reit að sumrinu, til þess að bjarga forða handa fjölskyldunni til vetrar- ins, en engum var annars á að skipa“. Þessi heimili, sem rannsóknirnar voru gerðar á, hafa eflaust ekki gert miklar kröfur til menningarlífs, enda (Framh. á bls. 18.) 10

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.