Samvinnan - 01.10.1953, Page 22
sumum trúarflokkum og yfirleitt
hafa heimildarmenn doktorsins meiri
menntun en þjóðin öll að meðaltali.
Loks er það véfengt, að fólk svari af
fullri hreinskilni slíkum spurningum.
FYLGISMENN Kinseys eru einnig
geysimargir. Þeir halda því fram, að
ekkert hafi á liðnum öldum valdið
eins víðtækri óhamingju né eyðilagt
eins mörg hjónabönd sem vandkvæði
í kynferðislífi. Fullar upplýsingar um
þessi mál muni því veita þúsundum
tækifæri til aukins skilnings á þess-
um málum og þar með betra tækifæri
til lífshamingju. Þeir játa, að enn gefi
heimildarmenn Kinseys ekki rétta
mynd af bandarísku þjóðinni, hvað
þá mannkyninu öllu, en þær myndir,
sem rannsóknirnar hafi þegar gefið,
komi eigi að síður nærri því að gefa
rétta heildarmynd. Loks segja þeir, að
spurningakerfi Kinseys sé svo ná-
kvæmt og flókið, að lygar í tilsvörum
uppgötvist ávallt og þurfi ekki að vé-
fengja sannleiksgildi svaranna.
HVERNIG SEM MENN líta á þetta
mál, verður ekki véfengt, að rann-
sóknir Kinseys hafa vakið gífurlega
athygli um allan heim og almenning-
ur hefur gleypt í sig upplýsingar
hans. Hvort sem mönnum líkar betur
eða verr, hefur hann gert umræður
um kynferðismál opinskárri og al-
mennari en nokkru sinni fyrr, enda
þótt öll þróun hafi verið mjög í þá
átt, áður en hann hóf starf sitt.
ÞAÐ ER AUGLJÓST af niðurstöð-
um Kinseys, að miklar breytingar
hafa orðið á kynferðinslífi manna á
síðustu hálfu öld, og þær meiri hjá
kvenþjóðinni en karlmönnum. Gerast
nú öll samskipti kynjanna frjálsari
og meiri en var á síðustu öld, hvern-
ig sem verið hefur áður fyrr. Þá er
það augljóst af niðurstöðum doktors-
ins — ef menn vilja trúa þeim — að
þeir eru stórum færri, sem hafa hrein-
an skjöld í þessum málum, samkvæmt
ríkjandi siðferðisskoðunum, en menn
vilja vera láta.
Minnismerki SÍS
(Framh. af bls. 5).
fylgja vor og gróandi á hvaða tíma
árs sem væri, líkt og veðrið nú minnti
frekar á tíma lífs og vaxtar, þótt
haustdagur væri. Samkomu þessa
sótti nær hundrað manns, og var mál
viðstaddra, að útisamkoma þessi svo
síðla hefði verið einkar ánægjuleg og
þrungin stemningu.
Auk Yztafells voru fundarstaðir
þessir: Hallbjarnarstaðir á Tjörnesi,
Flatey á Skjálfanda, Hólmavað í Að-
aldal, Breiðamýri í Reykjadal, Húsa-
vík, Yztafell í Kaldakinn, Reynihlíð
við Mývatn, Auðnir í Laxárdal, Sand-
vík í Bárðardal og Hveravellir í
Reykjahverfi. Ræðumenn á fundun-
um voru, auk allmargra heimamanna
á hverjum fundarstað, Finnur Kristj-
ánsson, sem á miðju ári tók við kaup-
félagsstjórastarfi við félagið, Þórir
Friðgeirsson, fræðslumálafulltrúi og
gjaldkeri K. Þ. og Baldvin Þ. Kristj-
ánsson, erindreki SIS. Sýndar voru
kvikmyndir, þ.á.m. íslenzku litmynd-
irnar „Vestur-Islendingar“ og „Ullar-
band og ullarlitun“ — báðar með tali
— auk nokkurra smámynda erl. og
innl. Á flestum fundanna var eitt-
hvað sungið sameiginlega, og á sum-
um mikið. Samtals sótti þessar sam-
komur um 800 manns, sem gerði að
þeim góðan róm.
