Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1953, Page 18

Samvinnan - 01.10.1953, Page 18
handleggjum, alls staðar, þar sem börn verða okkar vör, hvort sem þau standa uppi á árbökkunum, sitja í bátum eða busla í vatninu, en þau eru á sundi út um alla á, víkja til hliðar fyrir bátn- um eða stinga sér niður meöan hann brunar yfir þau, skjóta svo brosandi andliti upp úr öldurótinu, aftan okk- ar, veifa: „Hæ, liæ, Hvítur! Hér er ég aftur“, en svo koma aðrir.bátar, og þá verður maður að forða sér á ný. Ég lief orð á þessu við leiðsögu- manninn. „Mundu söguna“, segir hann. „Thailendingar eru ein af fá- um Asíuþjóðum, sem hvítum mönn- um hefur aldrei tekizt að kúga.“ Þá skildi ég, að það var okkar eigin saga, sem skráð var á varir liinna ungu Asíu- búa, samanbitinna eða brosandi. Hér tókst framsýnum höfðingjum að skáka hvítu landræningjunum hvorurn gegn öðrum, meðan verið var að afla þekk- ingar á siðum þeirra, sögu og vopn- um, bæði með því að leita þeirra lær- dórna í Vesturlönd eða kaupa kunn- áttumenn til dvalar eystra. Þess vegna eru Thailendingar ein ríkasta þjóð Asín, og vegna þess brosa börn og veifa litlum handleggjum er hvítur langferðamaður brunar á báti um Menam. Hér myndar allt eina samfellda heild, áin með bátana og börnin á brjóstum sér, landið, beggja vegna hennar, þar sem dökkgiænn gróður- feldurinn hylur að mestu hinn gul- leita svörð jarðarinnar, og hinn brúni hörundslitur lieimamanna virðist einn geta fallið inn í þessa mógulu mynd, án þess að rjúfa samræmi hennar. Hér stendur rnaður á árbakkanum og dorgar. Nokkru ofar eru konur að þvo, og nú er einhver að sökkva skjólu í ána til þess að ná þar í drykkjarvatn. Skolpleiðslur, ef nokkrar eru, liggja auðvitað út í ána, og áðan sá ég hvar smástrákur stóð bísperrtur og sprændi í ána, rétt ofan við hausinn á stallbróð- ur sínum, er svamlaði þar og lék sér við að reyna að færa korkbút í kaf. Inni í Bangkok sjálfri eima menn vatn til drykkjar og annarra þarfa, en þess konar fínheit þykja óþarfi hér uppi í sveitinni. Hér er allt á gamla og góða síamesiska sveitavísu, þar sem menn pissa í ána, þegar þeim er mál, og drekka úr henni ef þá þyrstir. Börn- in deyja náttúrlega eins og flugur, ef upp kemur pest, en um það er ekki að sakast ,mai pai rai“ — eins og fólk segir hér í landi — „það gerir ekkert til“ — alltaf er nóg af börnum — það er okkar karma. Þau koma og fara, eftir því sem ákveðið er. Það gerum við öll. Þannig sækja börnin þrótt til árinn- ar, er þau takast á við hana fangbrögð- um, en þeim er oft í mjúkum armi hennar bani búinn, beizkja dauðans í drykknum, er svalar. Svona er fljót- ið. Það gefur og tekur, lífgar og deyðir. Heimilisstörfin og karlmennirnir (Framh. af bls. 10). er þess getið, að sumar húsmæðurnar hafi engan matmálstíma haft, heldur neytt matarins á lilaupum. Til samanburðar væri því fróðlegt að heyra um rannsóknir á störfum á heimili, sem gerir nútímakröfur um heimilishald og uppeldi barna. í ame- ríska tímaritinu láfe kom fyrir nokkrum árum grein með myndum eða öllu heldur myndagrein með skýringum um störf og „stöður“ venjulegrar iuismóður í New York, sem býr í tveggja hæða einbýlishúsi með öllum þægindum og garði, þar sem börn geta verið óhult. Þar er reiknað út, að kona með 3 börn, 4 ára, 2 ára og 4 mánaða, hafi 100 stunda vinnuviku eða 14 st. og 17 mín. alla daga vikunnar. Þö kaupir hún nokkra atstoð: Einu sinni í viku fær hún hreingerningarkonu, sem jafnframt þvær stórþvottinn, en smáþvotta þvær hún sjálf, nema hvað hún sendir bleyjur ungbarnsins í þvott, eins og þar er algengt. Endrum og eins fær hún stúlku til að vera hjá börnunum á kvöldin. Það er tekið fram, að hún kaupi mikið af niðursoðnum mat, baki ekki brauð og kaupi allan fatnað lianda fjölskyldunni tilbúinn. Ekkert er minnst á, að húsbóndinn þvoi upp. Yið samanburð á þessari amerísku iðnaðarmannskonu og venjulegri ís- lenzkri kaupstaðakonu er aðstöðu- munur talsverður. Hún kaupir mun meiri hjálp en konur hér almennt gera, svo vinnutími íslenzkra hús- mæðra með svipaðan barnahóp hlýtur að verða meira en 100 stundir á viku, ef gerðar eru menningarkröfur um mataræði, uppeldi barna og aðrar lífs- venjur. Nýjar rannsóknir í Hollandi sýna, að húsmæður með 3 börn þurfa 14i/á tíma til að leysa af hendi skyldu- störf sín. Víkjum svo aftur að grein Gísla Kristjánssonar ritstjóra. Hann ber fram þá spurningu, hvernig muni háttað þessum málum liér á landi. Það er mjög freistandi að taka orðrétt upp allt það, sem hann segir, en síð- asti kaflinn verður að nægja: „Hvernig mun þessum hlutum var- ið hér á landi — á íslandi —- í sveit og í kaupstað? Hvernig er það í sveit- inni, þar sem konan er ein með barnahóp og þarf þar að auki að leggja hönd að fjölda bústarfa, til þess að aðstoða mann sinn, þegar bjarga skal forða til vetrarins? Það er óþarft að spyrja. Vinnudagurinn er eins og dæmið að framan sýnir, eða eitthvað svipað því. Mun það nokk- urs virði fyrir þjóðfélag okkai', að um þessi efni sé grennslast? Því skal svar- að með fáum orðum. Sjálft hlutverkið er þess vert, en annað er þó langt urn meira aðkallandi, sem sé þetta: Að leita einhverra úrræða til aðstoðar þeim, sem þyngsta okið bera í þjóð- félaginu, því það gera lnismæðurnar — mæðurnar — sem vinna verk sín með þolinmæði og gleði án þess að spyrja um laun. Því miður — ef svo fer fram, sem nú horfir, er hætt við að ofþjökun og uppgjöf geti hent í fyllra mæli en þegar er orðið, en við því má þjóðin ekki. Hér er engum einum aðila álasað þegar það er fullyrt, að hlutverk húsmæðra í íslenzkum sveitum eru ekki metin að verðleik- um af almenningi frekar en annars staðar gerist. Til þess er þjóðin ekki nógu þroskuð enn, að hún hafi lært að meta þau dýrustu verðmæti sem gróa í þjóðlífinu og sköpuð eru við arinn húsmóðurinnar og móðurinn- ar, sem ver 15 stundum á sólarhring til starfs fyrir þjóð sína án þess að spyrja um laun“. 15 stundir segir ritstjórinn hér af því, að einn tíminn af 16 stunda vinnudeginum reiknaðist líka sem frítími, af því að hlustað var á útvarp á meðan unnið var. Lhidanfarinn mannsaldnr hafa flest 18

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.