Samvinnan - 01.10.1953, Síða 14
L I A M
Irsk þjóðsaga, þýdd af Hermanni Pálssyni
Einu sinni var maður, sem hét Líam
og átti heima skammt frá Gallivi.
Hann var bóndi. Einn dag kom land-
eigandinn til hans og sagði: „Ég á hjá
þér þriggja ára landskuld, og ef þú
hefur ekki goldið mér fyrir vikulok,
þá skal ég lirekja þig á vergang."
„Ég ætla að fara til Gallivi á morg-
un til að selja hveitihlass, og þegar ég
hef fengið greiðslu fyrir, þá skal ég
borga þér,“ sagði Líam.
Um mors>uninn næsta dao; hlóð
hann hveiti á vagninn og hélt af stað
með hann áleiðis til Gallivi. Þegar
hann liafði farið um hálfa aðra mílu
frá bænum, kom heldri maður í veg
fyrir hann og spurði: „Er það hveiti,
sem þú hefur á vagninum?“
„Já,“ sagði Líam, „ég ætla að selja
það svo að ég geti greitt landskuld.“
„Hversu mikið er á vagninum?"
spurði heldri maðurinn.
„Vel vegið tonn,“ sagði Líam.
„Ég skal kaupa það af þér,“ sagði
heldri maðurinn, „ég greiði fyrir hæsta
markaðsverð. Þegar þú ert kominn að
næstu vagngötu til vinstri, skaltu
beygja inn á hana og nema ekki stað-
ar fyrr en þú ert kominn að stóru
húsi í dalnum. Ég skal vera þar fyrir
og gjalda þér peningana.“
Líam kom að vagngötunni og hélt
inn eftir henni unz hann kom að stóru
húsi. Líam var undrandi, þegar hann
sá stórt hús, því að hann var fæddur
og uppalinn í nágrenninu og hafði
aldrei séð jafnstórt liús, þótt hann
þættist þekkja öll hús í fimm mílna
fjarlægð frá sér.
Líam kemur að hlöðu, sem var ná-
lægt stórhýsinu, og koin sveinstauli út
og sagði: „Hundrað þúsund sinnum
velkominn, Líam,“ tók síðan sekk á
bak sér og hvarf með inn. Því næst
kom annar sveinn út, bauð Líam vel-
kominn, setti sekk á bak sér og fór
inn með hann. Sveinar héldu áfram
að koma, bjóða Líam velkominn og
taka með sér sekki, unz allt hveiti-
kornið var horfið. Þá þyrptust svein-
arnir allir að Líam, en Líarn sagði við
þá: „Þið þekkið mig allir, en ég þekki
engan ykkar.“ Þá sögðu þeir við liann,
„larðu inn og snæddu hádegisverð,
liúsbóndinn bíður eftir þér.“
Líam fór inn og settist að borði.
Hann hafði ekki etið tvo munnbita,
áður en svefnhöfgi sótti á hann, og
féll liann undir borð. Þá gerði töfra-
meistarinn gervimann, líkan af Líami
og sendi hann lieim til konu Líams
með hestinn og vagninn. Þegar hann
kom til bæjar Líams, fór hann upp í
herbergi, lagðist í rúmið og gaf upp
öndina.
Fregnin var ekki lengi að berast út,
að Líam væri dauður. Konan setti upp
vatn, og þegar það var heitt, þó hún
líkið og lagði það á börur. Nágrann-
arnir komu og syrgðu hjá líkinu og
vorkenndu veslings konunni, en hún
var þó ekki sorgmædd sjálf, því að
Líam var gamall, en hún var ung.
Næsta dag var líkið jarðsungið, og
Líams var síðan ekki minnzt.
Vinnupiltur var hjá ekkjunni, og
hún sagði við hann: „Þú ættir að
kvænast mér og taka við af Líami.“
„Það er of snemmt enn þá, þar sem
maður er nýdauður á bænum,“ sagði
piltur. „Við skulum bíða, þangað til
Líam hefur legið viku í mold.“
Þegar Líam háfði sofið sjö daga og
sjö nætur, kom lítill sveinn og vakti
liann og sagði: „Þú hefur sofið viku.
Við sendum hestinn og vagninn heim.
Hérna eru peningarnir þínir, og farðu
nú af stað.“
Líam komst heim, en enginn varð
hans var, því að þá var liðið fram á
nótt. Morguninn eftir fór ekkja Líams
og vinnupilturinn til prestsins og báðu
hann að gefa þau saman.
„Hafið þið giftingartollinn með
ykkur?“ spurði prestur.
„Nei,“ sagði konan, „en við höfum
svín heima, og þér getið fengið það í
staðinn fyrir peninga.“
Prestur gaf þau saman og sagði svo:
„Ég sendi eftir svíninu á morgun.“
Þegar Líam kom heim að bæjardyr-
um, drap hann á dyr. Ekkjan og vinnu-
piltur voru að hátta og spurðu, hver
væri þar á ferð.
„Ég,“ sagði Líam, „opnið fyrir
mér.“
Þau þekktu röddina og vissu, að það
var Líam. Konan sagði:
„Ég get ekki hleypt þér inn, og þú
mátt skammast þín fyrir að ganga aft-
ur, þegar þú hefur legið sjö daga í
gröfinni.“
„Ertu galin?“ spurði Líam.
„Ég er ekki galin,“ sagði konan.
„Hver einasti maður í sókninni veit,
að þú ert dauður og að ég lét greftra
þig sómasamlega. Hverfðu aftur til
grafarinnar, og ég skal láta lesa messu
fyrir veslings sál þinni á morgun.“
„Bíddu, þangað til dagar,“ segir
Líam, „og ég skal launa Jrér spottið."
Því næst fór hann út í kofann, þar
sem hesturinn og svínið hans voru,
lagðist niður í hálminn og sofnaði.
Árla morguns daginn eftir sagði
presturinn við dreng, sem hann hafði:
„Farðu út að bænum hans Líams, og
sæktu svín til ekkjunnar hans; ég gifti
hana í gær.“
Drengurinn kom heim að bænum
og drap á dyr með staf, sem hann
14