Samvinnan - 01.10.1953, Side 19
stéttarfélög, og þá fyrst og fremst fé-
lagssamtök karla, barizt fyrir því að
stytta vinnudaginn og orðið vel á-
gengt í því efni. Engum mun þó detta
í hug, að þær kröfur hafi verið gerð-
ar í þeim tilgangi, að eiginmennirnir
gætu aðstoðað konur sínar við börnin
og heimilisstörfin. Heldur ekki í þeim
tilgangi einum að hvíla sig. Menn
vilja fá frítíma til þess að njóta lífs-
ins á ýmsan hátt, eftir skapgerð sinni,
menntun og hæfileikum
GREIND OG HÆFILEIKAR
í HELGAN STEIN.
Áhugamál og tómstundastörf karl-
manna eru að öllum jafnaði ekki háð
því, livort þeir eru ókvæntir eða
kvæntir og eiga börn. F.n þegar kona
eignast börn verður hún undantekn-
ing'arlítið að leggja áhugamál sín á
hilluna um lengri eða skemmri tíma.
Það er hörmulegt, hve margar konur
virðast láta greind sína og hæfileika
setjast í helgan stein þegar á giftingar-
aldri, þótt þær hafi sýnt það á barna-
og framhaldsskólaárunum, undirbún-
ingsárunum, að þær voru engir eftir-
bátar skólabræðra sinna.
Það er allt annað en auðvelt fyrir
konu að halda áfrant að ávaxta pund
lífs síns, eftir að börnin eru farin að
heiman, ef hún ltefur öll þroskaárin
ekki liaft sér til andlegrar uppbygg-
ingar nema stolnar stundir.
Þá er oft „steinhljóð og auðn yfir
stólunum öllum“ og jafnvel „konu
ofaukið“. Ömmuhlutverkið reynist
stundum ltarla dapurlegt. Og oft er
það líka erfitt á annan veg, þegar
annríkið tekur engan enda.
Það er óhætt að fullyrða, að mörg
konan hér á landi ltefut ekki átt einn
einasta frídag, ltvað þá lteila viku, í
samfleytt 15—20 ár. Og dæmi eru þess,
að konur hafa verið komnar á áttræð-
isaldur, jregar Jrær fengu fyrstu frí-
daga ævinnar frá búverkum og mat-
reiðslu. En flestir karlmenn hafa ekki
færri en 52 frídaga frá skyldustörfum
á ári.
Hinir fáu formælendur húsmæðr-
anna, hafa oft rætt nauðsyn Jress að
tryggja liúsmæðrum orlof sem öðru
starfandi fólki. Nokkrir aðilar hafa
og unnið stórmerkt brautryðjanda-
starf í Jressa átt. En Jrað eru Mæðra-
styrksnefnd Reykjavíkur, mæðra-
styrksnefndir annarra staða, nokkur
kaupfélög og kvennaskólar. Almennt
virðist harla lítill skilningur vera fyrir
|)ví, að húsmæður Jmrfi orlof og að
Jjeim beri orlof. Sumir telja jafnvel,
að 24. grein mannréttindaskrár sam-
einuðu Jijóðanna nái ekki til hús-
mæðra. Varla hefði Alþjóða kvenrétt-
indafélagið gefið þessari grein með-
mæli, ef Jjað áliti að svo væri ekki.
Greinin er þannig: „Hverjum manni
ber réttur til livildar og tómstunda,
og telst þar til hæfileg takmörkun
vinnutíma og reglubundið orlof að
óskertum launum."
Óskandi væri, að frarn á sjónarsvið-
ið kæmi nýr Semmehveis, sem sér að
ekki er nóg að forða mæðrunum
frá barnsfararsóttardauðanum, heldur
verði einnig að bjarga þeim frá of-
þjökun, Jiegar heirn kemur af fæðing-
arspítalanum, eftir allt of stuttan legu-
og hvíldartíma.
