Samvinnan - 01.10.1953, Side 23
Útvarpsræðan...
(Framh. af bls. 3)
mannsins rætast um réttlátt þjóðfélag
og almenna velmegun. Þessi leið er
samvinnan, samvinnustefnan.
Samvinnustefnan er fólgin í því eins
og flestir vita, að frjáls félög sam-
vinnumanna leysa þau verkefni af
hendi til hagsbóta fyrir alla, sem hver
einstaklingur getur ekki innt af hendi
einn. Þannig skapast samvinnufélög-
in innkaup á vörum fyrir félagsmenn
sína og selja aftur afurðir þeirra, hvort
tveggja með sannvirði. Hver félagi
verður þannig sinn eigin kaupmaður
og enginn arðrænir hann. Þessi starf-
semi samvinnufélaganna á sviði verzl-
unar er bezt þekkt, enda upphaflega
eina, eða að minnsta kosti helzta, við-
fangsefni samvinnufélaganna. En sam-
vinnan leggur á hverju ári, sem líður,
undir sig fleiri og fleiri svið, bæði um
iðnaðarframkvæmdir og annað, og
enn bíða ótal verkefni handa sam-
vinnumönnum. Þeirra bíða stór verk-
efni í húsbyggingarmálum, landbún-
aði og sjávarútvegi, því að draumur
þeirra er, að stærri rekstur, sem ekki
heyrir undir ríkisvaldið, verði rekinn
með samvinnusniði. Þá er ekki lengur
hægt að tala um arðrán, en allir neyta
ávaxta erfiðis síns. Ef t. d. samvinnu-
félög sjómanna og annarra þeirra, sem
vinna við útgerð, gerðu út skipin,
samvinnufélög verkamanna og ann-
ara starfsmanna í iðnaði, rækju verk-
smiðjur og svo franrvegis, þá væri arð-
inum skipt réttlátlega milli félaganna
og þarmeð væru fjöldamörg vandamál
nútímans leyst. Þá væri hver maður
sinn eigin húsbóndi innan þeirra tak-
marka, sem sameiginlegar þarfir settu,
því samvinnufélögunum er stjórnað af
félagsmönnum sjálfum og allir hafa
jafnan atkvæðisrétt án tillits til fjár-
muna. Ekki væri þá þörf á verkföll-
um né öðrum átökum um brauðið,
því hagur félagsheildarinnar og hvers
einstaks félagsmanns fara þá saman.
Samvinnustefnan er því enn bezta
lausn flestra þjóðfélagsvandamála nú-
tímans, og hún er réttlátust allra
þeirra kerfa og „isma“, sem hafa kom-
ið til orða um þjóðfélagshætti og sam-
skipti manna. Sönn samvinnustefna
er sennilega einnig eina von mann-
kynsins um björgun frá þeim voða,
sem nú virðist ógna því. Samvinna
þjóðanna er þegar hafin og samein-
uðu þjóðirnar eru þannig einskonar
samvinnufélag þjóðanna, en þar vant-
ar þó mikið á enn, að hinn rétti sam-
vinnuandi ríki, sem er, að hinn veiki
njóti fullkomins jafnréttis við þann
sterka og allir verði að lúta sameig-
inlegum hagsmunum.
Sennilega veltur framtíð mannkjms-
ins á því, hvort vandamálin í sam-
skiptum þjóðanna verði ennþá leyst
með ofbeldi eða í anda samvinnu-
stefnunnar.
Sala á hraðfrystum matvælum
fimmtánfaldaðist í Bandaríkjunum á
sl. 15 árum, að því er erlend blöð
skýra frá. Telst hraðftysting matvæla
nú til stærstu greina matvælaiðnað-
arins, og eru ekki aðeins sjávarafurð-
ir frystar, heldur ávextir, grænmeti,
kjötmeti og jafnvel margs konar til-
búinn matur og kökur.
Sú vara, sem mest selst af hrað-
frystri, er appelsínusafi, og er nú
2*4 sinnum meira af appelsínum selt
sem frystur safi en seljast af ávextin-
um heilum og ófrystum. Næstmest
selzt af grænmeti frystu, þá fugla-
kjöti og síðan fiski.
Félög uhgra samvinnumanna, sem
til eru víða um lönd, héldu með sér
alþjóðlega ráðstefnu í Rúdesheim í
Þýzkalandi í byrjun júní, og sóttu
hana 350 fulltrúar frá 14 löndum.
Meðal annars var ákveðið að hefja
útgáfu á fjórðungsriti um samvinnu-
starf æskumanna og verður það
prentað á þrem tungumálum.
Franska neytendahrej^fingin (FNCC)
hafði á sl. ári 2,5 milljónir meðlima í
874 kaupfélögum. Attu félögin um
8000 verzlanir.
Ameríska samvinnusambandið
CCA, sem 456.000 bændur í miðvest-
urfylkjum Bandaríkjanna standa að,
á nú fjórar, miklar olíuhreinsunar-
stöðvar, og er hin stærsta þeirra í
Coffæville, Kansas. Hreinsar hún
22.500 tunnur of olíu á dag.
Ari K. Eyjólfsson
látinn
Ari K. Eyjólfsson, forstöðumaður
garnastöðvar og reykhúss SÍS í
Reykjavík, lézt í Lundúnum 29. sept-
ember síðastliðinn, og var banamein
hans hjartabilun. Hann var jarðsung-
inn í Reykjavík 7. október.
Ari fæddist 1892 í Reykjavík og ólst
þar upp hjá foreldrum sínum. Hann
stundaði nám í Verzlunarskólanum en
lærði auk þess ensku svo vel, að til
hans var oft leitað um leiðsögn ferða-
manna. Haustið 1915 fór Ari vestur um
haf og dvaldíst í Bandaríkjunum og
Kanada um fjögurra ára skeið. Lærði
hann meðferð bifreiða, stundaði húsa-
smíðar og ýms önnur störf.
Eftir heimkomuna kynntist Ari
Bandaríkjamanni, sem SÍS hafði
fengið til að koma á fót garnahreins-
un, og varð Ari aöstoðarmaður hans.
Þegar Sambandið tók alveg við garna-
hreinsuninni, var Ari sjálfkjörinn for-
stöðumaður þeirrar starfsemi og var
hann það til æviloka. Aflaði hann sér
mikils kunnugleika í þeim efnum og
var fyrirtækið undir hans stjórn jafn-
an til hinnar mestu fyrirmyndar.
Ari var maður myndarlegur á velli
og hfó mesta snyrtimenni, prúður og
vinsæll. Hann var fjölhæfur og vand-
virkur, og nutu þau fyrirtæki, er hann
stjórnaði, þess í ríkum mæli.
Samvinnuhreyfingin hefur við frá-
fall hans misst einn sinn bezta starfs-
mann fyrir ár fram, enda þótt hún
muni lengi njóta ævistarfs hans.
23