Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1953, Qupperneq 12

Samvinnan - 01.10.1953, Qupperneq 12
Járnnám í landi lappanna / Kiruna, 150 km. norban við heimskautsbaug, eiga Sviar einhveriar aubugustu járnnámur Evrópu Járnnámuborgin Iviruna liggur milli tveggja, lágra fjallahnjúka 150 km norðan við heimskautsbaug á Lapp- landi í Norður-Svíþjóð. Tilveru sína á hún einvörðungu námunum að þakka, enda eru þarna hinar auðug- ustu járnnámur í allri Svíþjóð, og þótt víðar sé leitað. Borgin stendur austan við suður- enda vatnsins Luossajarvi (I,axavatns) í dalverpi milli námufjallanna tveggja, Luossavara að norðaustan og Kiruna- Eftir Sigvalda Hjálmarsson, blaðamann vara að suðvestan. Yfirborð vatnsins er 500 m yfir sjávarmáli, en námufjöllin voru, áður en við þeirn var hróflað, 728 og 748 m yfir sjávarmáli, Kiruna- vara hið hærra. Umhverfis breiðir há- sléttan úr sér, skorin daladrögum með frarn ánum og vaxin fölgrænum birki- skógi, en sums staðar teygja sig gváir fjallahnjúkar upp úr skóginum. KIRUNAJÁRNIÐ FINNST. Sagt er, að löppum, sem forðum byggðu nálega einir fjalllendi Norður- Svíþjóðar hafi löngu verið kunnugt um járnnámurnar, er Jreirra er fyrst getið í rituðum heimildum. Luossa- járvi var auðugt að laxi, eins og nafn- ið gefur til kynna, og á Jressum slóðum reikuðu lappar um með hreindýra- hjarðir sínar. En þótt Jreim væri kunn- ugt um málminn, flýttu Jreir sér ekk- ert að láta yfirvöldin vita. Þeir höfðu lært af biturri reynslu frá Nasafjalli og Kvikkjokk, er silfur vai numið Jiar á 17. öld, að engra sældarkjara var að vænta af málmgrýtisflutningum með hreindýrum yfir vegleysurnar í Norð- ur-SvíJrjóð. Það mun Jró hafa verið 1696, að fyrst er getið urn Kiruna- járnið í rituðu máli. Sarnúel nokkur Mört frá Kengis ferðaðist þarna um og gat Jæss í ferðasögu sinni. Árið 1736 kom konungleg sendinefnd á staðinn, og eltir ])að hófst þar nokkurt málm- nám. En þeirra tíma málmbræðsluað- ferðir liæfðu illa járngrýtinu frá Kir- una, auk Jress sem flutningar voru miklum erfiðleikum bundnir á ]>ess- um eyðislóðum. FAÐIR KIRUNA. Svo leið og beið. Á síðari liluta 19. aldar var fundin upp ný aðferð til að bræða járngrýti, svo kölluð Thornas- aðferð, sem hæfði hinu fosfórríka járn- grýti frá Kiruna. Járnbrautir gátu nú leyst flutningavandamál lrinna víð- lendu skógarhéraða, málmnám var hafið í Gellivare, aðeins 80 km sunn- Punktalinan sýnir lögun Kirunavara, eins og fjallið áður var. Tvcer sainhliða, brotnar linur sýna járnceðina og sézt vel livernig grafið Itefur verið frá henni — heill dalur i fjallið. Sjást og mdlm- skóflurnar og nr. 3 sýnir hvar járngrýtinu er deinbt niður göng (4) ofan i járnbrautarvagna, sem biða i göngunum gcgnum fjallið (3). 12

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.