Vandamál húsmæðranna, sem of-
hlaðnar eru störfum og engan frídag
geta veitt sér, hvort sem er af fjár-
hagslegum ástæðum eða öðrum, verð-
ur aldrei leyst til nokkurrar hlítar
með því einu að heimta. að eiginmenn-
irnir Jivoi matarílát og gólf, þótt slíka
hjálp beri vessulega að Jrakka, þegar
hún er veitt af fúsum vilja og skiln-
ingi. En liver músin heldur verst í
sinni holu, svo er um flesta karlmenn,
engu síður en um konurnar. Hver um
sig heldur, að á sínu heimili sé um
eitthvert sérstakt fyrirbæri að ræða. t.
d. að konan sé heilsuminni en almennt
gerist eða bara einfaldlega óduglegri,
eða að hann hafi í ógáti bundið trúss
við konu, sem er litlu sýnna um að
Jivo upp og stoppa í sokka en mörg-
um manninum er um landbúnaðar-
störf og sjómennsku, sem áður fvrr var
eina atvinnuvalið, sem karlmenn áttu.
Hann hjálpar því konu sinni af ein-
skærri gustuk, en ekki af skilningi á
störfum hennar. Sízt mundi honum
detta í luig að veita réttindakröfum
kvenna lið. þótt hann lijálpi konunni
til að láta senr minnst bera á afkomu-
leysi hennar.
Sennilega hefir honum Adam sáluga
verið líkt farið. Hann liefur efalaust
hjálpað henni Evu sinni úr rifbeininu
við að fela óhreinu börnin þeirra
hjónakornanna, þegar drottinn guð
allsherjar kom í óvænta heimsókn, af
því að Eva hafði ekki komið í verk
að þrífa öll börnin sem skyldi, eftir
því sem Jijóðsagan hermir. Það er því
sennilega erfðasynd, þessi árátta fjölda
húsmæðra að reyna að fela það, sem
þær koma ekki í verk og láta sem allra
rninnst á annríki sínu bera, ef gesti
ber að garði eða heimilisstörf eru til
umræðu.
ATRIÐI GEGN UPPÞVOTTA-
KRÖFUNNI.
Nokkur atriði mætti nefna, sem eru
allþung á metunum gegn uppþvotta-
kröfunni. Þótt þorri karlmanna hafi
góðan tíma til tómstundastarfa, þá eru
hinir allmargir, sent hafa minni laun
en svo, að þau nægi til að fullnægja
þörfum og kröfum heimilisins, og
verða Jreir Jrví að verja megninu af
frístundum sínum til þess að afla við-
bótartekna, auk Jress sem ekki verður
hjá því komist, að hver góður heimilis-
laðir eyðir allmiklum tíma fyrir heim-
ilið á ýmsan hátt, svo sem að annast
fjárreiður Jtess, viðgerðir og annað
slíkt, svo ekki sé gleymt föðurlegri
ummönnun barnanna og hjálp við
skólanám þeirra. 4—5 tímar bætast Jrá
fljótlega við fasta vinnutímann. Sjó-
menn eru fjarri heimilum sínum svo
vikum og mánuðum skiptir og dvelja
aðeins skamma stund heirna. Og sumir
menn hafa á liendi erfiðara starf en
lieilsufar þeirra og kraftar raunveru-
lega Jtola, og eru Jrá uppjjvottakröfurn-
ar vart sanngjarnar gagnvart þeim.
UppJjvottakröfurnar eru eins og
fálm drukknandi manns eftir hálm-
strái. Raunhæfari lausn á vandamáli
húsmæðranna, sem ofhlaðnar eru
störfum, verður Jjví finna. Ekki má
ljíða og láta þróun tímans eina um
að leysa vandann. Það verður að hefj-
ast handa án tafar.
En lausnin á ekki einungis að bein-
ast að Jjví, að stytta vinnutíma og létta
líkamlegt erfiði húsmæðranna, heldur
líka og engu síður að Jjví að minnka
andlega áreynslu mæðranna.
Lausn framtíðarinnar er ekki full-
komin, ef hún krefst þeirrar „fórnfýsi"
af móðurástinni sem nútíðin gerir, Jj.
e. a. s. að móðirin geti lagt á sig og
Jjolað óttann um börn sín gæzlulaus
að leik utan húss, meðan hún er nauð-
beygð til að láta matargerð og innan-
hússstörf eða störf utan heimilis sitja
í fyrirrúmi og geta svo borið afleið-
ingarnar, ef illa fer.
Slys á börnum, bifreiðaslys, drukkn-
19