Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 21
s vípt-r i ItÁi óamUdarmanna: Dr. Alfred C. Kinsey Fuglar, blóm, skordýr og sjálft mann- fólkih bafa verið rannsóknarefni bans SÚ BÓK, sem sennilega hefur vald- iö mestum umræðum manna á milli á þessu ári, bæði fyrir og eftir útkomu sína, er 800 síðu doðrant, kostar á ann- að hundrað krónur, ber heitið „Kyn- ferðishegðun konunnar“ og er eftir mann að nafni dr. Alfred C. Kinsey og nokkra samstarfsmenn hans. Bók- in er vísindaleg, enginn skemmtilest- ur og ekkert í henni að finna, sem oft dregur lesendafjölda að lélegum skáldsögum. Samt var fyrsta prentun af henni 250.000 eintök og láti að lík- um mun hún feta í fótspor stallsyst- ur sinnar, bókarinnar „Kynferðis- Tiegðun kar!manna“, og verða þýdd á mörg mál. ÁSTÆÐAN FYRIR frægð þessara bóka og þeirri forvitni, sem þær hafa vakið, er í stuttu máli sú, að höfund- urinn, sem er amerískur dýrafræðing- ur, hefur tekið sér fyrir hendur að ljóstra upp sannleikanum um kyn- ferðislíf mannskepnunnar á þann einfalda hátt að yfirheyra sem mest- an fjölda karla og kvenna, og reikna síðan út meðaltöl og draga aðrar ályktanir eftir ástæðum. Hann lætur sig engu skipta hugmyndir manna um siðferði, trú þeirra eða hugsjónir í þessum efnum, heldur leitar hann að helköldum sannleikanum, hver sem hann kann að reynast. Með því nú að fáar mannverur hafa lifað án einhverra kynna af viðfangsefni bók- anna tveggja, og fátt umræðuefni eða umhugsunarefni hefur dugað betur allt frá dögum Adams og Evu, þarf engan að undra áhuginn á rann- sóknum dr. Kinseys. Dr. KINSEY bjó í bernsku í iðnaðar- borg rétt sunnan við New York og .átti þá við þráláta vanheilsu að búa. Þegar foreldrar hans fluttu nær sveitinni, opnaðist honum nýr heim- ur, heimur náttúrunnar. Hann fékk þegar óslökkvandi áhuga á dýralífinu og reyndist gjörhugull í rannsóknum. Fyrsta viðfangsefni hans var að upp- götva, hvað fuglarnir gerðu, þegar rigndi. Skrifaði hann ungur um þetta ritgerð. Dr. Kinsey gekk menntaveg- inn og endaði nám sitt í Harvard- háskóla. Eftir það stundaði hann rannsóknir á ætum villijurtum í Austur-Bandaríkjunum og skrifaði um það mál mikið rit. Síðan réðist hann til Indianaháskóla í borginni Bloomington og kenndi náttúru- fræði. Lagði hann nú stund á skor- dýrin af sömu nákvæmni og alúð og allt annað. Hann safnaði óhemju miklum upplýsingum um sum þeirra og varð sérfræðingur í þeirri grein, eins og raunar öllu, sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Eyddi hann miklum tíma við rannsóknir sínar úti í náttúrunni, og hafði þá jafnan konu sína og börn sér til aðstoðar. Hann teiknaði og reisti sér hús í Bloom- ington, stundaði vinnu sína af ein- beitni og sýndi sömu ástundun helzta áhugaefni sínu utan vinnutíma, sem var að hlusta á æðri tónlist. Býður hann á hverju sunnudagskvöldi til sín vinum, er hlusta vilja á hljóm- plötur, og ræðir við þá ítarlega gildi hvers verks og flutnings þess. ÞÁ GERÐIST ÞRÐ, að nokkrir nem- endur báðu dr. Kinsey að flytja fyr- irlestur um kynferðismál, hinu unga fólki til uppfræðslu. Þetta varð upp- haf að áhuga hans á kynferðislífi mannfólksins. Hann sökkti sér nú niður í þetta viðfangsefni af sömu einbeitni og hann sýndi fuglum, jurt- um og skordýrum fyrr. Var komið á laggirnar stofnun um rannsóknir hans við háskólann, hann fékk nokkra aðstoðarmenn og fyrir fimmtán árum hófst hann handa. Hann og þrír að- stoðarmenn tóku að leita að sjálf- boðaliðum, er vildu segja þeim í full- um trúnaði allt af létta um kynferð- ismál sín. Þessar upplýsingar voru skráðar með dulmáli, sem enginn skrifar og aðeins þessir fjórir menn kunna utanað. Upplýsingarnar eru skráðar og flokkaðar og þeim safnað í aðalstöðvunum í Bloomington. BÆKUR ÞÆR, sem Kinsley hefur þegar gefið út, eru aðeins byrjunin á rannsóknum hans. Fyrri bókin, um karlmennina, er byggð á upplýsing- um 5.300 karla, en hin síðari á upp- lýsingum 5.940 kvenna. Fólk þetta er á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Þó dregur Kinsey ekki af þessu víðtækari ályktanir en ástæða er til, og segir ályktanir sínar aðeins eiga við þennan fjölda karla og kvenna í Bandaríkjunum. NIÐURSTÖÐUR Kinseys hafa ver- ið stórlega umdeildar, svo sem vænta má. Fjöldi manns hefur talið það ó- viðeigandi og hvergi nærri til menn- ingarauka að birta slíkar upplýsing- ar. Þeir benda á, að það geti hvatt unglinga til lauslætis, er þeir heyra, að 50% kvenna og 83% karla hafi kynferðismök fyrir giftingu. Þeir segja, að það geti ýtt undir ótryggð í hjónabandi, er fólk les, að 26% kvenna og 50% karla hafi haldið framhjá mökum sínum, og mætti þannig lengi telja. Þá er það einnig gagnrýnt, að fólk það, sem Kinsey hefur talað við, sé engan veginn rétt mynd af allri þjóðinni. Blökkumenn vantar alveg, of lítið er af fólki af 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.