Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1953, Síða 28

Samvinnan - 01.10.1953, Síða 28
mig þess!). Þér voruð þá ekki myrtur. Hius vegar vitum við, að þér voruð rændur!“ ,,Hvað eigið þér við?“ spurði ég undrandi. ,,Það hljótið þér að vita! Úrið yðar góða, sem þér létuð jalnan slá inni í bókasafninu, þegar mál var að ganga til tíða; það hefur nú fundizt, og þér munuð fá það aftur.“ „En,“ greip ég fram í og vissi nú ekki lengur, hvaðan á mig stóð veðrið, „ég rnissti það. . . .“ „Þorparinn er nú undir lás og slá, og þar sem vitað er, að liann myndi ekki víla fyrir sér að skjóta kristinn mann fyrir einn peseta, óttuðumst við mjög, að hann hefði orðið yður að bana. Nú skulum við finna Corregidorinn að máli, og hann mun fá yður úrið góða. Að því loknu munuð þér ekki voga yður að segja, að lögin gegni ekki sínu hlutverki hér á Spáni.“ „Ég fullvissa yður um það,“ mælti ég, „að heldur vildi ég glata úrinu en verða þess valdandi með framburði fyrir rétti, að vesalings þorpararæfill yrði hengdur, og það Jm' fremur, sem — sem — “ „Og þér hafið ekkert að óttast. Hann er algjörlega glat- aður; þeir gætu hengt hann tvisvar þess vegna. Annars er ekki rétt af mér að tala um hengingu í þessu tilfelli. Sá, sem úrinu stal, er Hidalgo. Hann verður vafalaust kyrktur á öðrum degi hér frá. Af þessu megið þér sjá, að einn þjófn- aður meira eða minna gerir honum hvorki til né frá! En hann hefur framið nokkur morð, og þó er eitt langtum liryllilegast." „Hvað heitir hann?“ „Hér um slóðir er hann þekktur undir nafninu José Navarro, en á tungu Baska lieiiir liann öðru nafni, sem hvorugur okkar mun vera fær um að bera fram. En meðal annarra orða; maðurinn er vel þess virði, að þér sjáið hann, og þér, sem hafið svo mikinn áhuga fyrir hinu sér- stæða í fari þjóðanna, ættuð ekki að láta ónotað þetta tækifæri til að kynna yður, hvernig spænskur þorpari kveð- ur þennan heim. Hann er nú í fangelsi; faðir Martinez mun fylgja yður til hans.“ Vinur minn, munkurinn, var Jiess svo mjög hvetjandi, að ég kynnti mér aðdraganda þessarar „snyrtilegu aftöku,“ að ég gat ekki annað en látið undan. Ég heimsótti fang- ann með gnægð vindla meðferðis, og vænti ég þess, að hann myndi þeirra vegna fyrirgefa mér hnýsni mína. Don José sat að snæðingi, þegar mér var vísað inn til hans. Hann kinkaði til mín kolli með fjarrænu augnaráði og jiakkaði mér hæversklega fyrir gjöfina, sem ég færði lionum. Er hann hafði kastað tölu á vindlana, sem ég lagði í lófa hans, taldi hann fáeina frá, en fékk mér síðan af- ganginn með þeim ummælum, að hann myndi ekki liafa þörf fyrir fleiri. Ég spurði, livort ég gæti ekki á einhvern liátt mildað örlög hans, t. d. með Jrví að láta af mörkum nokkra fjár- upphæð eða leita á náðir vina minna. í fyrstu yppti hann öxlum og brosti dapurlega, síðan var sent hann fengi eftir- Jianka, og Jrá spurði hann, livort ég gæti látið biðja fyrir sálu sinni. Því næst bætti hann við, óstyrkur í máli: „Gætuð Jrér — gætuð þér einnig látið biðja fyrir sáluhjálp manneskju, sem gerði yður rangt til?“ „Vissulega skal ég gera Jiað, vinur minn,“ svaraði ég. „En enginn í Jressu landi hefur gert á hluta minn, svo að ég viti.