Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 15
Það héldu allir, að Liam væri dauður, flúðu, er þeir sáu hann og lokuðu húsum fyrir honum. Loks, er hann hafði grafið sjálfan sig upp, var honum trúað. liafði. Konan þorði ekki að opna dyrn- ar og spurði, liver væri þar. „Ég,“ svaraði drengurinn, „presturinn sendi mig eftir svíninu þínu.“ „l?að er úti í kofa,“ sagði konan. Drengurinn fór inn í kofann og reyndi að reka svínið út. Þá vaknaði Líam og sagði: „Hvert ætlarðu með svínið mitt?“ Þegar drengurinn sá Líam, flýði Jiann burt sem fætur toguðu og nam ekki staðar, fyrr en hann var kominn lieim til prestsins, viti sínu fjær af hræðslu. „Hvað er að þér?“ sagði prestur. Drengurinn sagði honum, að Líam liefði verið inni í kofanum og liefði ekki leyft sér að taka svínið. „Þegiðu, lygarinn þinn,“ sagði prestur, „Líam er dauður og lrefur legið viku í gröfinni." „Þótt hann liafi dáið fyrir sjö ár- um, þá sá ég hann inni í kofanum rétt áðan, og ef þú trúir mér ekki, þá skaltu koma sjálfur og sjá liann.‘ Þ\ í næst fóru þeir prestur og dreng- urinn lieint að kofadyrunum og prest- urinn sagði: „Farðu inn og rektu svínið út tiJ mín.“ „Ég fer aldrei inn, jafnvel þótt að jafngildi þitt stæði mér til l)oða.“ Presturinn fór þá inn og reyndi að reka svínið út, en þá stóð Líam á fæt- ur og sagði: „Hvert ertu að fara með svínið xnitt, séra Patrekur?" Þegar presturinn sá Líam, stökk hann burtu og hrópaði: „í nafni guðs skipa ég þér að fara aftur í gröfina, Líam.“ Líam hljóp á eftir presti og kallaði á eftir honum: „Séra Patrekur, ertu galinn? Bíddn og talaðu við mig.“ Presturinn beið ekki eftir honum, heldur hljóp hann heim sem fætur tog- uðu læsti hurðinni á eftir sér. Líam barði á dyrnar, þangað til hann var uppgefinn, en prestur hleypti honum aldrei inn. Eftir langa bið rak hann höfuðið út um loftsglugga og kallaði niður: „Líam, fai'ðu aftur í gröfina þína.“ „Þú ert ekki með öllum mjalla, séra Patrekur, ég er ekki dauður, og ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi ver- ið í neinni gröf.“ „Ég sá þig dauðan,“ sagði prestur, „dauða þinn bar brátt að, og ég var viðstaddur, þegar þú varst lagður í gröfina, og flutti ágæta líkræðu yfir þér.“ „Fjandinn fjarri mér! Svo sannar- lega sem ég er lifandi, þá ert þú geng- inn af göflunum,“ sagði Líam. „Farðu nú burtu, og ég skal lesa messu fyrir sálu þinni á morgun,“ sagði prestur. Líam fór heim og drap á dyr hjá sér, en konan hleypti honurn ekki inn. Þá sagði hann við sjálfan sig, að hann skyldi fara og greiða landskuldina. Allir, sem urðu á vegi Líams, hlupu undan honum, því að þeir héldu, að hann væri dauður. Þegar landeigandinn heyrði, að Líam væri að koma, lokaði hann dyr- unum og hleypti honum ekki inn. Líam barði svo fast að dyrum, að land- eigandinn hélt að hann nrundi brjóta þær. Hann kom út að loftsglugga og spurði: „Hvað viltu?“ „Ég kem til að borga landskuldina eins og heiðarlegur maður,“ sagði Líam. „Farðu aftur í gröfina, og ég skal fyrirgefa þér,“ sagði landeigandi. „Ég fer aldrei héðan, fyrr en ég fæ skriflega viðurkenningu frá þér, að ég hafi goldið allar landskuldir fram að næstu fardögum.“ Landeigandi gaf honum viðurkenn- ingu, og Líam fór heim. Líam barði enn að dyrum, en konan hleypti hon- um ekki inn, heldur sagði hún, að Líam væri dauður og grafinn og mað- urinn við dyrnar væri svikari. „Ég er enginn svikari,“ sagði Líam, ég var að enda við að greiða landeig- anda landskuldina, og ég vil vera hús- bóndi á mínu heimili, hvað sem hér er á seyði.“ Hann fór út í skemmu og náði í stóran járnkarl og var ekki lengi að brjóta hurðina. Þau urðu afar hrædd, konan og nýi eiginmaðurinn. Þau héldu, að upprisutími holdsins væri kominn, og dómsdagur færi í hönd. „Hveis vegna hélztu, að ég væri dauður?“ sagði Líam. „Eins og hver maður í sveitinni viti ekki, að þú sért dauður?“ sagði konan. „Fjandinn fjarri þér,“ sagði Líam, „þú ert búin að skopast að mér nógu lengi. Gefðu mér nú eitthvað að eta.“ Veslings konan var ákaflega hi'ædd og útbjó einhvern mat handa honum. Þegar hún sá, að hann borðaði og drakk sagði hún: „Þetta er krafta- vei'k.“ Líam sagði henni alla sólarsöguna, og þegar hann hafði lokið því, sagði hann: „Ég ætla að fara út að gröfinni á moi'gun og sjá, hvers konar þrjót þið hafið jarðsett í minn stað.“ Daginn eftir fór Líam með hóp af mönnum út í kirkjugarð, og opnuðu gröfina. Þegar þeir voru að lyfta kist- unni, stökk stór svartur hundur út úr henni og hljóp burtu, en þeir Líam hlupu á eftir honum. Þeir eltu hann, þangað til þeir sáu hann hverfa inn í húsið, þar sem Líam hafði sofið. Þá opnaðist jörðin og gleypti húsið, og enginn sá það framar. En síðan er þar mikið jarðfall. Þegar þeir Líam og kumpánar lxans komu lxeim, sögðu þeir sóknarpresti alla söguna, og hann ógilti hjónasátt- málann milli konu Líams og vinnu- piltsins. Líant lifði mörg ár eftir þetta og lét eftir sig mikil auðæfi. Þeir muna enn eftir honum í Gallivi, og hans veiður ætíð minnzt, svo lengi sem saga þessi gengur frá gamla fólkinu til unga fólksins. 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.