Samvinnan - 01.10.1953, Síða 20
anir í lækjum og sjó og önnur því lík
í bæjum og sveitum, verða jafnan á
meðan mæðurnar eru önnum kafnar
við „skylduverk" sín.
Lausn framtíðarinnar verður að
færa mæðrunum fullt öryggi, án fag-
urgala og glamuryrða um fórnfúsa
móðurást.
En liver er þá lausn þessa mikla
vandamáls?
Hún er í meginatriðum í því fólgin,
að þjóðfélagið taki fullt tillit til sér-
stöðu konunnar sem nióður, að heirn-
ilisstörfin verði viðurkennd sem þjóð-
nýt störf, af öllum mönnum, mæðrum
sem öðrum, verði tryggður hæfilegur
hvíldartími og reglubundið orlof, að
allir menn, konur jafnt sem karlar,
fái menntun og störf í samræmi við
hæfileika sína og starfskrafta, og að
krafan um sömu laun til karla og
kvenna fyrir störf af sama verðmæti
komist í framkvæmd.
Anna Sigurðardóttir,
Útgarði, Eskifirði.
Járnnám...
(Framh. aj bls. 13).
lífsins þarf, er flutt að, keypt fyrir
svart grjót, sem flutt er út í lönd frá
Luleá og Narvík og selt dýrum dóm-
um.
SNYRTILEG BORG.
Kiruna er snotur borg og vel skipu-
lögð, enda byggð eftir fyrir fram á-
kveðnu skipulagi þegar í upphafi, og
hefur sloppið við alla kumbalda-
óreiðu, sem oft fylgir örum vexti
borga. Húsin eru mörg úr timbri, og
hefur skógurinn verið ruddur jafnótt
og byggðin færðist út. Víða eru ein-
stök tré eða smárunnar skildir eftir
á blettum við húsin, og á þann hátt
er auðvelt að koma upp trjágörðum í
Kiruna.
Margir þeir, sem hjá námufélaginu
vinna, hafa á leigu íbúðir, sem það
hefur látið reisa, en það fer Jró í vöxt,
að menn byggi yfir sig sjálfir.
Auk barnaskóla eru í Kiruna gagn-
fræðaskóli, vinnuskóli, kvennaskóli og
menntaskóli. Hefur námufélagið
stofnað suma, ríkið síðar tekið við
rekstri þeirra, þótt félagið styrki þá
enn. Félagið byggði og kirkju 1912 og
gaf söfnuðinum.
VETRARMYRKUR OG
SUMARSÓL.
Veturinn er kaldur, langur og
dimmur í Kiruna, eins og vænta má
150 km norðan við heimskautsbaug.
Snjór liggur Jrar á jörðu meira en 7
mánuði osr sretur orðið næsta mikill. I
desember sér ekki til sólar nema eina
stund um hádegið af Kirunavara, og
Jrá er naumast lesbjart í borginni.
En sumrin eru líka furðulega ltlý.
Urkoma er lítil, stillur algengar og
sólfar mikið, enda samfelldur sumar-
dagur í tvo mánuði. Þar um slóðir
eru kartöflur alls staðat ræktaðar og
grænmeti og jafnvel harðgerðar korn-
tegundir ná fullum Jnoska. Fólk unir
sér vel þarna nyrðra, og rnargir, sem
komnir eru af strafsaldri og flutzt hafa
suður á bóginn, snúa til baka norður
til að eyða ævikvöldinu í Kiruna.
Það er víðsýnt og fagurt af Kiruna-
vara. Á allar hliðar bylgjast hásléttan
í hæðum og daladrögum. þakin óend-
anlegum skógunt. En lengst í vestri
sér til nakinna fjalla, og er mest þeirra
Kebnekaise, hæsta fjall landsins, með
jökulfaldinn hvíta.
Engilrækjan...
(Framli. aj bls. 11).
rækjur, sem eru mörgum sinnum
minni en venjulegar amerískar rækj-
ur, en hafa annað og sérlega ljúffengt
bragð. Taldi hann víst, að þessi vara
hlyti að seljast fyrir allhátt verð vest-
an hafs, og varð þetta til þess, að
Sambandið tók saman höndum við
tvo Isfirðinga, Guðmund Karlsson og
Jóhann Jóhannsson, um veiðar og
hreinsun rækjunnar, en hún er fryst í
frystihúsi kaupfélagsins þar vestra.
Tókst á skömmum tíma að vinna
markað fyrir rækjuna vestra, þar sem
hún er kölluð „íslenzk engilrækja“,
og hefur sala hennar gengið mjög vel
hingað til. Er hér urn að ræða all-
mikið útflutningsverðmæti, hálfa aðra
milljón króna, það sem af er þessu
ári, og geysimikla atvinnu fyrir ísfirð-
inga.
Rækjan er veidd í botnvörpu og er
afli bátanna oft rúm smálest. Á ísa-
firði er rækjan soðin í stórum potti,
en fer síðan til stúlknanna, sem
plokka hana. Ekki mun nema einn
fimmti til sjötti hluti rækjunnar vera
kjöt, og er það lítið á hverju dýri, en
fjöldi þeirra er hins vegar mjög mikill.
Stúlkurnar verða ótrúlega fljótar við
að plokka rækjurnar, og eru dæmi
Jress, að þær plokki um 16000 rækj-
ur á dag. Eftir plokkun er rækjunum
pakkað og þær frystar á venjulegan
hátt. Við þessar veiðar og vinnslu
hafa oft á einn eða annan hátt um
hundrað Isfirðingar atvinnu. Sjálf-
sagt mundi þetta fólk hafa gaman af
því að sjá rækjurnar sínar í sjónvarpi,
en það verður að láta sér nægja vitn-
eskjuna um það, að fólk í fjarlægum
löndunr sækist eftir þessari vöru og
greiðir vel fyrir hana. Hér á landi
hefur alllengi verið seld niðursoðin
rækja og hún aðallega borðuð á
brauði, en vestra getur kaupandinn
fengið smábækling, þar sem kennd
er notkun rækjunnar í margvíslega,
ljúffenga rétti. Hraðfrysta rækjan er
nú einnig seld innanlands, en niður-
suða hefur að miklu leyti lagzt niður.
Fleiri aðilar hafa komið á eftir
Sambandinu og flutt út frysta rækju,
en helztu rækjustöðvarnar eru Isa-
fjörður og Bíldudalur. Islendingar
voru fyrstir manna til þess að selja
smárækju á amerískum markaði og
hefur sú tilraun tekizt mjög vel og
vörunni verið tekið prýðilega. Hins
vegar er smárækja til víðar en við
Islandsstrendur og er nú, þegar skap-
aður hefur verið markaður fyrir hana,
hætta á að fleiri hugsi til hreyfings og
taki að bjóða Ameríkumönnum hana
frysta. Er til dæmis ekki óhugsandi,
að Japanir geri þetta og ef til vill
fleiri, og er þá með auknu framboði
hætta á lækkuðu verði á hinum frjálsa
markaði. En vonandi njóta íslending-
ar framtaks síns við að ryðja þessu
litla sjávardýri braut til markaðar og
vonandi heldur þessi litla en mikil-
væga grein sjávarútvegsins áfram að
vaxa og blómgast.
20