“ Hann þrýsti hönd mína mjög alvarlegur á svip. Eftir augnabliks þögn tók hann aftur til rnáls. „Leyfist mér að biðja yður enn einnar bónar? Þegar Jiér haldið aftur til heimalands yðar, munuð Jrér fara um Navarra. Að minnsta kosti munuð Jiér fara um Vittoria, sem ekki er langt Jraðan.“ „Já,“ svaraði ég, „ég fer áreiðanlega um Vittoria. En vel má vera, að ég leggi leið mína um Pampeluna, og Jiað væri mér ánægja að gera yðar vegna." „Ef Jiér farið til Pampeluna, mun yður margt nýstárlegt bera fyrir augu. Hún er fögur borg. Þennan pening ætla ég að fá yður í hendur,“ mælti hann, um leið og hann sýndi mér silfurpening, sem hann bar í festi um hálsinn. „Vefjið bréfi utan um hann,“ nú Jiagnaði hann andartak til Jress að ná valdi yfir geðshræringunum — „og sendið hann eða farið með hann til sfamallar konu, sem és mun segja yður, hvar býr. Segið henni, að ég sé dáinn, en segið henni ekki, hvernig dauða minn bar að höndum.“ Ég hét þessu. Daginn eftir sá ég hann og dvaldi Jiá hjá honum nokkra hríð. Af vörurn lians heyrði ég um Jrá dap- urlegu atburði, sem nti skal greina. Þriðji kapituli. Fæddur er ég í Elizondo í Baztan-dal. Nafn mitt er Don José Lizzarrabengoa, og svo eruð Jrér kunnugur á Spáni, að jiér munuð þegar sjá af nafninu, að ég er af gömlum, kristnum Baskaættum. Ég nefni mig Don, af Jrví að ég hef rétt til Jress, og værum við nú í F.lizondo, gæti ég sýnt yður ættartölu mína á bókfelli. Fjölskylda mín vildi, að ég gengi menntaveginn og gerðist kirkjunnar þjónn, en mér var lítt um vinnu gefið. Mér Jrótti of gaman að leika tennis, og Jiað var mín ógæfa. Þegar við Navarrobúar erum byrj- aðir að leika, gieymum við öllu öðru. Dag nokkurn, þegar ég hafði gengið með sigur af hólmi, varð mér sundurorða við ungan mann frá Alava. Við gripum hvor sinn maquila, og ég sigraði aftur. En ég varð að hverfa á brott frá þessum stað. Ég slóst í hóp með nokkrum riddurum, og við geng- urn í Almanza riddaraliðssveitina. Fjallamenn eins og við eru fljótir að læra hermennsku. Fyrr en varði var ég orð- inn undirforingi, og mér hafði verið sagt, að senn ætti að gera mig að liðjrjálfa, Jiegar ég til allrar óhamingju var látinn standa vörð við tóbaksverksmiðjuna í Sevilla. Ef Jrér hafið koniið til Sevilla, hljótið þér að hafa séð verk- smiðjubygginguna; hún stendur á bökkum Guadalquivir, rétt utan við borgarvirkin; mér er ennjiá sem ég sjái inn- ganginn í verksmiðjuna og varðskýlið við hlið hans. Þegar spænskir hermenn eru á verði, gera Jreir annað tveggja að spila á spil eða sofa. Ég, fyrir rnitt leyti, reyndi ávallt að hafa nóg fyrir stafni, eins og heiðarlegum Navarraobúa sæmdi. Ég var að gera mér keðju úr vírspotta til að halda hleðuteininum mínum, Jregar félagar mínir hréipuðu allt í einu. „Nú hringir klukkan, þá koma stúlkurnar aftur til vinnu.“ Eins og Jrér sjálfsagt vitið, herra minn, vinna milli fjögur og fimm hundruð stúlkur í verksmiðjunni. Þær vefja vindlana í stórum skála, og Jiangað má enginn karl- maður stíga fæti sínum án leyfis frá Veintiquatrox (lög- 28

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.