Auðnasamkoman var að kvöldi
mánudagsins 14. sept. — nákvæmlega
upp á dag ári eftir síðasta alþjóða-
dag samvinnumanna. Kaupfélags-
stjórinn og erindrekinn óku í hálf-
rokknu, mildu haustkvöldinu fram
Laxárdalinn, sem hvorugur þeirra
hafði litið augum fyrr — þennan ynd-
islega dal magnaðra samvinnuáhrifa,
með sína ÞVERÁ, þar sem fyrsta
kaupfélag landsins var stofnað fyrir
rúmum 70 árum, og sínar grózkuríku
AUÐNIR — bæ Benedikts okkar
allra. I hljóðum samræðum bar að-
komumennina fyrirhafnarlítið fram
nýlagðan veginn, næstum heirn að
hinu snotra samkomuhúsi, sem ung-
mennafélagarnir í dalnum með sín 8
eða 9 byggðu ból reistu fyrir rúmum
20 árurn, m. a. með því að fara í
kaupavinnu á sunnudögum, eins og
þeir gera enn þann dag í dag. Síðasti
spölurinn lá um túnið á Auðnum, í
myrkri, undir hressilegri leiðsögn
bóndans þar, Benedikts yngra Jóns-
sonar, eins af fleirum dóttursonum og
alnöfnum „Benedikts gamla“. Á 10.
tímanum voru allir komnir, sem bú-
ist var við — „allir af öllum bæjun-
um, nenta tveimur“, samtals um 60
manns. Þá hófst samkoman undir
stjórn deildarstjórans, Jónasar Snorra-
sonar, hreppstjóra á Þverá, tengda-
sonar samvinnufrömuðarins. Kvik-
rnyndir höfðu aldrei verið sýndar í
Laxárdal fyrr. Komumönnum þótti
því ánægjulegt að verða fyrstir til
þess að færa þessa áhrifamiklu tækni
nútímans á vegum kaupfélagsins í
dalinn, á jörð Benedikts á Auðnum.
Með nokkrum formálsorðum hófst
sýningin með hinni undurfögru tón-
mynd Ave Maria eftir meistarana
Bach og Gounod — og hún helguð
minningu hans, sem svo langa ævi
hafði helgað líf sitt og starf háleitri
hugsjón samvinnunnar. Það var
áhrifarík stund, og einhverjum fannst
sem andi Benedikts svifi þar ekki all-
fjarri. — Svo var ekkert sérstakt í frá-
sögur færandi, þar til eftir fund, að
sezt var að veitingum í gamla bæn-
um (en nýtt, myndarlegt steinhús er
nú nýrisið af grunni). Þar hlaut margt
að líða um hugann, eins og séra Sig-
urður Einarsson víkur að í kvæði
sínu þaðan, þótt ekki tjói að fara út
í þá sálma. En hér var það, sem
margar spaklegustu hugsanir Bene-
dikts á Auðnum vöknuðu, og hér
ljómuðu ýmsar göfugar mannfélags-
hugsjónir hans. Hér skrifuðu þeir
Jakob Hálfdánarson og hann enska
verzlunarbréfið til Slimons fjárkaup-
manns, og er það orðið sögulega
frægt. Já, og hér fæddist m. a. dóttir
Benedikts, Unnur, skáldkonan Hulda.
Gamli bærinn verður nú senn yfirgef-
inn og yrði þá fljótlega hætt við falli,
ef ekkert væri aðhafst honum til
bjargar, en margir merkir þættir úr
sögu hans myndu þó lifa. Vonandi
verður þó sá hluti hans, sem söguleg-
astur er, varðveittur um ókomin ár,
því að kaupfélagsstjórinn o. fl. for-
ystumenn Kaupfélags Þingeyinga
hafa áhuga á því björgunarstarfi, sem
hér þarf að vinna, góða aðstöðu og
ákveðnar hugmjmdir, sem ætla má
að verði að veruleika á þessu eða
næsta ári.
— Ef þú hittir Jóhannes, þá vertu
vingjarnlegur við hann, því að hann
bauð unnustunni út að borða í gær.
Hún fékk kakkalakka í súpuna og
hrópaði skelfingu lostin:
— Takið ófreskjuna!
— Og hvað gerðist?
— Þeir fleygðu Jóhannesi út!
22